Vikan


Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 44

Vikan - 29.10.1981, Blaðsíða 44
Systa, 14 ára, flýtti sér að borða og reikna heimadæmin um leið. Hún var alltaf á síðustu stundu með að vinna verkefni fyrir skólann. „Hvað segið þið? Henda blöðum. Henda blöðunum mínum. Þið skuluð ekki fleygja neinu því ég hef ekkert lesið undanfarið nema námsbækurn- ar. „Pabbi, heyrðu nú. Sjáðu þetta dæmi. Ég skil ekki þennan reikning. Ég er að verða of sein í skólann. Alltaf sama sagan.” Systa flýtti sér enn og pabbi rýndi i reikningsbókina hennar. „Mamma, með málvöndunina,” sagði sonurinn nú. „Þú ert ágæt og ómissandi þegar ég á að gera heimaritgerðir og ýmislegt fyrir skólann en hvers vegna gerirðu bara ekki sjálf sögur og sendir i blöðin. Þá verða blöðin sem við lesum betri og við sjálf skánum líka við að lesa góðar sögur og — og — já, af hverju skrifarðu ekki sögur sjálf?” Ég heyrði minnst fjórar raddir i við- bót segja: „Já, hvers vegna skrifarðu ekki sögur sjálf? Þarna hefurðu það, skálda bara sjálf. Allir hlógu og minnsta barnið, 4ra ára, reyndi að vera eins og hinir og segja þessa skemmtilegu setningu: „Mamma bara skrifa sjálf,” svo skellihló litla krílið. Ég hló lika en um leið hugði ég á hefndir. Bíðið þið bara hæg. Hver veit nema ég lumi á einhverju sem ykkur órarekki fyrir. Nú voru allir á þönum. Börnin fóru í skólann og eiginmaðurinn til vinnu sinnar. Ég tók yngsta barnið og skund- aði með það á gæsluvöllinn og flýtti mérsíðan heim. Heimilið beið mín með óþrjótandi verkefnum. Meðan ég vann, án þess að hangsa, þessi venjulegu störf innan sömu veggja og ég hafði verið að mestu síðustu ár lét ég hugann reika. Nú átti ég óvenjulegt verk framundan. Þetta var nokkuð sem ég hafði ekki fengist viðáður. Mér yrði að takast að gera sögu og fá hana birta á prenti. Ég þyrfti að halda vel á spöðunum og byrja sem fyrst. Ég hugsaði og hugsaði. Fann efni i imw eina heimilisblaðiö, besta auglýsingablaðið. Auglýsingasími: 85320. huganum og reyndi að spinna utan um það. Ég hætti við eitt og byrjaði á öðru enekkert varð til. Næstu dagar liðu án þess að ég festi svo mikið sem linu á blað en hugurinn var að verki þrátt fyrir allt. Enginn á heimilinu virtist muna til- efni hlátursins mikla, sem kvað við umhverfis morgunverðarborðið hér á dögunum. Allt gekk sinn vanagang og ég reyndi að gera það sem ég áleit best til að eiginmanninum og barnahópnum liði vel. Næði og ró var hið eina er ég þráði en slíkt gat verið erfitt að fá. Mér fannst að lokum ég hafa í koll- inum dálítið verk, sem gæti verið saga. Sú saga hafði orðið til á meðan ég vann heimilisverkin og brá þar hvergi útaf vananum. Ég hugsaði ýmislegt. Það sá enginn. Leyndarmál mátti ég þó eiga. Dag nokkurn gat ég sest við ritvél- ina og byrjað að vélrita. Ég komst að raun um að ég hafði búið til mjög smáa smásögu. Engu að síður tók það mig langan tima að vélrita þessar fáu blaðsíður. Frágangur skyldi vera góður hvað sem um annað mætti segja. Þegar ég las söguna og ímyndaði mér hana sjálfri mér óviðkomandi fannst mér hún nokkuð góð. Eiginlega var ég ánægð með hana. En þetta varekki nóg. Ætlunarverk- inu var ekki lokið og eldraunin var eftir. Hvað skyldu aðrir segja? Sagan hafði upphaf, söguþráð og farsælan endi. Endirinn var bestur. Líklega vegna þess að þá var ég svo ánægð að vera komin að sögulokum að allt fór vel. Annars var það ekki til siðs núna að láta sögur enda vel. Mest um vert var að sagan mín var fullgerð og ég ætlaði að senda hana til einhvers blaðsins. Bréfið til ritstjórans varð mér erfitt að semja. Vel orðað og rétt skrifað bréf hlaut að vekja áhuga og yrði liklega lesiðá undan sögunni. Hr. ritstjóri eða heiðraði ritstjóri eða kannski hr. heiðraði ritstjóri. Voru ekki allir hættir að nota svona orð? Ég gat engan spurt svo ég skrifaði: Hr. ritstjóri, Ég leyfi mér að senda þér sögukorn til birtingar í blaðinu. Þetta er frum- raun mín á þessu sviði svo ég býst ekki við mikluen------ Nei, ég orðlengi ekki frekar hvaðég skrifaði ritstjóranum. Þegar ég hafði póstlagt söguna með virðulegu bréfinu fannst mér allt skelf- ing tómlegt, rétt eins og ég hefði misst eitthvað. Síðan tóku aðrar hugsanir við. Ég sá eftir öllu. Iðraðist gjörða minna. Hvað hélt ég mig eiginlega vera? Hvað hafði ég gert? Hvernig átti ég að geta samið nokkuð af viti til að láta koma fyrir