Vikan


Vikan - 21.04.1983, Side 20

Vikan - 21.04.1983, Side 20
S YSTRAKÆRLEIKUR FRAMHALDSSA GA meö brosandi andliti Díönu Stewart upp aö nefi hennar. „Svo þaö er þangað sem þú hefur verið aðfara! Þúhefurlogiöaömér.” „Við skulum fara og drepa hana, Jóel. Við drepum hana og tökum hana meö okkur heim.” „Þú ert búin aö sjá hana, er það ekki?” spurði Jóel reiöilega. „Viö erum í sama ballettskóla, þorskhaus.” Jóel andvarpaöi þreytulega, sagði svo grimmdarlega og ákafur: „Hefur hún séð þig, Laurie? Ef hún hefur séð þig verðurðu að segja mér það. ” „Það kemur þér ekki rassgat við.” „Skilurðu ekkert? Ef þeir ná þér taka þeir þig frá mér.” Nú var hann farinn að biðja hana. „Skil- urðu það ekki? Ég er að þessu fyrir þig.” „Hvernig stendur þá á því aö þú hefur aldrei gefið mér neitt svona?” Laurie lyfti kjólnum og iðaði öll í bleikum knipplinganær- buxum sem pössuðu henni full- komlega. Jóel leit út eins og einhver væri að leika sér meö logandi sígarettu á iljum hans. „Hvar náðiröu í þetta? ” spurði hann. „Ég tók þær heima hjá henni.” „Ertu orðin alveg frá þér að fara þangað?” Nú æpti Jóel á hana. „Hvar annars staöar ætti ég að ná í þær, ýldupungur? Viður- kenndu það, Jóel, þú hefur aldrei kært þig um aö ég líti út eins og falleg stúlka.” Jóel talaði við gólfið, röddin heyröist naumast. „Ég vildi ekki aö þú færir frá mér. Þú hefðir fariðfrá mér.” „Ég hata.iúgf ” orgaði hún. „Ég hata þig af öllu hjarta.” „Þú veist aö ég myndi gera allt fyrir þig,” sagði hann. Núna var hann ekkert nema eymdin. „Þú veröur bara að sverja að þú farir aldrei frámér.” Augu hennar glenntust upp af spenningi og fyrirheiti. „Ég sver það, Jóel. En þú verður líka að sverja nokkuð. Þú getur gert mig einsoghana.” Hann starði inn í soltin augu hennar, skilningsglæta kviknaði í andliti hans og allt í einu vissi Laurie að allt myndi verða í lagi. Díana var búin að sitja tímunum saman á legubekknum í dimmri stofunni. Augu hennar flöktu um herbergið, leituðu áköf aö minningum um Tom: tennis- spaöanum sem hallaðist upp að sjónvarpinu, blaöagrindinni úr plasti sem var úttroðin af fjár- málaskýrslunum hans. Augnaráð hennar reikaði að safni ballerínu- styttanna sem stóð á arinhillunni. Jafnvel í myrkrinu sá Díana að stytturnar voru ekki eins og hún haföi skilið við þær. Af hverju hall- aðist litla ballerínan í bláa búningnum og með hvítu kór- ónuna klaufalega upp að veggnum? Ottakvein braust af vörum hennar. Hún stóð upp til að aðgæta þetta betur og greip fyrir munninn til aö kæfa niður óp. Litlu stytturnar hennar stóðu þarna enn, en allar höfðu veriö skemmdar hræðilega. Vinstri fót- leggurinn hafði verið brotinn af þeim öllum líkt og tannstöngull. Hún hljóp inn í svefnherbergið, fann ferðatöskuna sína og kastaði henni á rúmið. Hún þreif upp fang- fylli af fötum og tróð þeim í töskuna. Hún rótaöi til í skápnum, sleit kjólana sína af herðatrján- um. Þangað til hún kom að brúðarkjólnum. Hún tók hann var- lega út úr skápnum og hélt honum upp fyrir framan sig. Henni leið eins og hún væri að skoða miða á leikrit sem hún myndi ekki fara á vegna þess að maðurinn sem hún ætlaði með hefði dáið. Hún bar kjólinn upp aö líkama sínum, gekk að langa speglinum og ætlaði að skoða sig í síðasta sinn. Ljóti, guli bletturinn, sem hafði breiðst yfir neðri hluta kjólsins, leyndi sér ekki. Þó gat hún ekki trúað þessu. Hún bar kjólinn upp að nefinu og fann greinilega hlandlykt. Það var liðin tíð að hún biði eftir því að húsið hryndi á hana. Fjúk- andi reið þrammaöi Díana að garðdyrunum og opnaði upp á gátt. Op braust upp úr lungum hennar; óttablandin bræði sem bergmálaði í næturloftinu. „Eg er enn hérna, helvítið þitt, svo þú skalt koma og ná mér! Komdu! Ég er að bíða eftir þér! ” Raddstyrkur hennar kom henni á óvart en svo gerðist nokkuð svo yfirgengilegt að jafnvel á næstu hræðilegu andartökunum var Díana sannfærð um að hún væri búin að missa vitið. Andlit birtist skyndilega í myrkrinu, fáeina þumlunga frá andliti hennar; andlit sem Díana þekkti strax sem sitt eigið, þrátt