Vikan


Vikan - 26.05.1983, Page 44

Vikan - 26.05.1983, Page 44
FRA MHALDSSA GA grímu, lokaðar dyr aö heiminum. Ösjálfrátt ruggaði hún sér í skrif- borösstólnum, blind fyrir herberg- inu, heyrnarlaus á hljóð þess. Svikin! Þetta var ekki sanngjarnt! Fyrir heiðarleg mistök, fyrir aö leggja of hart aö sér! Tekiö burt. Alltaf tekið burt. Maöurinn, ánægjan. Peningarnir. Vinnan. VINNAN! „Nick, ég verð að fara.” Hún greip skjalatöskuna sína án þess að útskýra nokkuð. Hún leit yfir að lokuðum dyrum Mastermans, á Didi sem var að sverfa neglurnar fyrirframan. Bak viö þessa hurð sat Master- man kannski og hlustaöi á lög- fræðing Weiners. Bak viö þessa hurö var Masterman kannski að leggja á ráöin með að uppræta þessa erfiðu Suzannah, aö hreinsa til með því aö reka hana. „Nei! ” hvíslaði hún og flýtti sér út, barðist gegn vetrarvindinum. Auðveld svör „Nei!” sagði hún til að sanna tilvist sína meöhljóði. „Nei.” Hún léti ekki gera úr sér skugga og minningu. Þegar hún var komin inn í íbúðina sína barðist hún við löng- unina til aö gefast upp, komast framhjá raunveruleikanum með lyfjum eða áfengi. Hún skyldi reikna þetta út. Hún teygði sig eftir gulri minnisblokk og pennanum sínum. Hún ætlaði aöskipuleggja. Skrifa lista. Tölur. 1) Hlutabréfin seld fyrir $28.000. Sherwood tók það. Skulda Sherwood $10.000 í viöbót. 2) Skulda bankanum $30.000. Fjörutíu þúsund. En ekki nema 10.000 strax. Hún gat herjað þaö út úr bankanum. En æ, vinnan. Vinnan. Vinnan! Hugsa um peninga. Greiöa fyrst úr fjármálunum. Svo voru það þessi þrjátíu með djöfuls verðbólguvöxtunum mánuð eftir mánuð. Óhugsandi. Ef hún var at- vinnulaus, hvar fengi hún þá lán? Hún var ekki góður pappír. Pen. Ing. Arnir. Peningarnir. Peningarnir-peningarnir-pen- ingarnir. Fjandinn hirði Tully. Fjandinn hirði hann fyrir þaö sem hann reyndi að gera henni. Hver var ástæðan? Svo fór um hana hrollur. Hún mundi eftir snjónum og döguninni þennan þriöjudag og velti fyrir sér hvort skyndilegur brottreksturinn heföi komiö þessu af staö. Vissi svo að þaö var ástæðan. Að hann lagði á ráðin í sturtunni, kom fram og lagöi fyrir hana gildru. Og hún gleypti agnið hrátt. Hún velti fyrir sér hvað margir aörir hefðu veriö ámóta fórnarlömb og hún sjálf. „Ég á þetta ekki skilið!” hrópaöi hún og baröi í borðið. Hún hringdi aftur í númeriö hans, heyröi aftur rödd einkaritarans sem virtist gröm og sagði að Tully væri ekki viðlátinn. „Segðu helvítinu aö ég viti allt!” hrópaði Suzannah áður en hún skellti á. Laugawegi 58 Simi 13311 Sumarvörurnar verið komnar veikomin Seðlaveski Ótrúlegt úrval Ókeypis nafngylling Kínakoffortin vinsælu komin aftur. 3 stærðir — Htir. Póstsendum um land allt Ferðatöskur Ný sending ain kn Nýju sumartöskurnar komnar Töskur hinna vandlátu Þýskar tískutöskur frá rm Laugavegi 58 Simi 13311 fyrir ungu stúlkurnar. Leðurlíkitöskur Tískupokar Ferðapokar Geysilegt úrval Verð frá kr. 79,- Glæsilegt úrval af kjarnaleðurtöskum Ný sending af tölvuveskjum Ókeypis nafngylling fylgir hverju veski ESU Italskar kventöskur fra WdtM Ný sending var aö koma. Glæsilegasta úrval landsins. 44 Vikan ZI. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.