Vikan - 11.03.1982, Qupperneq 9
Vikuferð um Danmörku - II
Dómkirkjan í Maribo.
morgungöngu í dáfallegum
görðunum við Fuglsang höllina,
sem byggð er í gotneskum
endurreisnarstíl.
Örskammt frá Nysted er svo
Aalholm kastali, stór bygging
frá 12. öld, sem mundi sóma sér
vel í einhverju ævintýrinu. Og
þeir, sem hafa áhuga á forn-
bílum, geta skoðað um 200 slíka
á Aalholm Automobil Museum.
Þar gefur einnig að líta módel-
járnbraut á um 600 fermetrum,
eimreið módel 1850 fer á
klukkustundar fresti til
strandarinnar og aftur til baka,
og á milli safnsins og kastalans
gengur sporvagn, dreginn af
hestum.
Maribo er næsti viðkomu-
staður, en þar látum við okkur
nægja að skoða dómkirkjuna,
sem stendur í fögru umhverfi
við Söndervatnið, því nú er stutt
í villidýragarðinn í Knut-
henborg.
Herragarðurinn Knuthenborg
hefur verið i eigu sömu ættar
allt frá 1684, og grunnurinn að
núverandi skemmtigarði var
lagður fyrir meira en 100 árum,
þegar 600 hektara svæði var
skipulagt i enskum garðstíl. Til
norðurs liggur garðurinn að
hafi, en er að öðru leyti
umluktur 2 m háum granítmúr.
í garðinum eru yfir 500 tegundir
lauf- og barrtrjáa úr öllum
heimshornum, og þar gefur
einnig að líta sjö litlar hallir í
enskum stíl. En aðalaðdráttar-
aflið hafa að sjálfsögðu villtu
dýrin, sem reika þar um grundir
og skóga.
Árið 1970 var Knuthenborg-
garðurinn opnaður almenningi
sem safarigarður. Malbikaðir
vegir liggja um svæðið, og dýrin
láta ekki bíla á hægri ferð raska
ró sinni. Stundum getur jafnvel
reynst örðugt að komast leiðar
sinnar fyrir blessuðum
dýrunum, sem vitanlega eiga
allan rétt.
Hættulegustu dýrin eru að
sjálfsögðu i traustum girðingum,
en þær eru rúmgóðar og einnig
hægt að aka um þær. Það er
óneitanlega talsvert æsandi að
aka um svæðið, sem geymir
síbirísk tígrisdýr. Við inn-
ganginn er mönnum afhent blað
með strengilegum fyrirmælum
um hegðan alla. Þessir stóru,
XO. tbl. Vikan 9