Vikan


Vikan - 23.08.1984, Síða 11

Vikan - 23.08.1984, Síða 11
 Hresst upp á Eiffelturninn Fyrir fjórum árum úrskurðuðu sérfræðingar að hinn frægi Eiffelturn í París væri að falli kominn. Ekki hafði verið skipt um einn einasta járnbita í turninum frá því hann var byggður en þeir eru 2,5 milljónir talsins. Lyftan, sem var jafngömul turnin- um, var hætt að ganga. Maturinn, sem seldur var í veitingasainum þótti rétt í meðallagi þrátt fyrir að þetta væri sá staður sem hafði hvað mest aðdráttarafl fyrir túrista. En nú má búast við betri tíð. Búið er að eyða 27 milljónum dollara í endurbætur á járnbitum og lyftur, sem uppfylla tæknikröfur nútímans, sjá um að hendast með fólk upp og niður að vild. Jafnvel veitingahúsið var tekið í gegn og er nú í umsjá fær- ustu matreiðslumanna hjá Maxim’s í París. í lok ágústmánaðar er áætlað að um 100 milljónir manna hafi notið hins frábæra útsýnis frá efsta pallinum sem er í 312 metra hæð. Á 100 ára afmæli turnsins, árið 1989, er áætlað að öllum endurbótum verði lokið. Þessar myndir eru ordnar hérumbil aldargamlar og sýna Eiffelturninn 1 byggingu. ,, Vel skal vanda það sem lengi á aö standa, ” segir mál- tœkið en við leggjum engan dóm á hvernig til hefur tekist, nema hvað turninn er ekki hruninn. 34. tbl. Vikan II

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.