Vikan


Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 34

Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 34
Konanmínskilurmigekki. . . þessi skilnaður er ekki hans sök,” sagði hún einlæglega. „Veit hann eitthvað? Hefur hann einhverja hugmynd?” spuröi ég. Það gætti sársauka í augnaráði hennar þegar hún hallaði sér í áttina til mín og sagði: „Diana, þegar hann fór í gærkvöldi var það síðasta sem hann sagði: „Eftir allan þennan tíma er mér enn illa viö að eyða nótt án þín.” Mér var um megn að horfast í augu við sárs- - aukann sem ég kæmi til með að valda honum með útskýringum. Hann myndi grátbæna mig.” Ég fylgdist með því hvernig tárin hrundu af hvörmum hennar og prísaði mig sæla yfir hve vel mér tókst að hemja mig. Hvert orð hennar skar mig eins og hnífsegg. Eitt stutt andartak hélt ég að Alison væri að gera hefnd sína sem stærsta áður en hún yfir- gæfi hann. I hjarta mínu vissi ég þó að svo var ekki. „Ég hef engan rétt á að draga þig inn í þetta. Ég veit að það er til mikils mælst. En ég á bara svo fáa raunverulega vini og enga sem eru í eins nánu sambandi viö James og þú.” „Hvernig kemst hann að því að þú ert farin fráhonum?” „Á hinn hefðbundna hátt er ég hrædd um. Ég skildi eftir miða á arinhillunni. Ég reyndi að tala inn á segulband, en það setti að mér grát. Ég veit ekki hvers vegna. Simon er mér allt nú og ég iðrast einskis.” En ég vissi af hverju. Hún var ekki orðin James eins afhuga og hún hélt. Og ég vissi hve kærleiksríkur hann gat virst. Mér varð litið á fallega demantshringinn minn og upp- lifði aftur þá stund þegar hann dró hann á fingur mér. „Ástin mín, berðu hann sem trúlofunar- hring,” bað hann. „Sá dagur rennur upp þeg- ar viðgetum gifst.” Ég hafði kysst hringinn og naumast séð hann fyrir tárum sem fylltu augu mín. Gat hann virkilega hafa sofið þá nótt með Alison í örmum sér? Alison leit á úrið sitt. „Nú ætti Simon aö vera að leggja af stað út á flugvöll. Ég átti að hitta hann þar. Nú verð ég að fara, Diana.” Hún reis á fætur og stóð óörugg frammi fyrir mér. „Bless og gangi þér vel,” sagði ég og stóð einnig á fætur. „Og hafðu engar áhyggjur. Það verður vel hugsaö um James. ” Með þakklátu brosi tók hún hönd mína. „Þakka þér fyrir. Ég vildi óska að við hefðum histfyrr.” Ég samsinnti því með nokkurri kaldhæðni. Synd að við skyldum ekki hafa hist fyrr. Á leiðinni út sneri hún sér skyndilega við. „Einu hef ég gleymt.” Hún tók af sér giftingarhringinn og rétti hann í áttina til mín. „Endahnúturinn,” sagði hún döpur í bragði. „Viltu láta hann hafa hann fyrir mig?” Dyrnar lokuðust að baki henni og ég var ein. Mér fannst ég þurrausin öllum tilfinningum þegar ég sneri aftur að stólnum. Ég lét hring- inn á borðið og starði á hann. James átti að fá til baka þetta tákn ástarinnar sem ég hafði öfundað Alison af að eiga. Kaldhæðnin hagaði því svo til að ég var beöin að færa honum það. Ég tók umslag úr skúffunni, skrifaði nafn hans á það og setti giftingarhringinn ofan í. Síðan virti ég enn einu sinni fyrir mér kaldan glæsileika míns eigin hrings og setti hann líka í umslagiö. Skilaboð í kókoshnetu Virginia Fassnidge Það er eiginlega slembilukka að ég var með dagbókina og pennann minn í vasanum. Ef ég kemst nokkurn tímann héðan vill kannski einhver bókaútgáfa borga mér eitthvað fyrir skrif mín: jafn- vel þótt skipið hafi sokkiö er penn- inn ennþá í fullkomnu lagi... Svona hlut. Jæja, þeir gera þaö kannski. Heppni að það var ekki nema mars þegar þetta gerðist. Nóg pláss í dagbókinni. Má þó ekki sóa því. En ég verð að segja skýrt frá svo að þið trúið mér, skiljiö mig. Kannski það hjálpi bara eitthvað, einhvern veginn; nokkurs konar særing? Ég efa það þó. En að minnsta kosti virðist ég hafa nóg fyrir stafni meðan ég er að því. Jafnvel Crawford gæti þurft að hugsa sig tvisvar um áöur en hann truflar mig þegar ég er önnum kafinn. Bjartar vonir. Faröu burt, Crawford. Sérðu ekki að ég er upp- tekinn? Sá er áræðinn, aö kíkja svona yfir öxlina á mér til þess aö sjá hvað ég er að skrifa. En svona er Crawford einmitt. Hann mundi horfa yfir öxlina á þér meðan þú værir aö skera þig á háls og segja þér að þú minntir hann á náunga sem hann hefði einu sinni þekkt, og gert það sama... Hypjaðu þig, Crawford, sagði ég. Ég er ekki lengur jafnkurteis við hann. Ekki svo aö það breyti þó neinu... Þegar þú hugsar um eyöieyjur þá heldur þú að einveran hljóti að vera það versta. Er það ekki? Þú hugsar að þú hljótir að verða brjálaður svona aleinn. Svona hugsaði ég alltaf. En ég veit betur núna. Það er ekki einveran sem nær taki á þér, það er félagsskapurinn. Ef aðeins að ég hefði aldrei farið í þessa skemmtisiglingu. Of seint að segja það núna en það gerir maður alltaf, er þaö ekki? Skemmtisiglingar eru ekki minn stíll. Ég hefði aldrei farið ef frænka mín hefði ekki boðið mér að fara og auðvitað hefði hún aldrei farið ef hún hefði ekki unniö fyrstu verðlaun í samkeppni, skemmtisiglingu fyrir tvo í Suður- höfum. Þeir eiga margt að svara fyrir, þessir menn sem stóðu fyrir samkeppninni... Ég var hissa að hún skyldi bjóða mér en ekki einhverri af bláhærðu briddsvinkonunum sínum. En kannski hélt hún að þaö væri 34 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.