Vikan


Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 15

Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 15
ast meö þeim. Ég á mjög gott sem leikstjóri og leggst undir feld eftir frumsýningu en þeir þurfa að halda áfram, stundum svo vikum og mánuðum skiptir með sitt eina verkfæri, líkamann og sálina. Mér finnst íslenska áhorfendur oft vanta skilning á því álagi sem hvílir á leikaranum og þeim krafti sem hann þarf að búa yfir til að standa sig í stykkinu. Stundum er ekki hægt að kalla þau viöbrögð annað en dæmalaust virðingar- leysi, svo ekki sé nú minnst á róg- burðinn sem þessi atvinnustétt þarf aö búa við. Mér finnst þaö hreint skelfilegt. Ég veit ekki hvers vegna þetta er svona. Ég held nú, sem betur fer, að þetta sé eitthvað aö breytast. Það skal breytast. Ég leyfi mér að segja það hreint út því í tvennum skiln- ingi elska ég leikara. Ég vinn með þeim og er gift einum þeirra. Þaö væri betra ef eitthvað væri til í öllum þessum söguburöi um rosaleg ástarmál og ástar- sambönd sem eiga víst að eiga sér stað innan veggja leikhússins. En því miöur, þó ekki væri nema að- okkur hefur gengið að leita fanga í leikritiö. Til dæmis vantaði okkur verðlaunapeninga því að faðir Haralds á að hafa veriö mikil íþróttahetja. í staðinn fyrir að þurfa aö búa þá til vildi svo vel til að leiksviðsstjórinn átti þá í fórum sínum og lánaði til sýningarinnar. Einnig vantaði okkur byssu, kjör- grip mikinn, sem á að vera eitt helsta yndi húsbóndans. Við á öllum æfingum því hún þarf að velta fyrir sér til dæmis hvernig leikkonan Margrét komi sem best út í hlutverkinu Unnur. Ef önnur leikkona hefði leikiö þessa persónu hefði útkoman kannski orðið allt önnur. Leikmyndin sprettur út úr leik- ritinu og uppsetningunni. Þetta er ekki raunverulegt hús með vegg- fóðri á réttum stöðum. Þetta hús og hugarheimur fólksins rennur að vissu leyti saman. Við reynum í uppsetningunni og með leikmynd- inni að sýna innra líf og bakþanka fólksins, útvíkka þaö sem viö er- um að segja með því að mála skýrum og sterkum litum, línum og hreyfingum. Leikmyndin samanstendur að mestu leyti af sófa, skáp, stól, ljós- mynd og klukku. Með því er reynt að koma í veg fyrir að áhorfand- eins vegna þess hve vinnuálagið er mikið, þá hefur enginn döngun í sér til að sinna slíkum málum af þeim ofurmannlega krafti sem söguburöurinn vill vera láta. En svo viö snúum okkur aö Grasmaðkinum aftur þá hefur þetta veriö mjög þægileg upp- færsla. Éáir leikarar. Leikritið gerist hjá venjulegri fjölskyldu í Reykjavík. Húsbóndinn heitir Haraldur (Gísli Alfreðsson) og seinni kona hans Unnur (Margrét Guðmundsdóttir). Hún er að vestan. Á heimilinu er einnig dótt- ir Haralds af fyrra hjónabandi, Greta. (Tvær 14 ára stúlkur, Halldóra Geirharðsdóttir og María Dís Cilia, leika hana til skiptis.) Síöan kemur inn í leikrit- ið ungur piltur, Bragi (Sigurður Sigurjónsson), sem er systursonur Unnar. Það eru sárir þungdrama- tískir tónar í því hlutverki. Kannski er Bragi sá aðili sem túlkar einna skýrast skoðun höf- undar. Þá er ótalinn bróðir Haralds (Hjalti Rögnvaldsson) sem á vissan hátt er örlagavaldur í lífi húsbóndans og reyndar í öllu leikritinu. Þetta er venjulegt hversdags- legt fólk, rétt eins og ég og þú. Og það er mjög skemmtilegt hve vel héldum að viö þyrftum að skrifa til útlanda og panta eina slíka en þá kom í ljós að dyravörðu’rinn hér í húsinu er mikil skytta og er þaö byssan hans sem við notum í sýn- ingunni. Hiö sjónræna skipar stóran sess í sýningunni. Þar kom Ragnheiður Jónsdóttir inn í myndina. Leik- myndin er úthugsuð, litir og bún- ingar verða aö vera í samræmi við persónurnar. Ragnheiður var með inn gleymi sér við að virða fyrir sér blóm á veggfóðri eða innbú sem skiptir engu máli fyrir sögu- þráðinn. Við höfum reynt aö strika út óþarfa hluti til aö orð höfundar- ins og list leikarans fái að njóta sín sem best. — Mitt verk á ekki að sjást. Það eru bestu sýningarnar þegar þrautunnið verk leikstjórans virö- ist tilviljun í uppsetningunni. Þetta er list andartaksins.” 16. tbl. Vikan IS

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.