fyrir að það var óhreint, umlukt klesstu hári og afmyndað af bræði. „Ég vil fá hann aftur, rottan þín!” skrækti andlitið, hvíslaði hranalega, tryllingslega. „Ekki, nei?” Díana æpti upp yfir sig. Hún hörfaði inn í stofuna, ringluð, óttaslegin, þar til hún fann fyrir einhverju að baki sér og áttaði sig á aö hún komst ekki lengra. Díana þrýsti sér upp að veggnum. Hún fann að vöðvar hennar urðu máttvana af skelf- ingu. „Ég ætla að breyta þér í plokk- fisk,” hvæsti innrásarmaðurinn og lófi þrýsti vanga Díönu upp að múrsteinsveggnum. Hræðsla og móðursýki böröust í andliti Díönu. „Taktu hvað sem þú vilt,” grátbað hún þegar henni tókst að koma upp orði. „Gerðu það. Þú mátt fá hvað sem er. ” Stúlkan teygði út höndina og setti fingurna hikandi á vinstri fót- legg Díönu. Tryllingslega hægt hreyfði hún höndina undir pils Díönu og upp eftir lærinu. Þetta voru bæöi hátíðleg og lostafull atlot. „Nú er komiö að þér,” hvíslaði ljótt andlitið. „Finnduminn.” Stirð af ótta fann Díana þrýsting milli fóta sinna. Stúlkan hafði troðið hnénu milli læra Díönu. En þetta var ekki eins og hné. Það var harðara en svo. Það var lífvana. „Ég sagði, finndu á mér löppina,” æpti stúlkan. Heitur og fúll andardráttur hennar gusaöist framan í Díönu. Díana sneri höfðinu undan en gerði eins og henni var sagt. Hún fann fyrir einhverju þéttu og köldu og eftir augnabliks vantrú fann hún að hönd hennar snerti málm og plast. „Hvemig er þetta, ógeðið þitt? Gott að koma við það, ha? Slétt eins og barnsrass.” Taugar Díönu brustu. Hún æpti upp yfir sig. Snöggur hvítur ljós- glampi smaug í gegnum myrkriö og áður en Díana gat gert sér grein fyrir hugsuninni hafði hún ósjálfrátt brugðist viö vopninu sem var á lofti. Hún kastaði sér þunglamalega til hliðar andartaki áður en hnífurinn stakkst í vegg- inn þar sem vinstri fótleggur hennar hafði verið. Díana sleit sig lausa og æddi inn í eldhúsið. Rafmagnsskurðhníf- urinn lá á borðinu. Hún tók hann upp og kveikti á honum, stóð svo þarna í myrkrinu og hélt hnífnum fyrir framan sig eins og sverði, beið þess að árásarmaðurinn gerði nýja atlögu. Hún stóð þama lengi, eina hljóðið í þöglu húsinu var suðið í rafhlöðuknúnum hnífnum. Innrásarmaðurinn var horfinn. Það tók Allen lækni nokkra stund að átta sig á að hann var ekki að dreyma, að það væri raunar einhver þarna úti og berði á dymar hjá honum um miðja nótt. Þegar hann hafði lokið upp var hann líka nokkra stund að bera kennsl á ringlaða og tætings- lega mannveruna sem stóð úti fyrir. Hún var tryllingsleg til augnanna, vissi ekki sitt rjúkandi ráö, var í miklu uppnámi og orðin ultu af vörum hennar, hnutu hvert um annað í ótta og flýti. „Ég verð að tala við þig. Mér þykir fyrir því að hafa vakiö þig. Hún sló mig og ég gat ekki stöðvað hana. Hún var í húsinu. Hún ætlaði að ná í fótinn minn. Hún reyndi aö skera hann af.” „Hver réðst á þig, Díana?” spurði hann og leiddi hana að legu- bekknum. „Hún ætlar að koma aftur. Ég veit að hún ætlar að gera það. Stúlkan var með sveðju og hún var lík mér.” Síðasta setningin ýtti Allen lækni á dýpi sem hann var ekki viðbúinn að synda á. „Við hvað ertu hrædd, Díana?” Við hvaða svari sem Allen læknir kunni að búast, bjóst hann ekki við svarinu sem hann fékk. „Ég á tvíburasystur, er þaö ekki?” Þetta var svo furðuleg spurning fyrir Allen lækni að sem snöggv- ast gat hann ekki annað en starað á Díönu. Kringumstæðurnar við fæðingu hennar voru grafnar og 'gleymdar hvað gamla lækninn snerti. Hann ætlaði ekki að ljúga en hann kærði sig ekki um að segja henni neitt sem kæmi henni í meira uppnám en hún þegar var í. „Það er liðið, bamiö mitt, hirtu ekki um það,” sagði hann hikandi. „Hvað ertu að fela fyrir mér?” spurði Díana biðjandi, mjóróma af algerri örvæntingu. Allen læknir dró djúpt andann og tók ákvörðun. „Ef til vill hefðum við átt að segja þérþetta, Díana, en þaö var aldrei ástæöa til þess. Faðir þinn, guð blessi sál hans, kærði sig ekki um að neinn vissi af þessu, ekki einu sinni 20 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.