Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 37
Ljósmyndaskóli Vikunnar XX
Við stækkum sjálf
fimm króna pening liggja ofan á honum
þennan sama tima. Pappírinn er síðan
framkallaður og ef allt er með felldu á
hann að vera alveg hvítur en hafi ljós
náð að hafa áhrif á hann mun sá hluti
pappírsins sem peningurinn huldi einn
vera hvítur en pappírinn að öðru leyti
grátónaður.
Að verki
Ef sóst er eftir gæðum í myndum er
góð stækkunarlinsa mjög mikilvæg og
stækkari sem ekki fer á fleygiferð við
minnsta titring. Til að halda pappírnum
alveg flötum á stækkaraborðinu er gott
að hafa pappírshaldara en önnur leið er
að leggja gott og ógallað gler yfir pappír-
inn en þá verður að gæta þess mjög vel
að það sé alltaf hremt. Þegar fram-
köllunarbakkar eru keyptir ber að gæta
þess að þeir séu nokkru stærri en
pappírsstærðin sem ætlunin er að nota
þá fyrir. Þá er mjög til bóta að nota
framköllunartangir í bakkana til að
þurfa ekki að vera með fmguma niðri í
vökvunum sem aftur kallar á stöðuga
handþvotta og þurrkun milli þess sem
pappírinn er framkallaður og nýr pappír
lýstur.
Nú skulum við vinda okkur að verki
og athuga aðeins nánar handtökin í
myrkvaherberginu. Fyrst er náttúrlega
að blanda framköllunarefnin, sjálfan
framkallarann, stopp-baðið og fixerinn.
Til að framkalla pappír er notaður annar
framkallari en fyrir filmu en oftast má
nota sama stopp-bað og fixer, venjulega
vægari blöndur þó. Yfirleitt er blöndun-
in leikur einn en rétt að taka það fram að
sjaldnast borgar sig að blanda minna en
lítra í einu (vökvinn á að hálffylla
bakkana eða þar um bil). Framköllunar-
efni fyrir pappír eru oft í fljótandi formi
og hægt að blanda þau beint út í kalt
vatn. Æskilegast er að hitastigið fyrir
pappirsframköllun sé 20 gráður (18-24
gráður) og rétt að leyfa framköllunar-
efnunum að ná herbergishita fyrir
notkun, sem jafnframt ætti að vera til-
tölulega auðvelt að halda í kringum 20
gráður.
Bökkunum er nú raðað hlið við hlið,
með svolitlu millibili þó, og efnunum
hellt út í þá. Bakkarnir mega ekki standa
á viðkvæmum efnum sem hætt er við að
framköllunarefnin geti blettað en heilt
plast getur leyst þann vanda þó æskileg-
ast sé að bakkamir standi þar sem
eitthvert frárennsli er.
Þegar búið er að byrgja úti allt Ijós
nema rauða ljósið sem á að gefa næga
birtu til að maður sjái sæmilega vel til
verka, er kominn tími til að hyggja að
pappírnum og sjálfri stækkuninni. Við
byrjum á því að koma filmunni fyrir í
stækkaranum. Myndin snýr rétt á
stækkaraborðinu ef sá hluti filmunnar
snýr upp í stækkaranum sem gefur aug-
anu rétta mynd við skoðun (hægt að lesa
númer og stafi) en filmunni síðan snúið
þannig að efri hluti filmumyndarinnar
snúi fram, á móti okkur þegar við
stöndum fyrir framan stækkarann.
Nú þurfum viðaðfórna einni pappírs-
örk til að fókusa á (eða við fókusum á
borðið og notum síðan bakhliðina á
fyrstu prufumyndinni til að fókusa
nákvæmar þegar til alvörunnar kemur).
Fyrst þurfum við sem sagt að gera
prufumynd þvi án hennar rennum við
alveg blint í sjóinn með réttan lýsingar-
tíma og ljósop á stækkunarlinsunni. Til
að prufumyndin komi að sem bestu
gagni er rétt að gera hana með stækkar-
ann í þeirri hæð sem hann verður þegar
endanlega myndin verður lýst. 1 hvert
skipti sem fjarlægð stækkarans frá
stækkunarborðinu breytist þarf annað-
hvort að breyta ljósopi eða lýsingartíma
til að fá rétta lýsingu fyrir einhverja til-
tekna mynd. Lýsingartiminn eykst eftir
þvi sem stækkarinn færist fjær borðinu
og myndin sem hann varpar stækkar eða
með öðrum orðum eftir því sem
stækkunin er meiri. Þó er hægt að kaupa
útreikningsskífur til að reikna út
breytinguna á lýsingartíma eða ljósopi
til samræmis við breytta stækkun en i
sumum tilvikum fylgja stækkurum ein-
hverjar töflur eða útreikningsskífur.
Prufumynd
Langbesta aðferðin er þó að gera
prufumyndina alltaf með sömu stækkun
og endanlega myndin á að vera. Við
byrjum því á þvi að velta fyrir okkur
hvernig við viljum hafa endanlegu
44- tbl. Vikan 37