Vikan


Vikan - 23.08.1984, Síða 24

Vikan - 23.08.1984, Síða 24
Svœðanudd gegn höfuðverk Með þessu nuddi er blóðrásin í axlir og hnakka örvuð og þá slaknar á spennu í hnakkanum. Svona ætti maður alltaf að nudda sig þegar maður finnur fyrir spennu á þessu svæði og er í þannig vinnu að á það reyni. Þetta nudd á að hafa í för með sér umsvifalausa spennuslökun og hefur engar aukaverk- anir. Nuddið í þrjár mínútur, fyrst á vinstri hendi, síðan á hægri hendi. Það sem hér gerist er að blóðið rennur óhindrað á rétta staði án þess að nýrun berjist á móti. Þess vegna verður mað- ur að fara nákvæmlega eftir leiðbeining- unum og nudda fyrst vinstri hönd og síðan þá hægri. Tilgangurinn er að örva starfsemi nýrnanna. Með þessu nuddi er verið að örva starf- semi heilans og blóðrásarinnar um hann. Þeir sem þjást af sjóntruflunum ættu að losna við þær með þessari meðferð. Þrýstið, eins og sýnt er á myndinni, fyrst á vinstri og síðan á hægri hönd og nuddið út á hlið. Úgleði á að minnka eða hverfa og sjón að skýr- ast ef rétt er að farið. Ein mínúta er hæfileg á hvern fingur, ekki meir, ann- ars getur slegið að fólki hrolli. Þarna er verið að kljást við kirtlana og hormóna- framleiðslu. Mígreni kemur einkum fram í sárum höfuöverk, ásamt ógleði og sjóntruflunum, en oft er þetta heiti notaö án ástæöu. Vöðvaspenna í hnakka og öxlum veldur til dæmis ekki mígreni heldur bara venju- legum höfuöverk, en verkurinn getur veriö nógu sár fyrir það. Sumir mígrenisjúklingar hafa leitað til svæöanuddara, nuddara sem einkum hafa verið þekktir fyrir aö nudda fætur fólks og byggja fag sitt á hugmyndum ná- tengdum nálarstunguaðferðinni. Stundum finna svæðanuddarar út, með sínum aðferðum, að um mí- greni sé að ræða, stundum finna þeir eymsli sem hormónabreyt- ingar eiga þátt í. Þetta getur til dæmis verið tengt breytingaskeið- inu. Svæðanuddarar segjast geta ráðist til atlögu við hormónabreyt- ingarnar og linað kvalimar og margir veröa góðir eftir með- höndlun hjá þeim. En það er rétt að taka fram að fleira getur komið til en hormónabreytingar. Hér á síðunni eru sýndar þrjár aðferðir sem oft hafa komið svæðanuddur- um að notum þegar fólk kemur til þeirra með þrálátan höfuðverk. Þetta nudd er auðvelt því hér eru hendurnar nuddaðar en í þær liggja taugaendar, rétt eins og fæturna. Yfirleitt er fólk sæmilega nuddað á höndum eftir venjulegt dagsverk en vissir staðir verða út- undan og það sakar svo sannar- lega ekki að reyna aðferöir sem hafa orðið öðrum aö gagni. Með þessu nuddi er verió að ráðast til atlögu við ennisholur, nefgöng og annað sem getur fyllst af óþverra við kvef til dæmis. Þetta á að létta á þrýstingi á hlustir og sjóntaug. 24 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.