Vikan


Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 40
I „Eru náungarnir í hvelfingunni vopn- aðir?” spurði Perrell. „Já, og einn þeirra er vangefinn og ill- skeyttur morðingi. Þeir eru allir ákaflega hættulegir.” „Einmitt það. Við skulum fara upp og líta á kvenmanninn.” Það gekk mikið á á annarri hæðinni þegar við komum út úr lyftunni. Annar óeinkennisklæddi maðurinn rýndi inn um dyrnar á skrifstofu Mansons. Hinn gerði sig líklegan til að fara þar inn. „Bíðið!” sagði Perrell hvasst. „Hún er á gluggasyllunni,” sagði hærri lögreglumaðurinn. „Hún gerir sig líklega til að stökkva.” í gegnum opinn gluggann í skrifstofu Mansons barst hávær eftirvæntingar- kliður frá mannþrönginni fyrir neðan. Perrell fór gætilega inn í skrifstofuna. Égelti hann. Glenda hallaði sér upp að einum glugganum og sneri við okkur baki. Hún horfði niður á mannþröngina á götunni fyrir neðan. „Leyfið mér að tala við hana,” sagði ég ákafur og smaug framhjá Perrell. Ég gekk hægt í áttina að stórum opnum glugganum sem hún hafði farið út um. „Glenda!” Ég var blíðróma. „Komdu inn. Ég ætla að ná Harry út. Hann vill áreiðanlega tala við þig.” Hún leit við þegar hún heyrði rödd mína. Andlit hennar var fölt, augun sokkin, varirnar herptar í dýrslegri grettu. Ég hafði elskað þessa konu en það var ekkert eftir i svip hennar af því, sem hafði vakið ást mína. Hún var mér framandi, tryllingsleg á svip og grimmd- arleg. „Andskotans viðbjóðurinn þinn!” org- aði hún á mig. „Hérna færðu þitt!” Hún lyfti hendinni og beindi að mér lítilli .22 skammbyssu. Rétt fyrir aftan mig heyrðist byssu- hvellur þegar Perrell skaut hana. Mér til skelfingar sá ég blóð og brotna kúpu þegar hún reikaði til og datt niður á göt- una. Þar varð mikið uppnám. Óp heyrðust, fólk hrópaði. Ég reikaði að stól og hné niður I hann. Ógreinilega líkt og í draumi heyrði ég Perrell hrópa fyrir- mæli, en hvað hann sagði heyrði ég ekki. Það varð meiri ringulreið, menn á ferli ... raddir. Ég sá hana fyrir mér eins og hún var á golfvellinum, mundi eftir máltíðinni dá- samlegu sem hún hafði eldað fyrir mig, minntist andartaksins þegar ég fyrst sýndi henni ástaratlot, sá hana fyrir mér i bikiníinu þar sem hún sat I sandinum og beið þess að svíkja mig. „Larry!” Ég kipptist við er ég heyrði rödd Mansons. Hann stóð yfir mér. „Þeir vilja að ég opni hvelfinguna! Ég segi þeim það aftur og aftur að við verðum að bíða til morguns!” Ég tók mig á. „Ég get opnað hana.” Hann starði á mig. „Hvað ertu að segja?” „Fínt, Lucas,” sagði Perrell þurrlega. „Látum oss heyra.” Svo ég sagði þeim upp alla sögu þarna sem við sátum við skrifborð Mansons. Ég leyndi engu. Ég sagði þeim upp alla sóðalega söguna, vitandi vits að löggan í horninu skráði hvert einasta orð sem ég sagði. Mér stóð hjartanlega á sama. Ég vissi að saga min yrði forsíðuefni næsta dag og ég vissi að ég átti enga framtíð lengur i Sharnville. Með sjálfum mér hugsaði ég til Bill Dixons. Hann yrði að finna sér annan meðeiganda. Mér stóð nákvæmlega á sama um allt. Þegar ég hafði lokið máli mínu varð löng þögn. Manson starði á mig hrelld- ur. Ég tók kassettuna úr vasanum og ýtti henni til Perrell. „Hér er yfirlýsing Brannigans. Einkaritarinn hans er með hin segulböndin tvö. Brannigan tók þátt I þessu frá upphafi. Þið finnið lík hans i Sea Road 14, Pennon Bay.” „Bíddu hægur!” sagði Perrell. Hann Sá hlær best... sneri sér að Bentley. „Aðgættu það, Tim. Taktu með þér sjúkrabíl.” Bentley flýttti sér út og í því leit lög- regluforingi inn. „Allt tilbúið, foringi.” „Ég kem og lít á það.” Perrell reis á fætur. „Þú kemur með mér, Lucas. Þú lætur mig vita ef þetta lítur illa út.” Við skildum við Manson sem var að hringja I konuna sina og fórum niður í anddyrið með lyftunni. Aðstæður voru aðrar. Fjórum sterkum flóðljósum hafði verið beint að dyrum hvelfingarinnar og sett á mikinn styrkleik. Fimm einkennis- klæddir lögreglumenn í skotheldum jökkum og vopnaðir þungum byssum krupu fyrir aftan ljósin og enginn sem sneri upp í birtuna gat séð þá. Tíu lög- reglumenn eða svo voru rétt fyrir utan innganginn í bankann, sömuleiðis klæddir skotheldum jökkum og vel vopnaðir. „Geta mennirnir heyrt inn i hvelfing- una?” spurði Perrell mig. „Nei.” „Er einhver leið að segja þeim að gef- ast upp?” „Nei.” Hann yppti öxlum. „Jæja, gott og vel, það er þá þeirra mál.” Hann sneri sér að lögreglumönn- unum fimm. „Ef þeir finna upp á ein- hverju þá sallið þið þá niður.” Svo sagði hann við mig: „Jæja, opnaðu þá hvelf- inguna.” „Það tekur tuttugu mínútur.” „Okkur liggur ekkert á,” sagði hann hvasst. „Flýttu þér!” Ég fór með lyftunni aftur upp á aðra hæð, fann plastpokann sem ég geymdi i tækin mín og verkfærin, en honum hafði ég kastað frá mér þegar ég átti í höggi við Glendu. Svo fór ég inn í skrif- stofu Mansons. Manson var einn síns liðs og nú var honum rórra eftir að vera búinn að tala við konuna sína. Hann var aftur orðinn nákvæmur og ópersónulegur banka- maður. „Larry,” sagði hann, „nú veit ég hvernig það er að vera undir þrýstingi. Jafnvel stórlax á borð við Brannigan brotnaði þegar á reyndi. Ég vil að þú vitir að þú getur treyst því að ég hjálpi þér. Ég stend með þér. Þú bjargaðir lífi barnanna ntinna.” Ég hlustaði tæpast á hann. Ég var að hugsa um mennina fjóra, innilokaða í MlhJNA REGLULEGA Ef þú laetur stilla bílinn reglulega (á 10.000 km. fresti) ^ eyðir hann minna en ella. BÍLASKOÐUN &STILUNG r S13 ÍOO HÁTÚNI 2a V 40 Vlkan 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.