Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 14
Jonas hafði fundið, að orð hans um
kossinn höfðu sært hana, og hann viður-
kenndi fyrir henni, að það hefði einmitt
verið tilgangur hans, Hann vildi taka
orð sín aftur, og þá bað hún hann að
gleyma svari sínu. Eftir þessar játningar
var eins og þau hefðu ekki fleira að
segja, og það, sem eftir var lestarferðar-
innar, leið í vandræðalegri þögn. Þau
voru ekki almennilega með sjálfum sér,
fyrr en þau þurftu að snúa sér að hvers-
dagslegri hlutum inni í kaupfélags-
búðinni.
— Hvað skyldi fólkið hérna halda
um mig? sagði Katja áhyggjufull, þegar
þau gengu eftir skógargötunni.
Verðlækkun á
AI^IF=
torfæruhjólum
Ti/valin
hjói í snjóinn
og torfæruna.
2ja gíra — Verð áöur 2790,-
IMú kr. 2230,-
Opið til
hádegis laugardaga
Án gíra. - Verð áður 2790,- Án gíra. -Veið áður kr. 2196,-
Nú kr. 2230,- Nú kr. 1755,-
Án gira. — Verð áður 1990,- Án gíra. — Verð áður 1690,-
Núkr.1590,- Núkr.1350,-
3ja gíra. — Verð áður 1990,-
Nú kr. 1590,-
Póstsendum.
Án gíra. — Veið áðurl99Q,-
Nú kr. 1350,-
Hjól& Vagi
3, 05 Rcyiqmnk. fciaánl, 1W.
— Hefurðu ekki oft komið hingað
með vini þína?
— Nei, hingað kem ég alltaf ein,
þegar ég vil fá að vera ég sjálf í nokkra
daga.
— Það getur orðið gaman að kynnast
„þér sjálfri”, tautaði hann. — Ég hélt að
þú hefðir gleymt, hvernig þú værir.
geri gys að þér fyrir þetta. Ég skil vel ást
þína á þessum stað.
Hún ræskti sig til að ná valdi á rödd-
inni. — Því miður verða útihúsin hrör-
legri með hverju árinu, sem líður. Gættu
þín að hnerra ekki nálægt þeim.
— Viltu, að ég reyni að dytta svolítið
LYKILLINN
Þó var eitthvað alveg ósvikið við
þessa gervikonu, hugsaði hann. Og hann
vissi, hvað það var — kímnigáfa hennar.
— Má ég þá vera ég sjálf? spurði hún
nastum auðmjúklega. — Væntir þú
ekki annars af mér?
— Nei, í öllum bænum vertu eins og
þér er eðlilegast, sagði hann og undraðist
spurningu hennar. — Ekkert gleddi mig
meira.
Hún hló feimnislega, og hann vissi
ekki, hvaðan á hann stóð veðrið.
— Ó, þessir plastpokar síga sannar-
lega í, andvarpaði hún. — Ég held, að
fingurnir séu að slitna af mér.
— Ég skal taka þá.
— Nei, þú hefur nóg með þitt.
— Hvaða vitleysa, ég er með slag-
síðu, sagði hann og tók byrði hennar, án
frekari málalenginga. Katja rétti úr
fingrunum og varp öndinni léttar. Þau
komu að bugðu á veginum, og skyndi-
lega blasti bærinn við þeim.
— Ó, sagði Katja, — Ég er alltaf jafn-
snortin, þegar ég kem hingað.
Jonas stóð sem steini lostinn. Hann
vissi ekki, hverju hann hafði átt von á —
en að minnsta kosti ekki þessu. Það, sem
hann sá, var svolítil þyrping húsa, hvítra
húsa með rauðum þökum. Útihúsin voru
hrörleg á að sjá, en engu að síður bauð
þessi litla húsaþyrping af sér yndislegan
þokka. Lítið, hvítt blóm, sem virtist hafa
farið árstíðavillt, brosti mót þeim í visnu
grasinu.
— Er þetta bernskuheimili þitt?
— Já, svaraði hún og hló við honum.
— Hinn mikli leyndardómur Kötju
Francke.
— Katja — sveitastúlka! sagði hann
steinhissa. — Það hefði mér aldrei dottið
íhug.
Hún sneri sér snöggt frá honum og
opnaði hliðgrindina. — Ég vissi, að ég
átti ekki að fara með þig hingað, sagði
hún hálfkæfðum rómi.
Hann greip um handlegg hennar og
sneri henni að sér. Sér til furðu sá hann
blika tár í augum hennar, áður en hún
leit niður fyrir sig.
— Nú fyrst fæ ég verulegan áhuga á
þér, stúlka litla, sagði hann hlýlega. —
Þakka þér fyrir að sýna mér þetta traust.
Og láttu þér aldrei til hugar koma, að ég
að hérna? Ég hef vist ekki annað þarfara
að gera næstu daga, er ég hræddur um.
— Ó, það minnir mig á, að ég verð að
hringja á skrifstofuna.
Þau gengu inn í litla íbúðarhúsið. Hér
var allt í sínum upprunalega stil, ósam-
stæð húsgögn, ódýrar myndir á veggjun-
um, eldhúsið gamaldags og óhentugt, en
heimilislegt og notalegt.
— Leyfðu mér að hringja fyrst til lög-
reglufulltrúans, bað Jonas, og hún
samþykkti það.
Hann lýsti atburðum á járnbrautar-
stöðinni í stuttu máli. Katja heyrði ekki,
hverju fulltrúinn svaraði, en hann hafði
greinilega mikið að segja, og Jonas
hleypti í brýmar oftar en einu sinni,
meðan á samtalinu stóð.
Hann sat kyrr um stund, áður en
hann sneri sér að henni.
— Þú þarft ekki að hringja á skrif-
stofuna. Hultén ætlar að gera það og
skýra málið fyrir skrifstofustjóranum,
en honum er þegar orðið kunnugt um
dularfulla hegðun forstjóra síns. En
þetta er því miður ekki aUt og sumt.
— Nú, hvað hefur gerst? Vertu ekki
að draga mig á þessu, maður.
— Ung Ijóshærð stúlka kom á skrif-
stofuna áðan og spurði eftir hávöxnu,
ljóshærðu skrifstofustúlkunni. Sima-
daman skildi, að hún átti við þig og gaf
upp nafn þitt og heimilisfang.
— Far vel, fína íbúðin min, stundi
Katja.
— Það væri þó synd, sagði Jonas. —
Grenið mitt var bara venjuleg pipar-
sveinaíbúð, en þú varst búin að leggja
svo mikið í þína.
— Þér fannst hún ópersónuleg.
— Það sagði ég ekki. Ég sagði að hún
væri óaðfinpanleg.
— I þínum munni þýðir óaðfinnanleg
sama og ópersónuleg.
— Kannski það. En mér þykir þetta
afar leitt. Þú ert tvær manneskjur,
Katja.
— Baratvær?
Hann dró gluggatjöldin frá og hleypti
vetrarsólinni inn um gluggann.
— Þú ert djúpt hugsi, Jonas. Eða
ertu með líkþorn?
Hann hrökk við. — Veistu, að þetta er i
14 Vikan 44. tbl.