Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 23
Málvöndun
„Haustfundur málvöndunarfélagsins Leggjabrjóts
verður haldinn í Reykholtsskóla föstudaginn 28.
ágúst kl. 9 e.h. Ýmis mál verða rædd t.d. áframhald-
andi útgáfa blaðs, málvöndun og upplestur. Spjallað
yfir kaffibollanum að loknum fundi.”
Þannig sagði í auglýsingu sem dreift
var um Biskupstungurnar í ágúst i
sumar. Þau eru víst ekki mörg,
málvöndunarfélögin á íslandi nú til
dags. Aður fyrr létu ungmennafélögin
málrækt eitthvað til sín taka en nú er sú
tíð liðin. Almennur áhugi virðist þó enn
vera um rækt málsins eins og vinsældir
Daglegs máls í útvarpinu gefa til kynna.
Krakkarnir i Biskupstungunum ganga
þó óneitanlega feti framar. Þeir
stofnuðu félagsskap til að sinna áhuga-
máli sínu sem best. Félagið hlaut nafnið
Leggjabrjótur. Hvers vegna þetta nafn?
Fjall á Kili heitir Leggjabrjótur og svo á
nafnið að minna á þá hættuna að við hnjót-
um og förum okkur að voða, var sagt.
í bleðli sem Leggjabrjótur gaf út fyrir
haustfundinn er fjallað um nýyrði og
tökuorð. Þar segir: „Til að málið falli
ekki úr tengslum við mannlíf samtíðar-
innar þurfa að fæðast orð yfir þá fjöl-
mörgu hluti og fyrirbæri sem steypast
yfir þjóðina í samfélagsbreytingum
nútímans. Iðnbyltingin og vélvæðing
atvinnuveganna kemur öll að utan
(nema einstaka vél, fundin upp af
íslenskum hagleiksmönnum).” Siðar er
haldið áfram: „Mjög dularfullt er hve
oft tökuorð eru notuð í stað rótgróinna
íslenskra orða sem þýða það sama og eru
jafnvel styttri og tungunni tamari.
Furðulega lítið er um sjálfstæða nýyrða-
sköpun meðal einstaklinga þrátt fyrir
ótrúlega hugkvæmni manna til að taka
upp erlend orð og fella inn í mál sitt. Nú
er í tísku að slá um sig með slæðingi úr
ýmsum áttum til auglýsingar á eigin
menntun, gáfum og fjölkynngi. Líkindi
eru til að það stafi af ofmati á merkingu
erlendu orðanna miðað við þau íslensku
eða vanþekkingu.” Loks segir: „Sjálfsagt
er að vera vakandi fyrir góðum
orðsmíðum sem skjóta upp kollinum
stöku sinnum. Vafalaust má slá um sig
með gömlum íslenskum orðum og
nýyrðum eins og tökuorðunum vinsælu.
Til allrar hamingju lognast þau flest útaf
og fyrnast um síðir, en allur er varinn
góður.”
Af fundi Leggjabrjóts i
Reykholtsskóla
Blaðamenn Vikunnar gerðu sig
heimakomna á fundi Leggjabrjóts. 1
þetta skipti voru um tuttugu manns á
staðnum en oft hefur verið meira um
manninn enda er starfsemi félagsins
hvað blómlegust yfir veturinn. Engu að
síður var margt skrafað, jafnvel deilt á
stundum eins og alltaf gerist í lifandi
félögum. Ekki duldist að hér var allt gert
i fullri alvöru þó öðru hverju væri slegið
á létta strengi. Áhuginn skein úr hvers
manns augum.
Fundarsköp voru öll í heiðri höfð í
Reykholtsskólanum þar sem fundurinn
fór fram. Fundarstjóri var kosinn Bjarni
Harðarson og stjórnaði hann af rögg-
Vissi ekkert hvað átt var
við með „snúðleik”
Elín Oddgeirsdóttir kennir
íslensku við Reykholtsskóla I
Biskupstungum. Hvað segir hún
um Leggjabrjót?
