Vikan


Vikan - 23.08.1984, Qupperneq 27

Vikan - 23.08.1984, Qupperneq 27
einhver sem hann þekkti sæi okk- ur saman. Hvenær ætlarðu að segja konunni þinni frá mér? hafði ég svo oft spurt hann. En hann hummaði það alltaf fram af sér. Mér var svo sem sama. Ég hafði engu að tapa. Ég átti fáa vini í bænum, hafði komið þangað um haustiö til þess að stunda nám við háskólann. Ég þekkti ekki hræöu í bænum. Allir vinir mínir í menntaskóla höfðu farið annað í háskóla — en ég hafði verið ákveðin í að koma hingað. Ég hafði sótt um og fengið inngöngu. Ég hafði námsstyrk frá kven- félaginu heima. Mamma hefði aldrei getað greitt fyrir mig námskostnaðinn. Styrkurinn var ekki hár en ég komst af með hann og greiðslur fyrir vélritun og þýöingar sem Ben útvegaði mér. Auk þess gaukaði Ben oft ýmsu að mér. Ég vildi síður taka við beinhörðum peningum af hon- um en stundum lét ég undan. Hann hafði til að mynda útvegað mér þessa íbúð og „lánað” mér fyrir leigunni. Því þurfti ég ekki að búa á stúdentagarðinum leng- ur. Ég var einkabam og kunni illa við mig innan um ókunnuga. Ég átti ekki marga kunningja. Ég var að læra efnafræði og þar voru mjög fáar stelpur. Ég hafði heldur ekki kynnst strákunum neitt að ráði ... að minnsta kosti ekki verið með neinum síðan ég kom í bæinn. Sjálfsagt var það Ben að kenna . .. eða þakka. Ég hafði hitt hann strax eftir að ég kom í bæinn. . . Ég leit á frú Hartling. Nú var sjálfsagt komið að mér að segja eitthvað. Ben var nú meiri aulinn. Ég brosti dálítið og roðnaði í vöngunum af spennu. „Það er nú einmitt það sem hann er, frú Hartling. Ben Hartling er ekki viðhaldið mitt eins og þér virðist halda. Hann er pabbiminn!” Andlitið á frú Hartling bókstaf- lega datt af henni ofan í tebollann. Hún horfði agndofa á mig. Síöan stamaði hún. „Hva... hvað í ósköpunum eigið þér viö!” „Ben er pabbi minn. Með réttu ætti ég að heita Alma Hartling, en ég er óskilgetin, skiljið þér. Robert er móðurnafnið mitt. Ben ætlaði að segja yður frá þessu fyrir löngu en ég sé að hann hefur ekki haft manndóm í sér til þess. Við erum því ekki að tala um ný- legt framhjáhald, frú Hartling, heldur 23 ára gamalt! Sjáið til, frú Harthng, ég er 22 ára. Þegar leiðir móður minnar og eiginmanns yðar, sem þá var reyndar ekki orðinn eiginmaður yðar, lágu saman leiddi það til þess að ég kom undir. Ben hafði verið á ferðalagi fyrir norðan en varð veðurtepptur á heiðinni. Hann fékk inni hjá ömmu minni, er rak lítið gistihús fremst í dalnum, og beið þar í sex daga þar til snjóruðningstækin höfðu rutt leið- ina. Þetta var erfiður vetur. Amma var ekkja og átti tvær dætur sem voru henni til aðstoðar á gistihúsinu. Sú eldri var þá komin um tvítugt en sú yngri aðeins fjórtán ára. Það var víst óhjákvæmilegt að mamma og Ben styttu sér saman langar og dimmar vetrarstundirnar. Það gerðist víst þá eins og stundum vill koma fyrir enn að gengið var lengra en ætlað hafði verið. Þegar Ben Hartling kvaddi og hélt sína leið var móðir mín ekki lengur kona einsömul. Ben taldi ástæðu- laust að upplýsa unnustu sína um þetta litla ljúfa ævintýri. Þau voru síðan gefin saman í dómkirkjunni