Vikan - 25.02.1982, Qupperneq 41
Höfundur: Anna María Þórisdóttir
Smásaga
Regn
í París
.Pegar við komum upp ur neðanjarðar-
lestinni við St. Germainbreiðgötuna var
farið að hellirigna. Við biðum um stund
ásamt mörgum öðrum undir skýli í and-
dyri kvikmyndahúss, en lítil von virtist
um uppstyttu i bráð. Við komum auga á
lítið veitingahús hirtum megin við
götuna og hlupum þangað án þess að
blotna að ráði.
Það var indælt að koma inn i hlýju og
birtu úr rigningunni og hauströkkrinu
úti. Ég hristi bleytuna af regnhettunni
og hengdi hana ásamt kápunni á
snagann viðsætið.
Við skoðuðum matseðilinn og fórum
okkur að engu óðslega, ætluðum að
treina timann i húsaskjóli áður en við
héldum ferð okkar áfram, vonuðum að
stytti upp á meðan við borðuðum kvöld-
matinn.
Blátt eldingarleiftur kom mér til að
líta út um gluggann. Þruman buldi við
og regndroparnir skullu á gangstéttina.
Vatnið rann niður á götuna og fossaði
áfram í lækjum og hvarf ofan i
glufurnar undir stéttunum.
Þá kom ég auga á þau utan við
gluggann. Hún var í fínni nýrri Parísar-
kápu, með Ijósan hattkúf, hann i
grænum flauelsfötum. Regnið virtist
alveg hafa komið þeim að óvörum. Þau
voru hvorki i regnkápum né með regn-
hlífar.
Nú kom þjónninn með ilmandi,
rjúkandi heitan mat á diskum til okkar
og matargleðin varðöllu yfirsterkari um
stund.
Brátt leit ég þó upp og sá að þau voru
komin inn og höfðu sest við næsta borð.
Ég hrökk við. Var mig að dreyma?
Var ég horfin aflur í timann? Ég
hefði getað svarið að þarna var komin
ljóslifandi vangamynd Renoirs af litlu,
fölu Parisarstúlkunni með hattkúfinn.
Stúlka Renoirs var að visu með svartan
hatt en þessi með ljósan. Að öðru leyti
voru þeir hér unt bil eins. Og stúlkan sjálf
var nákvæmlega eins og myndin, föl,
blíð og barnaleg og um varirnar lék
alveg sama brosið.
Hún var nú komin úr finu kápunni.
Innanundir var hún í víðri, laus-
prjónaðri mussu, gráfjólublárri, sem
náði niðurundir hné og svörtum
gljáandi stígvélum, sem náðu upp-
fyrir hné. Hárið var svart, slétt og axla-
sítt. Hún var með lafandi eyrnalokka úr
smáum perlum og kross i nokkuð síðri
festi um hálsinn. Hún var alls ekki eldri
en 17 ára.
Hann var áreiðanlega kominn um
þrítugt, fríður, með þykkt svart, hrokkið
hár og í grænum flauelsfötum eins og
fyrr segir. Ég tók eftir að hann fylgdist
áfergjulega með þrem ungum stúlkum,
sem komu inn og gengu framhjá
borðinu þeirra. Þær höfðu farið úr
kápunum og hengt þær upp frammi við
dyr og voru i þunnum silkikjólum, sem
lögðust þétt að þeim, svo að hver vöðva-
hreyfing kom í Ijós. Hann gleypti þær í
sig meðaugunum.
Þau pöntuðu sér thé de sitron og hún
vermdi kalda fingurna um stund á
stórum bollanum áður en hún saup á.
Þau horfðust í augu yfir bollabarmana.
Ást og aðdáun skein úr augum hennar
og blítt bros lék um varirnar þegar hún
setti bollann frá sér. Hún seildist ofan i
stóru, svörtu lakktuðruna sina og dró
upp tvo pinulitla innpakkaða osta. Hún
bauð honum annan en hann hristi
höfuðið og kveikti sér í sigarettu. Hún
rakti silfurpappírinn utan af ostunum
með grönnum fingrunum og borðaði þá
báða með teinu.
Hann lagði sigarettuna á ösku-
bakkann, tók báðar hendur hennar í
sínar, sneri lófum hennar upp og þakti
þá með kossum. Sælubros lék um andlit
hennar og ástin Ijómaði úr augunum.
En hann gat ekki stillt sig um að glápa á
stelpurnar i þunnu kjólunum við borðið i
horninu um leið og hann leit upp aftur.
Lítið dró úr rigningunni. Heldur
strjáluðust þó eldingaglamparnir og
þrumurnar. Við treindum okkur
máltiðina sem mest við máttum, gálum
ekki hugsað okkur að fara út fyrr en ögn
drægi úr úrhellinu.
Sá grænklæddi skimaði nú mjög út
um gluggann. Þau töluðu dálitið saman
- - - - ó, að frönskukunnáttan min hefði
nú veriðaðeins meiri!
Allt í einu stóð hann á fætur og gekk
til dyra, bretti upp jakkakragann og
hljóp út í regnið. Hann skildi
kveikjarann sinn eftir á borðinu hjá
henni.
