Vikan


Vikan - 25.02.1982, Qupperneq 18

Vikan - 25.02.1982, Qupperneq 18
Texti: Jón Ásgeir Gervi-hormón til að auka fallþunga og mýk/a kjötið getur valdið krabbameini og fleiri sjúkdómum Fúkalyf fyrirbyggja sjúkdóma i dýrum en þau auka lika fall þunga. Geta valdið ofnæmi og sýkingar hættu. \ Fúkalyf i fóðri geta valdið þvi að sýkla stofnar ræktast sem venjuleg lyf vinna ekki á. Er íslenskt kjöt ,H ætta af ofnotkun lyfja við kjöt- framleiðslu blasir ekki við okkur íslendingum. Við getum í þeim efnum verið alveg róleg,” sagði Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir nýlega í viðtali við Vikuna. „Það eru litlar líkur á því að þess háttar misferli geti nokkurn tíma komist á hættustig hérlendis. Málin horfa hins vegar öðruvísi við þegar þessi lyf komast á almennan markað. Ég veit að í Vestur-Þýskalandi hefur skapast slæmt ástand vegna of greiðs aðgangs að lyfjum þar. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að danskir bændur hafa gert sér ferðir til Vestur-Þýskalands til að kaupa þessi lyf.” Fyrir einu ári spunnust í Vestur- Þýskalandi miklar deilur vegna niður- greiðslna á menguðu kjöti. Land- búnaðarráðherrann þar í landi hafði ákveðið að verja 120 milljónum króna til að kosta geymslu á kálfakjöti sem hlóðst upp óselt. Ástæðan fyrir dræmri sölu var útbreitt misferli í framleiðslu kálfa- kjöts, sem hafði verið afhjúpað tveim mánuðum fyrr. Hormónagjöf Vestur-þýskir bændur höfðu gefið kálfum gervi-hormón fyrir slátrun til að auka fallþungann og til að mýkja kjötið. Þetta hormón getur stofnað mannfólki í hættu. Börn og unglingar eru sérlega viðkvæm fyrir áhrifum þess. Þetta gervi- östrogen getur ennfremur valdið kveneinkennum hjá körlum og krabba- meini hjá konum. Salan á kálfakjöti hafði dregist saman um 60 prósent við þessi tíðindi. Vestur- þýski landbúnaðarráðherrann, Jósef Ertl, kvaðst ekki vilja láta bændur gjalda „nokkurra svartra sauða” í sínum röðum og lagði fram áðurnefnda styrk- upphæð til að framleiðendur gætu sent kjötið i frystigeymslur. Flann tók siðar fram að styrkina mætti aðeins nota til geymslu á ómenguðu kjöti. Þessa styrkveitingu landbúnaðarráð- herrans töldu talsmenn vestur-þýsku neytendasamtakanna óráð hið mesta. Þeir sögðu að með henni væri verið að láta neytendur taka á sig kostnaðinn af þessu misferli en rétta leiðin til að uppræta svindlið væri að láta fram- leiðendur sjálfa gjalda þess. Ennfremur sögðu neytendasamtökin að land- búnaðarráðherrann hefði engin full- nægjandi svör gefið við þeirri spurningu hvernig ætti að greina mengaða kjötið frá hinu sem ekki væri fullt af gervi- östrogeni. „Hérlendis er bannað að gefa dýrum östrogen-hormón, notkun þess og fleiri slíkra lyfja hefur verið óheimil undan- 18 ViKan 8. tbl. farin 10-20ár,”sagði Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir í viðtali við Vikuna. Hins vegar hafa verið gerðar tilraunir með notkun kynhormóna úr hryssu- blóði til að auka frjósemi áa og hafa þótt gefa góðan árangur. Nokkrir bændur hafa um árabil notfært sér þessa tækni og oft náð mikilli aukningu í frjósemi. Eru ánum þá gefin hormón nokkru áður en hrútum er hleypt til þeirra. „Hormón þessi auka egglos hjá ánum. Þær eru sprautaðar í desember, fyrir fengitímann. En þessi hormón skiljast út úr skrokknum aftur á fáeinumdögumog það líður langur timi, átta til níu mánuðir, þar til sláturtíðin hefst,” sagði Páll Agnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.