„Þetta er merkilegt félag. Ég
byrjaði að kenna hér í fyrra-
haust. Það fyrsta sem ég tók
eftir var auglýsing sem hékk
uppi í skólanum. Égfattaði ekki
með nokkru móti hvað þetta
eiginlega var, það stóð „snúð-
leikur". Ég komst svo að því að
þetta var nýyrði komið frá
félaginu yfir „diskó ”. ”
— Nú eru Jlestir krakkarnir
hérna á fundinum greinilega það
gamlir að þeir eru komnir úr
grunnskólanum hér og í
menntaskóla. Hverniger þá með
yngri krakkana, starfa þeir í
félaginu?
„Ja, ef þeir eru ekki í félaginu
þá starfa þeir að minnsta kosti í
anda þess. Þetta veitir okkur
kennurunum mikið aðhald,
maður má varla missa út úr sér
eitthvað vitlaust þá er um leið
komin hönd á loft."
— En tala krakkarnir hér þá
betra mál en gengur oggerist?
„Almennt tala þau skemmti-
legt mál og hafa afar ríkulegan
orðaforða. Þau hafa til dæmis
fjölbreytt orð um margt sem
maður á ekki að venjast. Þau
leita uppi gömul orð til að halda
á lofti og búa sömuleiðis til ný
eins og þetta sem ég nefndi
áðan.
— Hefur þá félagið haft áhrif
meðalfólks hérna?
„Alveg örugglega, mér finnst
það hafa haft mikil áhrif. ” . _
Guðrún Jónsdóttir kffhnari er þarna
að flytja mál sitt. Við hliðina sitja
fundarstjórinn, Bjami Harðarson,
ritarinn, Ingunn Sighvatsdóttir og
Kristín Þóra Harðardóttir formaður.
F 1 1 ’m
1 1
Sitt sýndist hverjum um útgáfumálin
og var hart deilt og lengi. Kristin Þóra,
formaður, vildi til dæmis endilega halda
áfram að gefa út eigið blað. Fundinum
lauk án þess að endanleg niðurstaða
fengist.
Næsta mál á dagskrá var framsagnar-
námskeið. Elín Gunnlaugsdóttir hafði
athugað möguleikana á að haldið yrði
framsagnarnámskeið fyrir félagsmenn.
Þetta reyndist ýmsum erfiðleikum
bundið. Fundarstjóri bað menn að „tjá
sig um málið”, eins og það heitir á
nútima íslensku, bætti hann við. Upp
stóð Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og taldi
slíkt námskeið fjarri markmiði félagsins.
„Hvaða tilgangi þjónar svona fyrir vernd-
un málsins?” spurði hún. Ekki var að þvi
að spyrja, viðbrögðin urðu harkaleg.
Sigríður Björnsdóttir mótmælti því
kröftuglega að þetta væri fjarri
málvöndun. „Framsögnin er til þess að
við getum komið því sem við lærum út
úr okkur.”
Út frá þessu spunnust frjóar umræður
um tilhögun islenskukennslu í skólum,
hvort leggja ætti áherslu á hið talaða
mál eða ekki. „Óskýrmæli nemenda er
ekki vandamál heldur að þeir geti staðið
við púlt og talað,” sagði Elin Oddgeirs-
dóttir islenskukennari. „Mér finnst fólk
tala mjög vel hérna og framsagnar-
námskeið er „billeg lausn”, svo ég sletti."
Spurt úr salnum: „Hvaða tillögu hafa
kennarar um hvernig á að kenna
krökkum að lesa upphátt?” Elin: „Hvað
færðu með því að lesa upphátt? Það er
meira um vert að geta tjáð sig um það
„Við viljum að fólkvandi sig við að tala...
55
semi. Umræðurnar opnaði Sigríður
Jónsdóttir og fjallaði um blaðaútgáfu
félagsins. Hún ræddi almennt um hvort
eðlilegt væri að gefa út eigið blað eða
senda pistla í héraðs- og landsmálablöð.
