Vikan - 26.05.1983, Side 45
FRA MHA LDSSA GA
Hún nötraði. Hún hallaði sér upp
aö borðinu, veikburða, getulaus og
sigruð.
Og hvað með það þó hún „vissi
allt”? Hún var í samsærinu með
Tully, sem hann vissi vel. Jafná-
gjörn, jafnsek og hann, ef einhver
kæmist að því.
Hún var viss um að Tully hafði
bjargað sjálfum sér, hafði sloppið
með gróðann fyrir löngu. Hún
hafði verið skilin eftir til aö
drukkna. Glötuð. Notuð. Svikin.
Móðguð. Yfirgefin.
Og blönk.
Peningar. Peningar. Peningar.
Og þá fékk hún hugmyndina.
Chris. Peningar. Chris og pening-
ar, tvíburar frá fæðingu. Allir-
fyrir einn tilfelli. Pakkinn allur.
Svo augljóst aö hún hafði ekki séð
þaðfyrren núna.
Og hvað gerði það til? Þetta var
enginn tími til siðfræðivanga-
velta. Þetta var spurning um líf og
dauöa.
Peningarnir! Hún hringdi.
Hóra.
Hver sagði þetta? Hver hafði
rétttil þess?
„Chris?” sagði hún þegar hann
lyfti upp símtólinu. „Ég þarfnast
þín.”
„Sagði ég ekki að ég væri örlög
þín?” Hann var enn sólbrúnn og
það glampaöi á hvítar tennurnar
þegar hann brosti.
„Þú gerðir það. Og varðandi
örlög mín almennt...” Hún lýsti
klípunni sem hún var í með léttum
strokum listamannsins, setti
máliö þannig fram að hann skildi
það og samþykkti. „Ég er búin að
gera mörg mistök, skjátlast um
svo margt. Sumt hefur kostaö mig
fé, annað. . .” Hún lét hann um að
botna.
Hann kinkaði kolli og brosti
ánægður. Hann var maðurinn sem
hafði þekkt framtíðina, hafði haft
rétt fyrir sér í spádómum og
sjálfsmati, því hvað annað
staðfesti kall hennar? Það kom
enginn í staðinn fyrir Christopher
Barnes. Vissi hann ekki hvert átti
að fara, hvað átti að segja, hvað
að gera og hvernig og hvenær gera
það? Hafði hann ekki fullkomiö
tímaskyn, færni sem átti skilið
óskarsverðlaun? Voru sérstök
áhrif ekki sérgrein hans?
„Hvað peningana varðar,”
sagði Chris, „geturðu komið við á
skrifstofunni hvenær sem er. Ég
skal hafa tilbúna ávísun.” Chris
var í lagi. Hann myndi aldrei
angra sál hennar eða teygja hana’
að ystu mörkum. Hún herpti
varirnar og strikaði út fyrsta lið.
Peningana. „Ekkert vandamál,”
hafði Chris, örlög hennar, sagt.
Vandamál tvö var eftir en núna,
þegar hún hafði endurheimt
löngunina, var hún því yfirsterkari
og hún sá hver var rökrétt iausn.
Elaine Weiner mátti höfða mál en
hún átti að höföa mál gegn fyrir-
tækinu, ekki Suzannah.
Hvaö viðkom því að sannfæra
Masterman hafði hún leikið góöu
stúlkuna og hætt aö selja um leiö
og hann nefndi þaö. Átti slík hlýöni
ekki heimtingu á vissri tillits-
semi?
Hún ætlaði ekki aö bíða eftir aö
hann kallaði á hana. Hún ætlaði
sjálf að fara á hans fund, strax í
dag.
Rökkvaður himinninn varð til
þess að hún hrökk upp úr hugleiö-
ingumsínum. Hálf-fimm. Það var
tími til kominn aö hafa sig af stað.
Gatan var rök og ógnandi,
gangstéttirnar óskyggt stál. Það
myndi snjóa bráöum aftur, auka á
hættuna, slysagildrurnar sem
eftir voru, hálkuna og ísinguna,
frosna skaflana og hörð göngin.
Það leyndi sér ekki að
aðvaranir um óveður höfðu borist
á skrifstofuna. Starfsliðið forðaði
sér hið snarasta, reyndi aö foröa
sér áður en vegirnir tepptust og
regnhlífarnar færu að stinga fólk á
hol í þvögunni í neðanjarðar-
brautinni.
Dyr Mastermans voru lokaðar
og Didi ekki viö skrifboröiö.
Suzannah beið þangaö til enginn
var eftir aðrir en þeir sem unnu á
föstum tíma og höfðu tillitslausa
yfirboðara.
Og þá gat hún ekki beðið
lengur. Didi, hliðvörðurinn, var
Zl.tbl. ViKan 45