Hún hafði lokið teinu úr sinunt bolla
og nú drakk hún líka leifarnar hans.
Síðan tók hún spegil og varalit upp úr
tuðrunni og málaði sig. Svo hófst biðin.
Hjá okkur var komið að kaffinu. Við
höfðum loks vogað okkur að panta það í
þeirri von að nú færi að líða að
uppstyttu.
Litla Parisardaman sat og athugaði
neglurnar á sér. Enn lék þetta blíða bros
um varir hennar. En hræðilegur grunur
læddist inn i mitt gamla hjarta.
Hann var stunginn af! Hafði tekið
næstu lest, burt, burt, langt i burt. Það
var greinilegt að hann var að verða
leiður á henni. Minna mátli nú sjá. Nú
langaði hann í eitthvað meira
spennandi, einhverja reyndari og
ákveðnari. Hann var orðinn leiður á
þessu barnalega leikfangi. Blessað
barnið. Gerði hún sér þetta ekki Ijóst?
Hvaða saga bjó þarna á bak við? Ekki
öfundaði ég foreldra hennar, liggjandi
andvaka nótt eftir nólt, vitandi hana í
höndunum á þessum kvennabósa.
Líklega hafði hún flutt að heiman í
óþökk þeirra og byggi nú með honum í
einu af þúsundum fátæklegra þak-
herbergja í Paris, uppi á 7. eða 8. hæð í
lyftulausu húsi. Auðvitað voru þau blá-
fátæk. Það sást nú lika hvað þau höfðu
efni á að kaupa sér, bara sítrónute og
ekkert með því. Og hún var svo föl og
mögur. Skyldi hún ekki vera ófrísk? Guð
gæfi að foreldrar hennar tækju við
henni meðbarnið þegar flagarinn styngi
af. Það yrði áreiðanlega öllum til
hamingju þegar fram liðu stundir eins
og svo oft hafði orðið t svipuðum
tilfellum.
„Heyrðu góða, þér gengur ekkert með
kaffið. Ég held hann sé aðstytta upp.”
Ég hrökk i kút, þegar maðurinn minn
sagði þetta, svo þungt var ég hugsi.
Hún sat nú og fitlaði við kveikjarann.
Brosið var greinilega farið að dvína.
Blessað barnið. I>essi kveikjaradrusla var
engin trygging fyrir endurkomu hans.
Hann gat keypt sér nýjan á morgun eða
strax í kvöld i einhverri sjoppunni.
Kannski yrði þetta eini minjagripurinn
sem hún ætti eftir hann, þessi ómerkilegi
kveikjari. Ekki hafði hann gefið henni
þessa perlueyrnalokka. Þeir voru
greinilega ættargersemi, sem hún hafði
erft eftir ömmu sína eða langömmu og
krossinn höfðu foreldrar hennar áreiðan-
lega gefið henni í skírnargjöf.
Já, krossinn. Sagði hann ekki sína
sögu og það að hún bar hann við þessi
hátískulegu föt? Hún hlaut að vera
góður, trúaður kaþólikki. Hvílíkar sálar-
kvalir liði hún þá fyrir að lifa sliku lífi!
En auðvitað mátti hann ekki komast að
trúrækni hennar. Oft hlaut hún að
skjótast inn i eldgömlu kirkjuna,
St.Germain-des-Prés, hér rétt hjá til að
kveikja á bænakerti undir bláu stjörnu-
hvelfingunni. Kannski skaust hún líka
stundum upp i litlu kirkjuna,
St.Étienne-du-Ment, og kveikti á kerti
við helgiskrín heilagrar Genevieve. Og
þegar henni fyndisl mjög mikið i húfi
færi hún áreiðanlega í sjálfa Nolre
Dame og brenndi kertum fyrir frantan
einhverja Maríumyndina þar.
„Heyrðu manneskja, hvaða óratima
ertu með kaffiö? Nú er alveg stytt upp.
Við verðum aðdrífa okkur af stað ef við
eigum að ná í hljómleikana.”
Hvernig i ósköpunum gat ég útskýrt
fyrir karlinum minum að ég gat ekki
yfirgefið þelta blessað blóm við næsta
borð. Ég varð að vera þarna kyrr til að
hugga hana þegar hún gerði sér grein
fyrir hinum hræðilega sannleika. Hún
myndi áreiðanlega falla saman. En
karlinn hafði örugglega ekki tekið neitt
eftir fólkinu við næsta borð.
Þá birtist sá grænklæddi i dyrunum,
hýr og hress, hristi nokkra regndropa af
jakkanum og lagaði kragann. Hann hélt
á griðarstórum bréfpoka og kont aflur til
litlu Parisardömunnar og kyssti hana
beint á munninn.
Og litla Renoirstúlkan skoðaði í
pokann. Hún lyfti upp og velti fyrir sér
osti, eggjabakka, banönum, smjöri,,
púrrum og kótelettum i plastumbúðum
frá HAMS-stórmarkaðinum og hló
framan i grænklædda gosann.
8. tbl. Vikan 41