Vikan - 25.02.1982, Qupperneq 18
Texti: Jón Ásgeir
Gervi-hormón til að
auka fallþunga og
mýk/a kjötið getur
valdið krabbameini
og fleiri sjúkdómum
Fúkalyf fyrirbyggja
sjúkdóma i dýrum en
þau auka lika fall
þunga. Geta valdið
ofnæmi og sýkingar
hættu.
\
Fúkalyf i fóðri geta
valdið þvi að sýkla
stofnar ræktast sem
venjuleg lyf vinna
ekki á.
Er íslenskt kjöt
,H ætta af ofnotkun lyfja við kjöt-
framleiðslu blasir ekki við okkur
íslendingum. Við getum í þeim efnum
verið alveg róleg,” sagði Páll Agnar
Pálsson yfirdýralæknir nýlega í viðtali
við Vikuna. „Það eru litlar líkur á því að
þess háttar misferli geti nokkurn tíma
komist á hættustig hérlendis. Málin
horfa hins vegar öðruvísi við þegar þessi
lyf komast á almennan markað. Ég veit
að í Vestur-Þýskalandi hefur skapast
slæmt ástand vegna of greiðs aðgangs að
lyfjum þar. Þetta hefur jafnvel gengið
svo langt að danskir bændur hafa gert
sér ferðir til Vestur-Þýskalands til að
kaupa þessi lyf.”
Fyrir einu ári spunnust í Vestur-
Þýskalandi miklar deilur vegna niður-
greiðslna á menguðu kjöti. Land-
búnaðarráðherrann þar í landi hafði
ákveðið að verja 120 milljónum króna til
að kosta geymslu á kálfakjöti sem hlóðst
upp óselt. Ástæðan fyrir dræmri sölu
var útbreitt misferli í framleiðslu kálfa-
kjöts, sem hafði verið afhjúpað tveim
mánuðum fyrr.
Hormónagjöf
Vestur-þýskir bændur höfðu gefið
kálfum gervi-hormón fyrir slátrun til að
auka fallþungann og til að mýkja kjötið.
Þetta hormón getur stofnað mannfólki í
hættu. Börn og unglingar eru sérlega
viðkvæm fyrir áhrifum þess. Þetta gervi-
östrogen getur ennfremur valdið
kveneinkennum hjá körlum og krabba-
meini hjá konum.
Salan á kálfakjöti hafði dregist saman
um 60 prósent við þessi tíðindi. Vestur-
þýski landbúnaðarráðherrann, Jósef
Ertl, kvaðst ekki vilja láta bændur gjalda
„nokkurra svartra sauða” í sínum
röðum og lagði fram áðurnefnda styrk-
upphæð til að framleiðendur gætu sent
kjötið i frystigeymslur. Flann tók siðar
fram að styrkina mætti aðeins nota til
geymslu á ómenguðu kjöti.
Þessa styrkveitingu landbúnaðarráð-
herrans töldu talsmenn vestur-þýsku
neytendasamtakanna óráð hið mesta.
Þeir sögðu að með henni væri verið að
láta neytendur taka á sig kostnaðinn af
þessu misferli en rétta leiðin til að
uppræta svindlið væri að láta fram-
leiðendur sjálfa gjalda þess. Ennfremur
sögðu neytendasamtökin að land-
búnaðarráðherrann hefði engin full-
nægjandi svör gefið við þeirri spurningu
hvernig ætti að greina mengaða kjötið
frá hinu sem ekki væri fullt af gervi-
östrogeni.
„Hérlendis er bannað að gefa dýrum
östrogen-hormón, notkun þess og fleiri
slíkra lyfja hefur verið óheimil undan-
18 ViKan 8. tbl.
farin 10-20ár,”sagði Páll Agnar Pálsson
yfirdýralæknir í viðtali við Vikuna.
Hins vegar hafa verið gerðar tilraunir
með notkun kynhormóna úr hryssu-
blóði til að auka frjósemi áa og hafa þótt
gefa góðan árangur. Nokkrir bændur
hafa um árabil notfært sér þessa tækni
og oft náð mikilli aukningu í frjósemi.
Eru ánum þá gefin hormón nokkru áður
en hrútum er hleypt til þeirra.
„Hormón þessi auka egglos hjá ánum.
Þær eru sprautaðar í desember, fyrir
fengitímann. En þessi hormón skiljast út
úr skrokknum aftur á fáeinumdögumog
það líður langur timi, átta til níu
mánuðir, þar til sláturtíðin hefst,” sagði
Páll Agnar.