Vikan


Vikan - 26.05.1983, Page 5

Vikan - 26.05.1983, Page 5
EF þaö er á þínum persónulega óska- lista aö sjá meö eigin augum „alvöru- fatnað” frá stóru risunum í tísku- heiminum er vissara aö leggja land undir fót því slíkt rekur sjaldnast á fjörur okkar íslendinga. Eitt slíkt færi barst þó upp í hendurnar á dögunum þegar fatnaöur frá hinum fræga Giorgio Armani var sýndur á Breiö- vangi. Tilefniö var að fyrirtækiö Terma sf., með systurnar Sólrúnu og Sigrúnu Sævarsdætur í forsvari, kynnti á Islandi hans fyrsta ilmvatn. Þaö nefnist aö sjálfsögöu einungis ARMANI og minnir áþreifanlega á þá stefnu tískukonga 1 gegnum arin aö sa sem klæðist sköpunarverki þeirra skuli ilma í samræmi viö þaö. Þannig aö ef einhver er svo ófyrirgefanlega fáfróöur aö þekkja ekki fötin af færi mun honum hjálpað í návígi meö ilminum. Og þekki viökomandi ekki ilminn strax er honum hvort sem er ekki viðbjargandi áþessusviði. Það geröist ýmislegt fleira þetta kvöld á Breiðvangi, snyrtivörur frá Helenu Rubinstein voru í sviösljósinu, því fyrirtækið Terma sf. flytur þær til Islands og til áréttingar á tilvist þeirra voru á staðnum Claude Ury, aöalfram- kvæmdastjóri Helena Rubinstein í Evrópu, og greifynjan Erika Viginal, sem er almannatengslafulltrúi fyrir- tækisins í Evrópu. Sýnishorn af Armanivatninu voru afhent fyrr um kvöldiö og ilmurinn af því barðist hetjulegri baráttu viö reykjarmökk og aðrar lyktir og á stundum virtist hann ná nefi gestanna. Flestir biðu eftir sjálfri tískusýning- unni, vissu aö þarna voru Armaniföt á feröinni og því var áðurnefndur ilmur kannski ekki jafnnauösynlegt hjálpar- tæki og annars. Fötin komu líka aö vissu leyti á óvart því þarna var ekki mikið um þennan sérstaka bleika og rauða lit, sem Armani er svo þekktur fyrir, og einnig sáust varla lita- samsetningar eins og bleikt og grænt, sem áöur var svo einkennandi í fram- leiðslunni. Þó vantaði ekki alveg þessi áhrif og einkum var einn stuttur kjóll áberandi í þeim anda, virtist eins og sendur á sýninguna til aö minna a aö þarna væri raunverulegur Armani á feröinni. 21. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.