Vikan


Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 26

Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 26
Skop Ég hataði Noguera en mér þykir vænt um hesta. Ég horfði á hann fara. „Þú þarfnast sterks manns,” heyrði ég hann segja. „Einhvers sem hugsar alltaf um þig. Ég mun koma aftur eftir nokkra daga til að sjá til þess aðenginn ónáði þig.” Kertla virtist mjög ánægð en þegar ég kom um morguninn gekk hún eins og svefngengill. Ég gat séð að hún var hrædd. „Einhver var hérna aftur, Chico. Einhver bíður og horfir, en eftir hverju?” Ég sýndi henni hvernig ætti að binda svarta þræði milli olífutrjánna. Næsta morgun voru þeir slitnir. „Það gæti verið hundur,” sagði hún, en ég sýndi henni þá þræði sem við höfðum strengt hátt uppi, þeir voru nógu háir til að höfuð manns gæti hafa slitið þá — eða hestur. Næsta nótt var nótt hundsins. Kertla sagði mér það um morguninn og hún grét. „Einhver var hérna hjá olífutrjánum, Chico. Hundarnir vissu það og Chu komst í burtu. Hann er hugrakkur en svo lítill og þarna í skóginum reyndi einhver að drepa hann. Ég heyrði hann öskra og hann kom aftur til mín, ataður blóði og dauðhræddur. Við verðum að senda strax eftir liðþjálfanum.” Þegar ég hristi höfuðið leit hún undrandi á mig. „Gerðu eins og ég segi!” 1 fyrsta sinn æpti hún á mig. Ég benti einfaldlega á olífutrén og benti henni að fylgja mér. Þar sem við höfðum strengt svörtu þræðina var jörðin troðin. Ég beygði mig niður og tók upp lítinn hlut — vindilstubb. Kertla tók andköf og skalf. „Ég vissi það, i gærkvöldi. Ég hélt mig væri að dreyma — dreyma að ég fyndi vindlareyk. Mér fannst ég sjá glóðina í vindlinum á milli trjánna.” Ég gekk lengra afturábak að kýprus- trjánum og hún elti mig. Þar á mjúkri jörðinni sýndi ég henni hófaför járnaðs hests. Kertla hristi höfuðið eins og hún tryði því ekki. „En auðvitað, hann hefur komið um nótt til að sjá að allt væri í lagi.” Ég leit niður á Chu, hundinn. Hann þrýsti sér að pilsi hennar og vældi. Annað augað var marið og bólgið. Hún beygði sig niður til að hugga litla hundinn og sagði eins og við sjálfa sig: „Hver sá sem myndi meiða þig er enginn maður.” Síðan kipraði hún saman varirnar eins og móðir mín gerir. Hyggið þér á ferðalag erlendis o interRent bilaleigan býður yður fulltryggðan bíl ð naestum hvaða flugvelli erlendis sem er — nýja bila af þeirri stærð, sem hentar yður og fjölskyldu yðar. Vér útvegum yður afslátt — og jafnvel er leiguupphæðin lægri (ekkert kílómetragjald) en þér þurfið að greiða fyrir flutning á yðar bil með skipi — auk þess hafið þér yðar bíl að brottfarardegi hér heima. Verði óhapp, tryggir intorRent yður strax annan bil, i hvaða landi sem þér kunnið að vera staddur í. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu, vér veitum yður fúslega allar upplýsingar. Luxembourg: Þegar vélin lendir höfum við bil á flugvellinum sem bíður eftir þér. interRent interRent á íslandi / Bílaleiga Akureyrar Reykjavik — Skeifan 9 — Simar: 86915, 31615 Akureyri — Tryggvabr. 14 — Símar: 21715, 23515 Ct6 Vikan 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.