Vikan


Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 31

Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 31
Opnuplakat Gary Numan í heimannahöndum AROUND THE WORLD IN 44 DAYS g ætla að reyna að fá hann til að halda ekki áfram þessari ferð," sagði Beryl Webb, móðir hins 23 ára gamla Gary Numan eftir að hann brotlenti á átakasvæði í Indlandi i lok september- mánaðar. „Svona hetjulæti eru bara fyrir aðra." Gary Numan kuldarokkstjarnan eða tölvupoppstjarnan, hvort sem menn kjósa að nefna hann, lagði upp I heims- reisu föstudaginn 18. september síðastliðinn. Gert var ráð fyrir að hann yrði í Reykjavík um þessi mánaðamót ef allt gengi samkvæmt áætlun. Hérumbil allt gekk samkvæmt áætlun þar til smávægileg bilun yfir Indlandi varð til þess að Gary og aðstoðarflug- maðurinn hans, hinn þrautreyndi Bob Thompson, urðu að nauðlenda. Þeir voru svo óheppnir að lenda á hernaðar- svæðinu Visakhapatnam við Bengalflóa. Alvopnaðir indverskir hermenn tóku á móti þeim er þeir stigu út úr eins hreyfils Cessnunni sinni og þeir voru umyrðalaust handteknir. Þeir urðu að fara með áætlunarflugvél heim til sín þvi ekki fengu þeir vélina þó óljóst væri hvers vegna hún var kyrrsett I landinu. Til stóð að heimsækja 50 borgir á 44 dögum I þessari ferð en að vonum riðluðust þær áætlanir eftir þessa óvæntu lífsreynslu. Gary Numan hefur löngum verið orðaður við tæknina, aðalhljóðfærið i tónlist hans er synthesizer, þegar hann hætti hljómleikaferðum á síðasta ári sneri hann sér fyrst að Corvettunni sinni en fékk síðan flugdellu sem ef til vill hefur eitthvað minnkað við þessa lífs- reynslu. Hann hefur verið óvenju afkastamikill I hljómplötuútgáfu á þessu ári og gefið út tvær hljómleikaplötur og núna siðast stóra plötu, Dance, og aðra litla, She’s got claws (Hún er með klærl). H vað næst, Gary N uman? 44. tb*. Víkan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.