Vikan


Vikan - 26.05.1983, Side 32

Vikan - 26.05.1983, Side 32
Ui Fyrstu verðlaun Það var ekki tekið út með sældinni að velja milli þeirra mynda sem hlutu 1. og 2. verðlaun í sam- keppninni Hraði—hreyfing. Ritstjórn Vikunnar, ásamt sendli, tók þátt í úrskurö- inum og eftir mörg spakleg ummæli og jafnvel grófar ásakanir um heimsku, skilningsleysi og snobb varö ofan á að velja mynd eftir Bjarna Þór Bjarnason, Merkurteigi 4 Akranesi, í fyrsta sæti. Myndin er tekin á Ítalíu sl. sumar á Canon AE 1 á 1/30 úr sekúndu. Bjarni beitir þeirri tækni að fylgja par- inu eftir með myndavél- inni, smella af og hreyfa myndavélina áfram í sömu átt og hjólið fer. Þá verða þau skörp en bakgrunnur ó- skarpur og hreyfður. Myndin sem hlaut 2. verðlaun er tekin af Ragnari Sigurjónssyni í Vestmannaeyjum og er falleg í litum en hreyfingin er það mikil að smátíma tekur að átta sig á mótífinu. Þriðju verðlaun hlaut Ingþór Sveinsson, Mið- stræti 20 Neskaupstaö. í myndinni er mikill hraði og hreyfing en hún er sam- klippt úr fjórum stellingum skfðamannsins. Sam- klippingin er prýðilega gerð en myndin er nokkuð grá í eftirtökunni. Ingþór er skíðakennari á Húsavík og tekur markvisst myndir til að útskýra fyrir nem- endum sínum hvernig best er að hreyfa líkamann og sveigja f svigbrautum. Verðlaunin, sem verða send að 2—3 vikum liðnum, eru: 1. verðlaun kr. 1500, 2. verölaun kr. 1000 og 3. verð- laun kr. 500. Að auki birtum viö tvær myndir, önnur er skemmtilega gerð en upp- fyllir eiginlega helming verkefnisins, þ.e. hreyf- inguna en ekki hraðann. Höfundur er Kristján Logason, Þiljuvöllum 4 Neskaupstað. Hann tók myndina við útibú Útvegs- bankans í Kópavogi að kvöldi til; lýsti filmuna í 2 sek. en hreyfði síðan vélina upp og niður hluta af lýsingartímanum. Aö lokum birtum við mynd eftir Jón Eldon, Bogahlíð 26, af þremur Valsmönnum á hlaupum. Beriö hana saman viö mynd Bjarna — hér er hreyfing bæði í for- grunni og bakgrunni þannig að allt verður heldur loöiö. Mennirnir skera sig þó frá bakgrunni vegna þess að snjór liggur á jörðu. Myndavélin er Pentax ME Super, 135 mm linsa, hraöi 1/30 og filman er Fujicolor 100 ASA. 32 Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.