Vikan - 25.02.1982, Side 8
Texti: Hrafnhildur
on
1 kringum öskudaginn hefur myndast sú
hefð að grimuklæðast. Á öskudag dansa
Akureyringar á götum úti og slá
köttinn úr tunnunni. Upphaflega kom
þessi siður frá Danmörku, og nú á
síðustu árum hafa aðrir landsmenn
einnig skemmt sér á þennan hátt. Skólar
og einstök félagasamtök um allt land
gera sér oft dagamun og halda grimuball
á þessum árstima. Og þá er ímyndunar-
aflið notað til hins ýtrasta og oft veitt
verðlaun fyrir hugmyndaríkasta
búninginn.
Hér sjáum við nokkrar tillögur að
skemmtilegum grímubúningum. Sumir
eru einfaldir í sniðum en aðrir flóknir
svo hér ætti að vera eitthvað við allra
hæfi.
Grímurnar eru með ýmsum hætti. Oft
er reynt að fella þær inn í heildarmynd
búningsins, eins og til dærms „varð-
skipið Ægir”, „Bensíndælan" og „vofan”
sýna.
En það er ekki alltaf hægt og þá er
hægt að nota „Zorró"-grimurnar marg-
frægu, litlar svartar grímur sem hylja
aðeins augun. Ef vill má sauma efnis-
bút neðan við grimuna og hylja með því
stóran hluta andlitsins.
Ef menn vilja hylja allt andlitið er
tilvalið að búa til grímu úr pappamassa.
Best er að móta grimuna á hörðum hlut,
eins og bolta, uppblásinni blöðru eða
einhverju öðru sem er á stærð við
mannshöfuð. Ef til vill er hægt að klæða
hlutinn fyrst með álpappir til hlifðar.
Pappamassinn er búinn til úr blöðum og
hveitilími. Hveiti og vatn er hrært
saman i þykkan graut og soðið.
Hveitilimi er siðan smurt á blað sem er á
stærð við andlitið. Síðan eru blöð, til
dæmis dagblöð, ‘rifin i ræmur.
Ræmurnar eru limbornar og lagðar ofan
á pappamassann þar til sæmilegri þykkt
er náð. Nefið er mótað með blöðum og
lími. Þetta er látið þoma. Þvi næst er
griman borin við andlitið og augun
klippt á heppilegum stað. Að lokum er
hún máluð og fest i hana teygja.
Einnig fást oft tilbúnar grimur i
verslunum. Það er auðveldlega hægt að
klippa þær til og mála með þekjulitum
þannig að þær passi sem best við
búninginn. t jm