Hallaðist hún að þvi siðarnefnda. í sama
streng tók Sigríður Björnsdóttir. Hún
sagði að eigið blað fengi aldrei mikla út-
breiðslu og myndi heldur ekki ná til
félaga sem staddir væru úti á landi. Þvi
væri betra að setja greinar í Suðurlands-
— og jafnvel dagblöðin.
Þessu næst kom einn kennari •
Reykholtsskóla í stólinn, Guðrún'
Jónsdóttir að nafni. Hún blandaði
sér lítt í umræður um blaðaútgáfuna
en gagnrýndi bleðilinn sem félagið hafði
dreift. Þar væri fullmikið af málvillum og
prentvillum sem ekki ættu að sjást i út-
gáfuefni slíks félags. Fleiri urðu til að
taka undir þetta en jafnframt kom fram
að hann hefði verið unnirrn i miklu snar-
hasti á einu kvöldi. Lofað var bót og
betrun. Guðrún lauk hins vegar miklu
lofsorði á félagið og starfsemi þess
almennt. Taldi hún sig hafa mikið lært
af nemendum sínum og sagði að þeir
væru sérlega vakandi fyrir öllu er
varðaði málið og slikt veitti kennur-
unum mikið aðhald. „Afskaplega
jákvætt,” sagði Guðrún að lokum.
Kristín Þóra Harðardóttir er
formaður Leggjabrjóts.
— Hvenær var félagið
stofnað, Kristín?
„Það var stofnað 22. júní
1980 í Laugarási. Við vorum
eiginlega bara þrjár sem
stofnuðum félagið en stofn-
félagar urðu þó 31. ”
— Hvað kom til að þið
gerðuð þetta?
„ Veturinn áður vorum við
þrjár í Skálholtsskóla og höfðum
mjög góðan íslenskukennara
sem vakti okkur til umhugsunar
um íslenskt mál. Þessi áhugi var
því ekki byrjaður meðan við
vorum hérna í skólanum. ”
— Og tilgangurinn var mál-
vöndun almennt.
„Félagið hét fyrst
Málhreinsunarfélagið og var
ætlað að útrýma slettum. Nú
höfum við breytt þvi í
Málvöndunarfélagið. Við viljum
að fólk vandi sig við að tala og
noti rétt það orð sem það hefur. ”
— Hvaða fólk er ífélaginu?
„Meirih/utinn er úr sveitinni
og líka á Laugarvatni. Svo eru
flestir kennararnir hér I því.
Aðallega er þetta ungt fólk en
þó er töluvert af fullorðnu
fólki. ”
— Hefur félagið eitthvað haft
að segja?
„Kennararnir hérna segja
mikla kosti að nú eru þeir farnir
að gæta sín og reyna að vanda
framsetningu alla betur. Óbeint
hefur félagið svo mikil áhrif út á
við."
— Hvað eru fyrirhugaðir
margirfundir á hverju ári?
„Á þessu ári hafa fundirnir
verið 3-4, hvað sem svo verður. ”
— Hvað um fjárhaginn?
„í fyrstu höfðum við árgjald
en sáum svo að ekkert var með
það að gera, peningurinn var
ekkert notaður. Það var þvi
ákveðið að leggja árgjöld niður
en peninginn eigum við ennþá
eflir."
— Nú var fulltrúi Málblendi-
félagsins á fundinum. Hver er
afstaðan til þess félagsskapar?
„Þetta Málblendifélag er
náttúrlega bara tóm vitleysa og
grín."
— Félagar I Leggjabrjóti hafa
stundað einhverja nýyrðasmíð.
Geturðu nefnt einhver dæmi
um orð?
„Já, við reynum að flnna ný
orð í staðinn fyrir tökuorðin.
Þessi orð hafa ekki náð mikilli
útbreiðslu nema þá eitt, „snúð-
leikur” sem hér er almennt
notað í staðinn fyrir „diskó".
Orð eins og „fjöldafar” fyrir
rútuer svo minna notað. ” i M
22 Vikan 44. tbl.
44. tbl. Vikan 23