Vikan


Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 7

Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 7
EKKERTA THUGA1(ERT VID AD GRÆDA 900 milljónir á brúðkaupinu Ævintýrið um einkaritarann sem gekk að eiga yfirmann sinn rættist fyrir Janni Spies. Áður var hún sendistúlka hjá ferðaskrif- stofukónginum Simoni Spies, fyrir innan við tíu þúsund á mánuði, en Það vakti víða athygli þegar danski ferðaskrifstofukóngurinn Simon Spies, 63 ára, gekk að eiga tvítuga stúlku úr starfsliði sínu. Margar sögusagnir spunnust þegar í stað um þetta hjónaband, grundvöll þess og hugsanlega endingu, og eftir því sem Vikan best veit hafa þau hjónakornin þegar hlaupið sitt í hvora áttina einu sinni en sæst á ný - það er að segja þegar gengið var frá þessu blaði í prentun. En skömmu eftir brúðkaupið fóru þau Spieshjón í ferðalag til Sví- þjóðar og þar var meðfylgjandi viótal tekið, svo og myndirnar, sem Vikan hefur nú fengið einkarétt á. Þar á meðal eru einu myndirnar sem Spieshjónin hafa leyft að taka í svefnherbergi sínu! nú er hún frú Spies og hefur úr milljónumaðspila. Simon Spies er Daninn sem græddi milljaröa á að selja sólar- landaferöir. I margra augum er hann einkum þekktur sem sér- vitringur sem meö fáránlegustu uppátækjum hefur heppnast að láta blöðin skrifa um sig dálka upp og dálka niður. Hann hefur alltaf hirð fólks í kringum sig. í þessari hirð er fólk sem hefur það hlut- verk að snyrta á honum neglurnar og allt upp í að vera fjármálaráð- gjafar. Þegar Janni byrjaði að vinna hjá Spies var hún gjaldkeri og lét sér ekki detta í hug að eignast Simon fyrir eiginmann. Einn dag- inn, þegar Simon átti leiö fram hjá Kannski er það lán fyrir Simon að Janni er bara 48 kíló! kassanum, tók hann eftir Janni og gaf tafarlaust fyrirmæli um að hún skyldi verða einkaritari hans og ein af hirðinni. Simon Spies hef- ur ævinlega kringum tíu fallegar stúlkur í hirð sinni og þær eiga að sjá um að snyrta á honum neglurnar, velja föt á hann og þjóna honum í einu og öðru. A hverjum morgni eiga tvær þeirra að baka handa honum morgun- brauðiö og morgunmatinn vill hann fá stundvíslega klukkan hálffimm. í framtíðinni ætlum við að eignast börn — mörg börn, seg- ir Janni. Janni var „einkaritari” Simon- ar Spies á þennan hátt í tvö ár. Þetta hlutskipti þýddi að hún ferð- aðist mikið. Simon fer nefnilega alltaf sjálfur og prófar þau hótel sem á að nota í sambandi við þau ferðalög sem hann selur. Það fer ekki hjá því að á „reiðskapnum kennist hvar heldri menn fara”. F’öruneytið vekur alltaf athygli Öar sem það fer í tveimur Cadillac bílum, einum Mercedes Benz og aokkrum öðrum. Eftirtektin sem Spies vekur á feröum sínum er álíka og þegar þjóðhöfðingjar eru á ferð. Brúðkaupið var haldið í maí og öró viðlíka mannfjölda út á götur Kaupmannahafnar og þegar örottningin í Danmörku sýnir sig opinberlega. Raunar voru þeir á meðal áhorfenda sem efuðust 11111 að þetta hjónaband byggðist á ^ærleiksríkum tilfinningum. Aldursmunur á Simoni og Janni er 43 ár. Það, að því viðbættu að Simon græddi 900 milljónir danskra króna á því að gifta sig og losnaði þannig við að borga erfða- fjárskatt, fékk marga til aö efast arnástina. Þegar Spies er að ferðast með airð sína er áætlunin næsta þétt- Sett en samt heppnaðist okkur að fá viðtal viö nýgiftan tvítugan miUjónamæringinn Janni Spies er Þau hjónin voru á ferð í Svíþjóð: Hvernig er að fá aðgang að svo miklu fé sem þú hefur nú fengið uieð þvi að giftast Simoni? ~ Þaö er augljóslega gott að K!ukkan hálf- fitT*ni um ^orguninn fær Simon Spies ^Ofgunmatinn °9 rnorgunblöð- ir> í bólið. Brauðið baka tveir „einka- r'tarar" sem ferðast alltaf Jfoð kóng- 'iutn. eiga peninga en þeir eru ekki allt. Fólk heldur kannski að ég hafi fullt að gera að eyða peningum en það er ekki rétt. Þegar maður veit að maður hefur mikil fjárráð fer maður að meta allt ööruvísi það sem ekki veröur keypt við fé. Mikilvægast er að eiga sanna vini sem hægt er að treysta og sem ekki umgangast mig bara af því ég er rík. En það er augljóslega gott að eiga peninga og geta keypt það sem mann langar til. Svo þú gekkst ekki að eiga Simon