Vikan


Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 44

Vikan - 28.07.1983, Blaðsíða 44
FRAMHA LDSSA GA leggurðu þessar kvalir á þig?” spurði hann yfir glasi. „Viltu sjá mig tútna út?” „Þú ert ekki sú manngerö sem verður feit. Ertu búin að fá minnið aftur?” „Hvað er þaö sem þú vilt vita? ” „Hvort faðir minn sagði þér af- dráttarlaust að hann ætlaði á síö- ustu endurfundina í Cambridge.” „Að sjálfsögðu. Hélstu að ég hefði ímyndað mér það? ” „Nei. En það er eitt að ímynda sér; annað að telja víst. Geturöu rifjað þetta upp og reynt að hafa þetta ákveöið? Hvenær nefndi hann þaðfyrst?” „Ætli það hafi ekki verið þegar hann fékk bréf frá hr. Strickland. Hann las það við morgunverðar- borðiö og sagði mér frá endur- fundunum. Hann sagði að þeir ætluöu aö koma saman og þetta ætti að vera í síðasta sinn.” „Og þar sem þetta var í síöasta sinn sagðist hann ætla að fara? ” „Hann ... nú, jæja, ég tók það sem gefiöaö...” „Hugsaðu, Stella. Sagöi hann einhvern tíma aö hann ætlaði? ” „Eg veit það ekki. Hann hlýtur að hafa sagt það því hann fór.” „Nei. Hann gerði það ekki. ” I fáein andartök starði hún á hann. Svo hnyklaði hún brýnnar. „Hann hlýtur að hafa fariö. Hann „Hann fór ekki. Ég hitti Cranshaw kanúka sem var —” „— einn af þeim. Já, ég veit þaö. Og?” „Hann var á samkomuniji. Fað- ir minn var þar ekki.” „Hafi hann ekki farið hlýtur hr. Strickland að hafa ákveöið að sleppa því.” „Hr. Strickland var þar en faðir minn ekki. Ég vildi gjarna vita hvort hann sagðist ætla aö fara og skipti svo um skoðun eöa hvort hann sagðist ætla aö heimsækja hr. Strickland en haföi ekki í hyggju aö vera í kvöldverðarboð- inu.” „Hvernig gat hann það? Hann hefði annaðhvort fariö með honum eða hann hefði ekki farið aö heim- sækja hann eða... Skiptir þetta máli?” „Ég veit það ekki. Það er eitthvað í þessu máli sem ég fæ ekki botn í. Drykkjarhornið var í safni hr. Horns.” „Varþað? O.William!” „Hann seldi það. Það kemur þér í uppnám og mér líka, en þá kom upp þetta einkennilega mál með endurfundina og ég vil gjarna fá það upplýst. Við skulum rifja þetta upp. Faðir minn fékk bréf. Boð um að koma í heimsókn?” „Ég veit það ekki. Leyfðu mér aö hugsa.” Hún lokaði augunum sem snöggvast. „Hann las bréfiö og hann sagði að endurfundirnir ættu að vera yfir kvöldveröi í Cambridge og að þetta ætti að vera síðasta skjpti og hann hélt áfram og sagði aö þaö hefði verið hr. Strickland sem í rauninni hélt hópnum saman í öll þessi ár og sendi þeim bréf til að minna þá á og safnaði þeim öllum saman á hverjuári.Svo...” „Svo?” „Svo sagði hann íhugull að hann héldi að hann heilsaði upp á Stú/ka sem veit hvað hún vifí Strickland gamla. Ég spuröi hvenær endurfundirnir yrðu og hann sagði að þeir yrðu helgina sem við kæmum heim frá Grikk- landi. Svo braut hann bréfið saman og sagði eitthvað í þá veru aö dagsetningin hentaöi ágætlega. Ég skildi það þannig aö hann ætl- aðiísamsætiö.” „Hann nefndi það ekki seinna?” „Nei. Ekki aukatekiö orð um það — það er ég alveg viss um.” Það voru tár í augum hennar. „Svo ég haföi á röngu að standa um að samsætið hefði þreytt hann,” sagði hún. „Ég var svo viss um að hann hefði orðið of ákafur við að hitta allan gamla hópinn sinn. Getur ekki hugsast að hann hafi ætlaö aö fara og ekki lið- ið vel og beðiö hr. Strickland um aðfara án sín?” „Þaöerlíklegasta skýringin.” „Það er ein leið til að komast aö því.” „Já — sú aö fara og tala við hr. Strickland. Ég vildi tala við þig fyrst. Ég skal láta þig vita hvaö hann segir.” Hann beygði sig áfram og kyssti hana á vangann. Hann ók heim hugsi, hugur hans var bundinn við leyndardóm endurfundanna. Þetta, hugsaði hann, hefði verið viökvæmt mál heföi maöurinn sem í hlut átti ver- ið einhver annar en faðir hans. Þegar karlmaður lýsti yfir að hann ætlaði sér að gera eitt og gerði annað í laumi var oft kona í spilinu. En kynhvöt föður hans, eftir því sem hann gat dæmt um, hafði fengiö útrás í hjónaböndum hans tveimur. Svo ef hann fór frá konunni sinni í þeirri trú aö hann ætlaði að heimsækja gamlan vin sinn, hr. Strickland, hafði hann ef- laust farið að heimsækja hr. Strickland. Það var mögulegt aö hann heföi skipt um skoðun, breytt fyrirætlun sinni. Ef svo heföi verið hefði hann sagt konunni sinni frá öllu saman þegar hann kom aftur. En hann hafði ekki komið aftur. Hann haföi beðið um léttan, kaldan kvöldverð: Dirk og kona hans ætluðu aö heimsækja vina- fólk sitt. Dirk tók frakkann hans og skjalatöskuna og kom með hljóðláta tilkynningu. „Ungfrú Paget hringdi, herra minn.” William leit á skilaboöin. Hún hafði hringt klukkan hálfsjö úr síma í London. Símtali hans var svarað í mót- tökunni í Tuseany Hotel. Hann fékk samband og svo heyrðist rödd Hazel. Viö hljóminn var hann ekki í neinum vafa, af viðbrögðum sínum að dæma, að það að heyra 1 henni og heyra oft var orðið nauð- synlegt fyrir hamingju hans. VANTAR ÞIG VARAHLUTI. Gleði fréttir fyrir eigendur japanskra bíla. Höfum opnað varahlutaverslun í Armúla 22, Reykjavík. Höfum á boðstólnum í Honda, Mazda og Mitsubitsi, í kúplingar, kveikjukerfi, startara, altinatora, vatns- dælur, tímareimar, viftureimar, olíusíur, loftsíur, bensínsíur. Hvergi hagstæðara verð. VARAHIUTIR (ALLA JAPANSKA BÍLA NF VARAHLUTIR. Ármúla 22-105 Reykjavík. Sími 31919 „William? Eg er hérna hjá guð- móður minni.” „Get ég hitt þig?” „Ekki fyrr en eftir helgi. Hún er á leiðinni aftur til Cornwall en hún fékk sér íbúð hérna og er búin að bjóða öllum sínum vinum aö koma og heimsækja sig. Hún bað mjg um að koma með sér og ég hélt kannski að það væri best — hún er ennþá ákaflega æst.” „Ég gæti boöið ykkur báöum út aðborða.” 44 Vifcan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.