Vikan - 25.02.1982, Side 51
Draumar
Dansaö vid
jardarför
Kæri draumráðandi.
Viltu vera svo vænn að ráða
fyrir mig eftirfarandi drauma.
Fyrri: Það var þannig að ég og
vinkona mín, sem við skulum
kalla K, vorum í einhverju
stóru húsi og við löbbuðum
upp langan stiga og komum
upp á pall sem var með hand-
riði og var hátt uppi og á
honum voru stólar og við
vorum að bíða eftir fólki svo
að við fengum okkur sæti. Við
vorum búnar að bíða mjög
lengi og aldrei kom neinn svo
að K var orðin leið á því að
bíða svona lengi. Hún henti sér
yfir handriðið og niður á gólfið
sem var langt fyrir neðan. Hún
lést samstundis er hún kom
niður. Ég.vildi ekki sjá hana
þarna og beið uppi þangað til
búið var að fjarlægja líkið.
Þegar ég kom niður sá ég alls
staðar blóð, þar sem hún hafði
legið, og hún hafði verið I
hvítum skóm sem höfðu verið
teknir af henni og voru ataðir I
blóði. Svo dreymdi mig I
þessum draumi jarðarförina
hennar. Hún fór fram í kirkju
en hálfeinkennilega. Mér
fannst fólkið ekkert sorgmætt
en ég var mjög sorgmœdd.
Fólkið dansaði bara þarna úti á
miðju gólfi og ég var mjög
hneyksluð á þessu.
Seinni draumur: Það var um
miðja nótt og það hafði verið
ball á staðnum en ég fór ekki.
Þá kom vinur minn og vakti
mig. Hann var dálítið vel I því
og ég skammaði hann fyrir að
drekka alltaf svona. Sagði hann
þá að hann ætlaði ekki að
drekka meira og dró upp litla
flösku og stillti henni út I
glugga og í þessari flösku var
rauðleitt vín. Síðan gaf hann
mér flöskuna (þessi strákur
drekkur æði mikið).
Þá eru draumarnir búnir. Ég
vonast til að þeir fái birtingu.
Kær kveðja,6131-9840.
Fyrri draumurinn er nokkuð
einkennilegur en þó held ég að
ég verði að spá þér giftingu sem
líklega ber mjög undarlega að (ef
til vill brátt) og sitt mun sýnast
hverjum. Margt bendir til að þú
verðir mjög taugatrekkt í
kringum brúðkaupið og jafnvel
svo að þú takir það út í
veikindum. Reyndu að hafa
þig hæga og spenna bogann ekki
of hátt þegar að þvi kemur (sem
er ekki ljóst af draumnum).
Framtíðin lofar góðu þrátt fyrir
byrjunarörðugleika.
Seinni draumurinn er einfald-
lega fyrir vætutíð og góðri fram-
tíð.
Gullhringir og
eyrnalokkar
Kæri draumráðandi.
Þú værir mjög góður ef þú
vildir ráða þessa drauma fyrir
mig því að mér finnst þeir
tákna eitthvað. Mig dreymdi
þá snemma I ágúst. Fyrsti er
svona: Mér fannst ég vera I
banka sem pabbi minn setti
peningana sem voru í bauknum
mínum I fyrir 10-12 árum. Ég
fór í þennan banka og bað um
bankabókina mína. Ég fékk
hana og inni I henni voru 40
nýkrónur en I plastinu sem er
utan um bókina voru tveir
hringir sem mér fannst vera úr
gulli. Annar var mjög fínlegur
með bleikum steini en
helmingurinn var farinn af
hringnum (bara vír eftir). Mér
fannst eins og systir pabba
hefði gefð mér hann
(hringurinn var mjög líkur
hringsem mamma mín á).
Hinn hringurinn var breiður að
framan en mjór að aftan. Það
var grafð eitthvert munstur á
hann að framan en ég sá það
ekki almennilega. Það var
eitthvert dót I eldspýtupakka
sem ég tók ekkert eftir hvað
var og þá var draumurinn
búinn.
Annar draumur: Mér fannst
ég vera inni í eldhúsinu heima
hjá mér og kona manns sem
var í heimsókn hjá okkursagði
við mig: Ó ég missti gulleyrna-
lokkinn minn I gólfð, geturðu
fundið hann? Ég settist á
gólfið ogfór að leita ogfann
eyrnalokkinn hennar. Svo
leitaði ég meira og fann sex
svipaða eyrnalokka. Mér fannst
þeir vera óekta. Og þá var
draumurinn búinn.
Þriðji draumurinn: Mér
fannst ég vera búin að týna
eyrnalokk sem ég á. Eyrna-
lokkurinn var minnir mig eins
og hjarta I laginu. Svo fannst
mér ég hafa spjald stórt sem
var þéttset l eyrnalokkum. Mér
var boðið að eiga einhvern af
þeim en ég vildi ekki nema
alveg eins og ég týndi en það
var enginn þannig og þá
afþakkaði ég boðið. Þannig
endaði sá draumur.
Með fyrirfram þökk,
Stelpa.
Það blæs ekki byrlega fyrir
fólkinu í kringum þig í ástar-
málum og þú mátt alveg búa þig
undir erfiðleikatímabil í sam-
skiptum við fjölskylduna en það
er að litlu leyti af þínum
völdum. Þar er fremur um að
ræða annarra manna vandamál
sem munu að einhverju leyti
bitna á þér. Þú gerðir mjög gott
ef þú reyndir að sjá hlutina í
réttu ljósi og taka ekki of
persónulega það sem þér finnst
beinast að þér. Orsakanna
virðist vera að leita annars
staðar. Líklega mun eitt hjóna-
band fara í súginn en annað
bjargast naumlega (þetta getur
einnig átt við ástarsambönd,
hugsanlega þín en sennilega
annarra). Þú skalt vara þig á allri
óreiðu.
Næsti draumur er í öðrum
dúr. 1 honum og þriðja
draumnum einnig ertu vöruð
við að vera of mikið fyrir innan-
tómt prjál og yfirborðsmennsku,
einnig að leggja ekki of mikið
upp úr einhverri glansmynd af
sjálfri þér heldur reyna að vera
einlægari og eðlilegri í um
gengni. Seinasti draumurinn
bendir reyndar til að þér takist
það þó þér finnist ef til vill að
þú hafir misst af einhverju.
Skop
Hcyrðu. Ertu að hlæja eða gráta?
Sé þctta innbrotsþjófur skaltu bara
fara niður sjálf. Hann vcrður örugg-
lega skíthræddur.
Það var þér líkt að leggjast svo lágt
að leita að sönnunum.
Því miöur, hcrra minn. Þér getið
ekki fengiö „þaö sama og hann
þarna.” Þetta er eiginkona hans.
8. tbl. Vikan 51