almenningsjónir á prenti. Ég var ekki skáld. Hvernig sem ég skoðaði hug minn fann ég aðeins hræðslutilfinningu. Auðvitað yrði ég mér til minnkunar og fengi söguna endursenda. Fjöl- skyldan kæmist að þessu tiltæki og þá yrði fyrst hlegið svo um munaði. Ég hræddistenn. Mér duttu í hug frásagnir sem ég hafði lesið eða heyrt um ung skáld, sem gengu milli blaða- eða bókaútgef- enda með handrit til birtingar. Ævinlega voru þetta hinar mestu píslargöngur. Skáldið þótti ekki gera nógu vel. Fékk að heyra óbliðum orðum að það væri ekki á réttri hillu. Það kynni ekki að yrkja Ijóð eða setja saman sögu svo prenthæft þætti. Nóg væri til af leirskáldunum. Skáldið tók við ritverki sínu aftur og hélt til hins næsta. með vonarneista i brjósti. Þar fékk það ef til vill líkar við- tökur eða verri. En svo gerðist það að ungt skáld fékk verk sitt prentað eða gefið út. Stórum áfanga var náð. Sæla hugans ríkti en áráttan hélt áfram og skáldið hélt enn áfram að semja og yrkja. Þess vegna eigum við svo mörg stórskáld og góða rithöfunda að jreir gáfust ekki upp I byrjun. Mikið dáði ég þetta fólk af verkum þess. Dagar liðu. Ég reyndi að hugsa sem minnst um bækur, sögur og allt I þá átt en varð stöðugt kvíðnari. Nú hlaut að komast upp um mig. Pósturinn færi að koma með bréf til min. En það dróst að nokkuð gerðist. Ætti ég að hringja til ritstjórans? Kjarkurinn brast þegar ég hafði fundið simanúmerið á skrifstofu hans. Enn beið ég og enn — já, alveg þangað til mánudagsmorgun einn skömmu fyrir hádegi. Síminn hringdi. Hr. ritstjórinn var i símanum. Hann heilsaði glaðlega og kynnti sig eftir að hafa fullvissað sig um að hann talaði við rétta manneskju. „Þú sendir mér sögu,” sagði hann. „Hún verður I blaðinu eftir 3—4 vikur. Við megum birta hana. Er það ekki klárt?" Mér varð svarafátt en hafði ekki tíma til umhugsunar. Ég svaraði: „Jú. Birta söguna. Til þess sendi ég hana. Er hún nógu góð?” Þótt ég reyndi að tala hægt og láta ekki bera á geðshræringu fannst mér ég vera skjálfrödduð og kjánaleg. „Nógu góð. Hún er stórfín. Við lásum hana yfir hér nokkur á blaðinu og fannst sagan óvenjuleg og — já — ágæt. Áttu ekki fleiri svona?” „Þarf ekkert að lagfæra eða er, —” ég gat ekki lokið við spurninguna enda var hún svo sem óþörf. „Nei, ekki að breyta neinu, ekkert að laga.” hélt ritstjórinn áfram, hress. „Ég kýli þetta þá inn í prósessinn sem fyrst. Ekki klárt?” „Kýla hvað i hvað, nú skil ég ekki.” Hann hló. „Nei, maður talar svona hérna. En sem sagt, sagan kemur í blaðinu. Þú færð borgun fljótlega senda heim og þetta rúllar þá allt. Vertu bless.” Ég þakkaði kærlega. Sagði honum að vera blessuðum og sælum og meinti þaðaföllu hjarta. Skyldi hann, þessi hr. ritstj., eiga sinn líka í stéttinni eða var hann einn á báti meðal allra hinna? Að simtalinu loknu sat ég litla stund kyrr og gladdist meðsjálfri mér. Sjálfsálitið tók stökk upp á við. Auðvitað gat ég samið eina litla sögu. Skárra væri það. Eftir nokkrar vikur gæti ég gengið út I næstu verslun og keypt tiltekið blað, rekið það upp að fimm nefjum og sagt án yfirlætis: „Ég keypti þetta blað nú bara af þvi að það er saga eftir mig í þvi.” Tíu augu myndu horfa á mig þegar ég segði: „Þetta er enginn vandi. Bara að kýla þetta inn i prósessinn og láta það svo rúlla. Það er allt og sumt.” Svo eru sagðar lifsreynslusögur um ritstjóra og útgefendur, sem tala oft með litilsvirðingu við óhörðnuð, við- kvæm skáld og fara óvirðulegum orðum um ritsmiðar þeirra. Nú mega þeir góðu menn vera varir um sig. Ég er komin út á hina hálu rit- höfundabraut og sný ekki við. Þrjú „Þú ert eitt af skáldunum. Semur Ijóð og skrifar sögur og allt skal á prent,” sagði ritstjórinn og bar ótt á. Hann var önnum kafinn. Sumarfri- ið var á næsta leiti og mikill tími fór i að skipuleggja útgáfu þeirra rita er kæmu út á meðan hann yrði fjarver- andi. Allt átti að vera I föstum skorðum og vel gengið frá öllu I hvívetna. Ritstjórinn var samviskusamur maður og vildi vinna störf sín vel. En það var ekki eitt heldur allt sem tafði hann þessa dagana. Þarna sat til dæmis eitt skáldið og beiðeftir viðtali. Töluvert barst af frumsömdu efni til ritsins en minnst af því var nothæft. Þess vegna var mest af sögum og frá- sögnum, þýddum úr erlendum blöðum, sem fylltu síður ritsins. 44 Vikan 44. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.