peninganna vegna? — Nei, alls ekki. Mér finnst Simon sætur og góður. Ég giftist honum af því mér þykir vænt um hann. En peningarnir eru mikils virði. Fram hjá því verður ekki horft. Hjónaband ykkar þýðir að Simon sleppur við að borga 900 milljónir i erfðaskatt. Heldur þú að það hafi haft áhrif á hann? — Simon segist elska mig og hafa gifst mér þess vegna. Eg treysti því. Ferðaskrifstofan gengur vel svo að hann hefur mik- ið fé handa á milli. Þar fyrir utan sé ég ekkert athugavert við það þótt viö græðum 900 milljónir á að gifta okkur. Hvenær ákváðuð þið að giftast? — I október í fyrra fékk ég bréf frá Simoni þar sem hann bað mín. Ég var þá í Róm og mánuð- inn sem ég var þar fékk ég þrjú bréf frá honum þar sem hann spurði hvort ég vildi ganga að eiga hann. Hvernig leist þér á tilboðið? — Ég varð undrandi og glöð. Við höfðum verið mikið saman um langan tíma og það var eitthvað gott á milli okkar. 6 Vikan 30. tbl. Fyrsta og eina myndin sem til er af Janni og Simoni í rúminu. TEXTI: PETER MATTSSOIM MYNDIR: TORSTEN LAURSEN Einkaréttur: VIKAN Simon er 43 árum eldri en þú. Hvernig er það að vera gift svo miklu eldri manni? — Mér finnst aldurinn engu máli skipta. Ég tel mestu máli skipta að fólki þyki vænt hvoru um annað. Lifshættir Simonar eru öðruvisi en ungt fólk á að venjast. Er það til dæmis ekki skrýtið að fara í háttinn um hálftiuleytið? — Ég fer ekki í háttinn á þeim tíma. Þá er ég með vinum mínum og Simoni þykir ekkert athugavert við það. Simon er alltaf með hóp af ung- um og fallegum stúlkum í kringum sig, kyssir þær og daðrar við þær. Hvað finnst þér um það? — Þannig hefur Simon alltaf haft það og mun halda því áfram. Ég læt mig það engu varða. Hann gerir þetta til að sýna starfsliðinu aö hann kann að meta það. Hefur lif þitt breyst við að giftast Simoni? — Að sjálfsögðu. Áður fyrr vann ég fyrir hann. Nú eru það fyrrverandi vinnufélagar mínir sem vinna fyrir okkur. Þaö var dálítið skrýtið til að byrja með en mér finnst það allt í lagi. Hvernig lifi lifðir þú áður en þú giftist Simoni? — Ég lifði ósköp venjulegu lífi, held ég. Ég vann sem sagt hjá Spies, sem þýðir að maöur ferðast mikið. I frítímanum var ég meö vinum mínum, fór á diskótek og þess háttar. Ferð þú enn á diskótek og skemmtir þér? — Nei, það er orðið lítiö um það. Simon vill alltaf hafa mig í nágrenninu. Hvað hyggist þið fyrir í framtið- inni? — Ég vildi gjarna eignast börn en við höfum komið okkur saman um aö bíða aö minnsta kosti í eitt ár áður en við reynum það. Sjálf ætla ég að læra hvernig fyrirtækið gengur. Simon vill að ég setji mig inn í fjármálin. Ég á að taka viö þessu öllu einhvern tíma. I haust er ég skráð á viðskiptanámskeiö í háskólanum í Kaupmannahöfn. Ég kem úr verkamannaf jölskyldu og hef aldrei haft efni á að mennt- ast. Umgengstu enn þá sem þú þekktir áður en þú giftist Simoni? — Já, ég umgengst svo aö segja ekki aðra. Ég er dálítið smeyk um að einhverjir leiti eftir vináttu við mig eingöngu peninganna vegna. Ég finn öryggi í hópi minna gömlu vina. Þeir voru orðnir vinir mínir áöur en ég komst yfir þessa fjár- muni. Er alls ekkert neikvætt við hjóna- bandið? — Jú, ég hef fengið morðhótun og það er skelfilegt. Það er greini- lega einhver öfundsjúk mann- eskja einhvers staöar sem ekki getur sætt sig við að við Simon séum hjón. Það er agalegt. Peningarnir eru jákvæöur þáttur í málinu en um leiö skapa þeir vandamál. Það þarf sífellt að fjár- festa og þá er um aö gera að veðja á rétta þætti. Það er dálítið stress- andi. Þetta viðtal átti aðeins að taka tíu mínútur en hefur nú tekiö fjörutíu. Janni Spies er opin og ær- leg og þaö kemur fram þegar spjallað er við hana. Grundvöllur þessa hjónabands veröur örugg- lega ræddur manna á meðal. Orð- rómur frá Danmörku segir að bú- ist sé við skilnaðarmáli hvenær sem er. Hvort þetta er aðeins málamyndahjónaband til að bjarga 900 milljónum getur fram- tíðin ein skorið úr um. En brúð- hjónin líta alltént út fyrir aö vera hamingjusöm. Hér sýnir Janni hringana tvo sem Simon gaf henni. Verðmætið er ein milljón danskra króna — hvor! 30. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.