Vikan


Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 51
Draumar Viöhald eigin- mannsins Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða þennan skrytna og ruglingslega draum. Ég er gift og búin að vera það í 15 ár. Jœja, þá kemur ruglið. Mér fannst ég vera viðhald mannsins míns. Ég og konan hans vorum vinkonur og hún vissi um þetta allt og var ánægð yfirþví. Við vorum öll í útilegu, þar var fullt af fólki (sem ég man ekki hvort ég þekki). Fólkið var með mörg börn. Grjótskriða kom og allir hlupu um allt og reyndu að bjarga sér undan henni. Ég var alveg á fullu við að bjarga börnunum og allt I einu fór að gjósa eldur upp úr smá fjaUi sem var þarna. Við hlupum öll undan. Það köstuðust glóandi steinar um allt. Svo vorum við allt I einu komin til Reykjavíkur og ég var orðin ófrísk. Eg var alveg ofsa glöð yjir þessu og hoppaði af kæti. Hún gat ekki átt barn svo ég spurði hvort hún vœri ekki líka glöð, hún gæti passað það stundum, svo mundi ég líka leyfa henni að hafa það smátíma. (Ég man ekki hverju hún svaraði.) Svo spurði ég hann en hann svaraði því að honum væri alveg sama. (Við eigum fjögur börn.) Síðan fannst mér við vera komin inn í stóra verslun. Ég vildi fá að kaupa eitthvað sérstakt en hann vildi það ekki og við fórum að rífast um það. Hún var með okkur þarna og þau gengu saman, ég labbaði á eftir þeim. Þá hitti ég systur mína sem heitir F. Við sáum tága- körfu, fóðraða með rauðu og bleiku. Viðhaldið og systir mín vildu bæði kaupa sömu körfuna. Það var bara ein karfa eftir í þessari stærð, það var ávaxtasett eða eitthvað svoleiðis I henni. Hún átti að kosta 55 krónur. Við vorum að furða okkur á þessu lága verði og það endaði með því að hann fékk körfuna. Síðan gengum við lengra og komum að borði sem alls konar drasl var á. Þar voru tveir menn. Konan hans vildi endilega fara þangað og við gerðum það. Þá fór hún að rífast við annan þessara manna og sagði að hann vœri ókurteis og ruddamenni og svo væri hann líka leigubílstjóri en hinn væri svo kurteis að þau skyldu versla við hann. Þar hitti ég aðra systur mína L. Hún var að skoða leðurkápur á dætur sínar (H. og S.). Ég sagði við systur mína að þarna væri kápa eins og ég keypti á S. dóttur mína. Hún vildi kaupa þannig kápur en fékk ekki tvœr eins og hœtti við. Konan og maðurinn hennar (minn) stóðu enn þarna hjá stóra borðinu. Hún var að rugla um þessa menn. Þeirgláptu bara á hana því þeir þekktu hana ekki neitt. Þá var ég allt I einu komin á spítala. Ég man ekki eftir neinni fæðingu nema ég var að vakna eftir svæfingu, ég var með næringu í œð. Þá kom skrýtin gömul kona og sleit nálina úr hendinni á mér. Stúlka I næsta rúmi sagði mér að hún gerði þetta alltaf þegar hún gæti. Þarna var líka gömul kona I rúmi, hún tók nálina líka úr henni. Það var kallað á hjúkrunarkonu og hún fór með þessa skrýtnu konu út. Ég vildi enga heimsókn fá til að reka alla burt. Svo kom læknirinn og sagði að ég væri búin að eiga barnið. Ég var hissa á því en spurði ekki að neinu og veit ekki hvort það var drengur eða stúlka. Það var bara talað , um barnið. Síðan varð klukkan 11. Þá kom þessi skrýtna kona aftur. Þá var allt I einu kominn karlmaður í eitt rúmið. Konan fór beint til hans. Þá sá ég að hann var með plast I munninum og nál I því, eins og maður er með þegar maður er með í æð. Hún tók nálina úr. Maðurinn fór fram úr og að vaskinum og saug vatn I gegnum plastið. Þá sagði stúlkan, sem lá þarna líka, að hún kœmi alltaf klukkan 11 og gerði þetta við manninn. Ég sagði henni að nú ætlaði ég bara að fara. Þarna væru sko allir snarvitlausir. Hún sagði mér að bíða, það yrði voða gaman, hjúkkurnar myndu dekra við okkur. Ég man ekki eftir að hafa verið þarna lengur. Svo fór ég í eftirskoðun, það var á laugardegi. Ég var að hugsa um á leiðinni að þetta væri skrýtinn dagur til þess. Þegar ég kom á læknastofuna voru þar margir menn og þeir ráku mig út. Ég var orðin hrædd við þá. Þá kom læknirinn fram (mér fannst það vera X.). Mérfannst það skrýtið þvíþetta var ekki á læknastofunni hans og hann var ekki I slopp eins og hann var vanur. Hann kallaði á mig og spurði mig, þegar ég kom inn, hvort ég hefði séð unga stúlku frammi eða úti. Ég sagði nei við því og hugsaði, það er ábyggilega viðhaldið hans. Lengri varð þessi draumur nú ekki. Ég ætla nú að hætta þessu skrifæði en ég hef einu sinni skrifað áður. Það eru mörg ár síðan og það hefur allt komið fram. Síðan vil ég þakka ykkur fyrir allt og allt. Þið ættuð að sjá allar Vikurnar mínar. Ég á marga stóra pappa- kassa. Er ekki hægt að fá möppur eða láta binda hana inn eða eitthvað, því ég er að safna Vikunni. S.E. Draumráðandi þakkar góð orð til Vikunnar og hefur komið tillögunni um möppur á framfæri. Það væri athugandi fyrir þig að láta bókbindara binda Vikurnar inn því þannig færðu skemmtilegri eign til frambúðar. Þessi draumur getur verið tákndraumur en líka er mögu- legt að þarna sé um að ræða hugsanir þínar í vökunni, sem endurspeglast í draumi. Þannig geta hugsanirnar tekið á sig ótrúlegustu myndir. En ef við gerum ráð fyrir að um tákn- draum sé að ræða er ráðningin samt sem áður síður en svo einföld. Miklar breytingar verða á högum þinum á næstunni og í því sambandi er mikilvægt að þú hafir fulla stjórn á skapinu. Erfiðleikar og leiðindi verða óhjákvæmilegir fylgifiskar þessara breytinga og um tíma áttu í miklu hugarstríði. Með því að hafa fullt vald á skaps- mununum og reyna að líta á málin frá fleiri en einni hlið muntu komast frá þessu og þegar tímar líða sérðu að þessir erfiðleikar hafa orðið þér til ávinnings og þú stendur mun sterkari eftir. Skop ÍO. tbl. Vlkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.