Vikan - 25.02.1982, Qupperneq 63
að vera heil heilsu og vel
þroskuð líkamlega til þess að
geta tekið pilluna. Læknir
skoðar hana því áður og verður
að segja til um hvort allt sé í lagi.
En það eru til fleiri getnaðar-
varnir en pillan. Smokkur eða
hetta ásamt sæðisdrepandi
kvoðu er hættulaus getnaðar-
vörn og að mörgu leyti hentugri
ungu fólki.
Stelpur geta hugsanlega misst
meydóminn með því að troða
einhverju inn í leggöngin en ef
þú ert að hugsa um hvort það
geti gerst við notkun bómullar-
tappa sem algengt er að stelpur
noti við blæðingar er það mjög
ósennilegt.
Það er ekki gott að segja til
um hver sé rétti aldurinn til að
stofna til barneigna og sam-
búðar. Pósturinn hefur þó alltaf
verið þeirrar skoðunar að betra
sé að bíða með slíkt í það
minnsta fram yfir tvítugt. Ungt
fólk á að læra og þroskast vel
áður en það bindur sig.Hjóna-
skilnuðum fer ört fjölgandi og
ein ástæðan er talin sú að fólk
eignist börn og hefji sambúð
áður en það sé nægilega undir
það búið. Unga fólkið er ef til
vill yfir sig ástfangið í byrjun en
þegar ástarbruninn tekur að
renna af því, eins og oft vill
verða, er það ekki nógu þroskað
til að horfast i augu við hina
ýmsu erfiðleika sem á veginum
verða og leysa þá í sameiningu.
Pósturinn
Það liggur ekkert á.
Maðurinn er barn og unglingur
aðeins lítið brot af ævi sinni en
fullorðinn lengi lengi. Æskan er
það sem svo margir þrá seinna
meir (ef til vill vegna þess að þeir
flýttu sér svo að verða fullorðnir
að þeir gleymdu að njóta hennar
til fulls). Hvers vegna þá að vera
að flýta sér? Njótið æskunnar og
ástarinnar, ekkert liggur á að
axla ábyrgð þá sem barneignir
og sambúð hafa í för með sér.
Pósturinn er hættur að svara
spurningum um aldur, skrift og
stjörnumerki, aðallega vegna
þess að hann var að drukkna í
þessum spurningum og til þess
að gera öllum jafnt undir höfði
var hreinlega hætt algjörlega að
ansa þessu fyrir tæpum tveimur
árum. Þetta hefur oft verið tekið
fram en það er eins og sumir
lesendur hafi ekki meðtekið
þetta ennþá. Hafi Pósturinn
verið of frekjulegur þykir
honum það leitt og biðst vel-
virðingar á.
Það er ekki oft sem strákar
skrifa og spyrja um getnaðar-
varnir og það er ánægjulegt að
vita til þess að þessi mál eru ekki
einkamál kvenna eins og
stundum mætti halda. í staðinn
ætlar Pósturinn að gera eina
undantekningu og giska á aldur
þinn. Þú ert svona 16-17 ára?
Líkams-
æfingar
Hæ Pósti.
Við erum hérna tvær með
nokkur aukadekk á maganum
og fleira af því tagi. Þar sem
okkur líst ekki nógu vel á það
œtlum við að spyrja þig um
það hvort Vikan gæti nokkuð
birt prógram fyrir þær stelpur
sem vilja æfa þrekþjálfun og
losa sig við slenið og fituna. Ef
þú gerir þetta ertu algjört æði.
Tvœr að drukkna I spiki.
Pósturinn getur upplýst að á
döfinni er að birta þætti um
líkamsæfingar og þjálfun, sem
hægt er að stunda heima, fyrir
þá sem þurfa að styrkja sig og
grennast. Þessir þættir eru í
vinnslu og ættu að birtast þegar
líður að vetrarlokum.
Skop
Marta var mjög úrræöagóð þegar byssubófarnir birtust. Hún faldi gim-
steinana í munninum. Verst að tcngdamamnta skyldi ekki vera hér — þá
hefðum viö geta bjargað litsjónvarpinu líka.
„Go gva lillinn er góður!” — hjálpi
mér allir heilagir! Má ég mæla með
að þér sækið námskeið í framsögn,
frú mín góð.
8. tbl. Vikan 63