Vikan


Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 34

Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 34
Konstansa var munaðarlaus. Hún var alin upp hjá Agnetu frænku sinni við pluss og páfa- gauka. Hún hafði lært að sauma krosssaumspúða eftir málverkunum Bláa drengnum og Mónu Lísu og hún gat glamrað í gegnum nokkrar etýður eftir Chopin á píanóið, gamlan erfðagrip sem hvarf næstum í hafsjó mahóníramma með gulnuðum fjölskyldu- myndum. Á hverju kvöldi, þegar æskulýðurinn í hverfinu var úti að skemmta sér á diskóteki eða á balli hjá íþróttafélaginu, sat Konstansa sæt og pen í rökkrinu með Agnetu frænku. Og þegar systkinin í næstu íbúð settu græjurnar á fullt og dönsuðu svo að perluljósakrónan hjá frænkunni hristist, þá tók brúökaupið Konstansa ritsafn Guðrúnar frá Lundi úr bókaskápnum og las upphátt fyrir frænku sína sem lét fara vel um sig í plusshægindastólnum. Hvað finnst ykkur? Hvers konar tilvera er þetta fyrir heilbrigða, fallega og lífsglaða 18 ára stúlku. Konstönsu dreymdi um að eignast mann. Æðsta ósk hennar var að giftast, eignast karl og krakka, hús og garð. Og það átti að vera drauma- heimilið, ekkert pluss, ekkert flúr og engir páfagaukar. Hún ætlaði að eignast karlmannlegan mann, mann sem kunni að skemmta sér og myndi taka hana með sér í samkvæmi og út að borða, svo þau skemmtu sér saman. Hún átti eftir að vinna svo margt upp. Þegar gulllonníetturnar hennar Agnetu frænku runnu fram á nefið á henni og höfuðið með silfurhvítu lokkunum féll fram á blúndu- bryddaða bringuna gat það gerst að Konstansa léti hugann reika og hana dreymdi um dásamlegustu menn í heimi, um trúlofunarhringa, brúðkaups- prjál og brúðarvendi . . . í stuttu máli allt það fallega i lífinu, ef maður er 18 ára og þekking manns á lifinu er fengin úr Dalalífi, Sannri ást og Almanaki þjóðvináttu- félagsins. Við hinn enda götunnar var búð sem seldi allt til brúðkaupsins. Þegar Agneta frænka sendi Konstönsu í bæinn eftir marmarahnöppum, útsaumsgarni, kóngabrjóst- sykri og fuglafræi handa páfa- gauksa, gat hún átt það til að standa tímunum saman fyrir framan búðargluggann og láta sig dreyma um allt þetta dásamlega í gluggunum. Hún átti það til að ganga nokkur skref afturábak og horfa hug- fangin á stóru stafina á auglýsingaskiltinu. ALLT TIL BRÚÐKAUPSINS stóð þar. Þetta voru þau orð sem gáfu öllum orðum meiri fyrirheit. Stjörnuspá Þinir nánuslu hafa þungar áhyggjur af þér. Reyndu að létta þeim þær eftir bestu getu. Stundum vantar ekki annað en smáskilning til að bæta erfið vandamál. Þú neyðist til að ljúka við eitt og annað sem þú hefur trassað. Ilrtilurinn 2l.m;irs 20.tijiril Nýstárlegar tillögur vekja athygli þina og þú hefur i hyggju að gera eitthvað óvenjulegt. Allar likur eru á því að þetta verði þér og þínum til góðs eins en farðu þó gætilega ef þelta á eitthvað skylt við vélar. N.iulið 21.iipril 21.niai Þú ert óvenju frjór i hugsun og skait reyna að eyða tímanum frekar við andlega iðkun en likamlega vinnu ef þú kemur því við þessa vikuna. Þú nýtur mikillar hylli yngri kynslóðarinnar. en er hún verðskulduð? Ttihurarnir 22.mtií 2l.juni Ævintýraþrá þin er vakin af einhverju ákveðnu tilefni. Þú getur búist við erfiðleikum en ef þú vandar vel til þess sent þú ert að gera eru allar likur á að þú munir geta gert eitthvað sér- stætt. Sporádrvkinn 24.okl. 2.Vuú\. Gættu þin að vera ekki allt of mikið á ferðinni þessa vikuna. Margt gott kann af því að leiða að vera kyrr á sama stað. Einhver er að reyna að ná i þig og aðrir hlutir gætu skipt ntáli sem styðja þetta. Ho|fmaúurinn 24.nú\. 2l.dcs Þekkt andlit niunu setja svip á líf þitt þessa vikuna. Þú skalt ekki vera of uppveðraður því það verður ekki nærri þvi eins gaman og ætla mætti. Þar mun margl koma til en sérstaklega að ein persóna mun eiga hug þinn allan. Slvinf*cilin 22. dcs. 20. jan. Þú ert farinn að gera miklar áætlanir fram i timann og hefur hugsað þér að koma mörgu i verk. Undirbúningurinn skiptir miklu máli og einnig að hafa samband við rétta aðila. Vanræktu samt ekki þína nánustu. kr.-'hhinn 22. júní -Wjuli Þú ert beðinn um leiðbeiningar í máli sem þú hefur lítið vit á. Vertu hreinskilinn. það verður metið við þig Skemmtanir og sam- skiptin við þá sem þér eru kærastir eru með blóma um þessar mundir. I. joniú 24. juli 24. ii*ú'l Santúð og skilningur með lítilmagnanum leiðir þig út á óvenju- lega braut. Þú skalt búast við að heyra and- úðarraddir og einnig að þurfa að svara óvenju- legum spurningum. Haltu þinu striki. það er happadrýgst. Sima- eða bréfaviðskipti setja sérstakan svip á þessa viku. Þér er ljóst að þú hefur tekið meira að þér en þú ræður við en vilt ekki viðurkenna það. Það er þitt að taka afleiðingunum. Þú neyðist til að taka ótímabæra ákvörðun. \alnsl>crinr. 2l.jan. lú.fchr. Nokkuð reynir á þolin- mæði þina um þessar mundir. Þetta á ekki sist við um samskipti við eldra fólk. Þú skalt ekki að svo stöddu breyta neinu mikilvægu því í vændum eru umtals- verðar sviptingar sem ekki er hægt að sjá fyrir. Kiskarnir 20.fchr. 20.mars Þú ert kappsfullur og vilt helst gera allt í einu. Tentdu þér meiri sjálfs- stjórn og ögun i verkefnavali. Þú verður beðinn skrýtinnar bónar og ættir að hugsa þig rækilega um áður en þú tekur nokkra afgerandi ákvörðun. 34 Vikan iz. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.