Vikan


Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 32

Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 32
FRAMHALDSSAGA un. Kom um klukkan hálfsex og þá var búið að brjóta hurðina hjá mér og á mottunni lá miði frá ungfrú Craig þar sem hún býður mér að heimsækja sig og ræða einhvern misskilning á milli okkar. Eg botna ekkertíþví.” „Var það þess vegna sem þú hringdir hjá henni? ” „Eg ætlaði ekki að fara í heim- sókn svona snemma en ég var bara búinn að vera nokkrar mínútur inni þegar ég heyrði þessi læti að neðan, eins og fílar væru að dansa rúmbu. Svo heyrðist brot- hljóð, borð fauk út um gluggann og glerbrot út um allan blettinn. ’ ’ „Svo þig hefur grunaö aö eitt- hvaðværiaö.” LEIKSOPPUR „Af minni alkunnu kænsku gerði ég ráö fyrir þeim möguleika.” „Og hefur hraðað þér niður? Hvernig leit hann út,” spurði sjúkraliðinn forvitinn, „þegar hann komtil dyra?” „Rétt eins og þú eða ég. Hann var með morgunslopp á hand- leggnum. Eg spurði hvort nokkuð væri að og hann sagði: Nei, en það var vingjarnlegt af þér að athuga það. . . Mjög kurteis. Síöan spurði hann mig að nafni. Eg sagði hon- um það, Peter Felgate. Og þá dró hann hnífinn fram undan sloppn- um og réðst að mér.” „Haltu áfram. Náöi hann aö stingaþig?” „Sem betur fer gat ég vikið mér til hliðar. Svo gaf ég honum kjafts- högg og eftir það,” sagði Felgate rólega, „var hann ekki til óþæginda.” „Ekki vildi ég lenda í þessu.” Sjúkraliðinn varð lotningarfullur á svipinn og leit síðan á Lindy. Sagðirðu eitthvað, vinan?” Felgate hallaði sér fram. „Hún er sennilega undir of miklum áhrifum deyfilyf ja. ’ ’ Hún muldraði eitthvað og Fel- gate beygði sig að henni. „Fyrirgefðu, ég heyri ekki.” „Eg hélt. . .að þú. . .byggir uppi.” Henni var þungt um andar- dráttinn. „Og gerðir hávaðann.” Felgate gretti sig. „Nú held ég aö ég skilji miðann frá henni,” sagði hann við sjúkraliðann. „Eg er hræddur um að það hafi verið Hal.” „Hver er Hal?” Sjúkraliðinn spurði fyrir hana og hún var hon- um þakklát. „Henry Braddock, vinur minn. Eg hef þekkt hann í nokkur ár.. Skrítinn náungi. Leikur smáhlut- verk í leikhúsunum. Hann var ný- skilinn við konuna sína og ég sagði honum að hann mætti nota íbúðina mína á meðan ég væri í burtu.” Felgate leit á hana. „Var hann til óþæginda?” „Eg held viö ættum að láta vera.. .” „Eg vil. . .koma þessu. . .á hreint. Att þú stereo? ” „Já.” sagði Felgate alvarlegur. „Eg sagði honum að hafa það lágt.” „Það var líka annars konar háv- aði. Eg heyröi. . .líka þegar þú komst heim.” Felgate varð vandræðalegur. „Eg get ekki skilið. . .” „Kannski fært til húsgögn?” stakk sjúkraliöinn upp á. „Eg hreyfði ekkert úr staö í morgun. Fótatak? Eg geng hljóð- lega um. Eg skil bara ekk- ert. . .Bíðum nú.” Felgate smellti fingrum. Eg hef einn af þessum gashiturum yfir vaskinum. Það heyrist hvellur í honum þegar maður kveikir. En þaö getur varla. . .” „Þetta er svarið,” sagði sjúkra- liðinn ákveðinn. „Tengdaforeldr- ar mínir lentu í þessu líka. Þau búa í háhýsi og í hvert skipti sem þau kveikja á gashitaranum leiðir hávaðinn niður með pípunum og hræöir líftóruna úr fólkinu fyrir neðan, það er aö segja þangað til þaö vandist því. Hefurðu haft þennan hitara lengi?” „Eg lét setja hann upp rétt áður en ég fór. Eg býst viö að Hal hafi notað hann öðru hvoru. Ég verð að látalítaáþetta.” „Hafðu ekki áhyggjur. Þetta bjargaði lífi mínu í morgun.” Hún reyndi að brosa. Mennirnir litu hvor á annan fyrir ofan hana. Þeir sveigðust til með hreyfingum bílsins. Peter Fel- gate, hugsaöi hún með sér, var eldri en hún hafði haldið. Nokkuð á fimmtugsaldri. Stórskorið andlit, snyrtilegt hár, nokkuð fariö að grána og þynnast. Traustvekjandi andlit, svolítið áhyggjufullt en kímið um leiö. Ekki óþægilegt að horfa á það úr sjúkrabörum. Hún dró aö sér andann eins djúpt og hún þoldi. „Ef þeir leita í íbúðinni hans. . .” „Já?” sagði Felgate í hvatning- artón. „Smokey erþar.” „Smokey?” „Kötturinn hans. Það þarf að líta eftirhonum.” „Eg skal sjá um það,” lofaði Felgate. Húnsofnaði. sðgulok / / f TOSHIBAER—562 KR. 7.555. Nú geta allir eignast stórkostlegan örbylgjuofn frá TOSHIBA og sparað tíma og verulegar f járhæðir í mat og orkukostnaði Toshiba er stærsti framleiðandi heims á örbylgjuofnum og búnaði fyrir þá. Tækninýjungar koma frá Toshiba, — það nýjasta, DELTAWAVE dreifing, gefur þér besta fáanleg- an árangur í matseld og bakstri. Þjónusta sem þér býðst ekki betri. Þú færð íslenskan leiðarvísi aðofninum, matreiðslubók og þér er boðiðá mat- reiðslunámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnar- kennara, menntaðri ítilraunaeldhúsi Toshiba í Englandi. Á námskeiðinu færðu fullkomin kennslugögn og uppskriftir á íslensku — Já, þetta allt stendur þér til boöa án auka- kostnaðar. Verðogkjör bjóðast ekki betri: Toshiba ER—562 kr. 7.500 — útborgun kr. 2.000 og eftirstöðvar kr. 1.500 á mánuði (að viðb. kostnaöi). Sláðu nú til og vertu velkominn íhóp ánægðra Toshiba örbylgjuofnaeigenda EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 48 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.