Vikan


Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 9

Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 9
Vikuferð um Danmörku - II Dómkirkjan í Maribo. morgungöngu í dáfallegum görðunum við Fuglsang höllina, sem byggð er í gotneskum endurreisnarstíl. Örskammt frá Nysted er svo Aalholm kastali, stór bygging frá 12. öld, sem mundi sóma sér vel í einhverju ævintýrinu. Og þeir, sem hafa áhuga á forn- bílum, geta skoðað um 200 slíka á Aalholm Automobil Museum. Þar gefur einnig að líta módel- járnbraut á um 600 fermetrum, eimreið módel 1850 fer á klukkustundar fresti til strandarinnar og aftur til baka, og á milli safnsins og kastalans gengur sporvagn, dreginn af hestum. Maribo er næsti viðkomu- staður, en þar látum við okkur nægja að skoða dómkirkjuna, sem stendur í fögru umhverfi við Söndervatnið, því nú er stutt í villidýragarðinn í Knut- henborg. Herragarðurinn Knuthenborg hefur verið i eigu sömu ættar allt frá 1684, og grunnurinn að núverandi skemmtigarði var lagður fyrir meira en 100 árum, þegar 600 hektara svæði var skipulagt i enskum garðstíl. Til norðurs liggur garðurinn að hafi, en er að öðru leyti umluktur 2 m háum granítmúr. í garðinum eru yfir 500 tegundir lauf- og barrtrjáa úr öllum heimshornum, og þar gefur einnig að líta sjö litlar hallir í enskum stíl. En aðalaðdráttar- aflið hafa að sjálfsögðu villtu dýrin, sem reika þar um grundir og skóga. Árið 1970 var Knuthenborg- garðurinn opnaður almenningi sem safarigarður. Malbikaðir vegir liggja um svæðið, og dýrin láta ekki bíla á hægri ferð raska ró sinni. Stundum getur jafnvel reynst örðugt að komast leiðar sinnar fyrir blessuðum dýrunum, sem vitanlega eiga allan rétt. Hættulegustu dýrin eru að sjálfsögðu i traustum girðingum, en þær eru rúmgóðar og einnig hægt að aka um þær. Það er óneitanlega talsvert æsandi að aka um svæðið, sem geymir síbirísk tígrisdýr. Við inn- ganginn er mönnum afhent blað með strengilegum fyrirmælum um hegðan alla. Þessir stóru, XO. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.