Vikan


Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 15

Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 15
Þizzustaflur sem gefur á fíniegan hátt til Austrœnn skyndibitastaflur Gamall og fallegur McDonaldsstaður kynna að þar sé ítalskur matur á boð- •télum >itastaða í Ameríku eða: Þættir úr menningar- sögu Bandaríkjanna °g Mac McDonald. Sölumaöurinn hét Ray Kroc og bræöurnir ráku dálítinn skyndibitastað í San Bernandino í Kalifomíu. Ray ^roc fór, leit á staöinn og sá að bræðurnir seldu hamborgara og franskar á hagkvæman hátt með niiklum gróða. Enginn hafði áður Selt hamborgara á þennan hátt og Kroc sá gullnámu í þessu. Rann fékk leyfi hjá bræðrunum til að Setja upp eins staði um allt land, §egn 2% af heildarsölu. Kroc keypti ódýrt húsnæði í út- nverfum borga, setti upp McDon- ald’s-staði og brátt voru Banda- ríkin full af McDonald’s skyndi- bitastöðum. Kroc varð forrflcur, scm og McDonaldbræðurnir sjálfir. Þeir voru mjög heppnir. Um þetta leyti var bandarísk menning aÖ fá heildstæðara yfirbragö, með nlmenningseign á bílum og til- komu sjónvarps. Sears-Roebuck Póstverslunin hætti með vörulista iyrir einstaka landshluta og sendi ut einn lista fyrir alla þjóðina. Þetta var eftirstríðsárabatinn, allir höfðu nóg af seðlum. McDonald’s veitingastaðimir yoru tákn þessara breytinga. Um °ii Bandaríkin mátti sjá þessar kirkjur neyslusamfélagsins: McDonald’s varð tákn nýrrar sið- menningar. Fleiri bættust í hóp- inn, Burger King og Kentucky Fried Chicken, hvort tveggja stofnsett 1955. Hörð samkeppni ríkti á milli skyndibitakeöjanna. McDonald’s höfðaði til fjölskyldu- fólks með ung börn. Þar er lögð áhersla á að McDonald’s sé fram- hald heimilanna, traust virki vel- megandi miðstéttar. Burger King og Kentucky Fried hafa annan markað, meira af fullorðnu fólki og unglingum. Öll þessi fyrirtæki hafa fjárfest utan Bandaríkjanna og stærsti markaður Burger King er í sjálfri París, höfuðborg matargerðar- listarinnar! Arkitektúrinn Upphaflega byggöi McDonald’s 1000 hús fyrir starfsemi sína, á árunum eftir 1955. Af þeim eru nú aðeins 38 eftir. Þessi hús voru teiknuð meö svipuðu sniði og aðrir skyndibitastaðir þess tíma, stórir gluggar, hvítar og rauöar rendur og hallandi þök. Auk þess voru gullnu bogamir tveir, tákn McDonald’s, hafðir með. Síðar breyttist arkitektúrinn og nýju húsin þykja mun ljótari. Einmitt um það leyti sem McDonald’s var að endurnýja húsakostinn, um og eftir 1970, kom hópur bandarískra arkitekta fram með þá kenningu að raunveruleg amerísk stflein- kenni í arkitektúr væru í óskipu- lögðum úthverfunum. Þar væri líf og kraftur en miðborgirnar væru dauðar og ofskipulagðar gler- og stáleyðimerkur. Þessir arkitektar voru mjög hrifnir af gömlu skyndibitastöðunum og nú þykja þeir dæmi um hinn sanna amer- íska anda. Ein pulsan í Kaliforníu hefur meira að segja verið dubbuð upp í „national monument” eða þjóðlegt minnismerki. Það gerist hratt í henni Ameríku. . . Það nýjasta á skyndibita- markaönum eru veitingahús meö óvenjulegum innréttingum. 1973 var opnað í Texas veitingahúsið Magic Time Machine. Því var skipt niður í mörg lítil herbergi. Viðskiptavinurinn gat valið um að borða í indíánatjaldi, símaklefa, bjálkakofa og svo framvegis. Einnig var hægt að velja um hvort þjónninn væri í gervi the Incredible Hulk, Undrakonunnar, Súpermanns eða Kermits frosks. Síðar kom fram heil skyndibita- keðja byggö á svipaðri hugmynd. Þetta er Chuck E. Cheese keðjan, en þar má fá pizzur í alls konar umhverfi. Þarna eru vídeóher- bergi, leikherbergi með klifur- grindum, brúðuleikhúsherbergi og táningaherbergi. Brúðuleik- húsið er vinsælast. Þar eru tölvu- stýrðar brúður í Disneystíl látnar flytja stutta söngleiki við undir- leik músíktölva. Það er Nolan Bushell, sá sem stofnaði Atari- tölvuleiktækjafyrirtækið, sem á Chuck E. Cheese keðjuna. Hann seldi Atari á 28 milljónir dollara og f járfesti í Chuck E. Cheese. Enn hafa nýjar keöjur komið fram, til dæmis Capt. Andy’s River Towne. Sú keðja er ekki skyndibitakeðja heldur innan- hússskemmtigarður meö 12 mis- munandi tölvuskemmtunum á hverjum stað. Auðvitað geta menn fengið mat þar en nú hafa tölvuskemmtiatriðin aðalaðdrátt- arafliö. Tölvurnar eru farnar að taka völdin þarna eins og á öðrum sviðum. Og þá vitið þið allt um sögu hamborgarastaöanna. Það er ágætt að pæla í þessu næst þegar þiðfáiðykkurhamborgara.... 30. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.