hérna í bænum með pomp og prakt um það leyti sem mamma gat ekki lengur leynt ástandi sínu. Ben gleymdi aldrei stúlkunni á gistihúsinu þótt aldrei setti hann sig í samband við hana. Mamma gerði heldur enga tilraun til þess að hafa uppi á honum. Hann hafði því ekki hugmynd um tilvist mína fyrr en ég hringdi í hann í haust, strax og ég kom hingað í bæinn. ” Frú Hartling varð sannarlega hverft við frásögnina. Hún kallaði á þjóninn og pantaði sér koníak og bauð mér líka. Að svo búnu bað hún mig að halda áfram. „Það er svo sem ekki frá miklu að segja. Amma mín blessunin hefur sjálfsagt ekki verið kát þegar hún uppgötvaði hvernig málum var komið. En hún er ekki manneskja sem gerir mikið veður út af hlutunum. Ég fæddist þarna í gistihúsinu við heiðarbrúnina hjá henni ömmu og ólst þar upp. Sjálf- sagt hefur eitthvað verið slúðrað og pískrað niðri í þorpinu en ég man ekki eftir að hafa orðið fyrir aðkasti. Amma nýtur virðingar í sveitinni. Hún hefur liðsinnt mörg- um ferðamanninum á heiðinni og við mæðgurnar höfum fengið að njóta þess. Mamma giftist aldrei. Hún hefur alla tíð búið með ömmu og gerir enn. Yngri systir mömmu, Midge, giftist hins vegar í burtu. Það varð þeim öllum mikið hagsmunamál að ég kæmist til mennta og yrði ekki innlyksa þarna í dalnum. Þegar ég var pínulítil velti ég því ekki svo mikiö fyrir mér af hverju ég ætti ekki pabba eins og önnur böm. En þama voru engin böm, engar venjulegar fjölskyld- ur, og ég sætti mig fylhlega við þetta mæðraveldi. En þegar ég fór að vitkast og byrjaði að ganga í skóla varð spurningin um föður minn áleitnari. Ég þráspurði bæði mömmu og ömmu um hann, en það var fátt um svör. Ég komst þó að því að hann var ekki dáinn eins og afi minn. Eftir því sem fram liðu stundir kreisti ég allan sannleikann upp úr Midge. Yngri systur vita oftast meira en álitið er. Það eina sem mamma hafði sagt mér var nafn hans. Midge sagði mér að Ben heföi verið aðstoðarlæknir í sveit- inni þetta sumar og þá höföu hann og mamma kynnst án þess að nokkuð væri á milli þeirra, enda Ben trúlofaður annarri stúlku. En þegar hann kom aftur um vetur- innfór þetta svona. Ég er ekki í aöstöðu til þess að dæma eitt eða neitt og þér verðið auðvitað að hafa yðar skoðanir. En hvað um það? Ég komst síðan að því hvar Ben bjó. Eftir það kom ekkert annað til greina en aö finna hann. Ég veit satt að segja ekki hvers vegna en ég vissi að ég varð. Ég vissi að ég mátti alveg búast við því að hann afneitaði mér og vildi ekkert vita af mér. Það var ósköp einfalt í sjálfu sér að fara til hans. Ég hringdi bara og pantaði mér tíma á stofunni hjá honum og þóttist vera sjúklingur. Það hefði verið verra ef hann hefði starfað eitthvað annað. En það var erfiö- ara aö koma sér að því að fara — að segja til sín. Ég vissi varla hvernig ég fór að því. Ég held að ég hafi bara stunið því upp úr mér að ég héti Alma Robert frá Hollingbrook og að hann hefði lík- lega þekkt móður mína hér á árum áður. Ég þurfti ekki að segja neitt fleira. Það var eins og hann hefði búist við mér. Þetta var allt saman eins og undarlegur draumur. Hann sagði mér seinna að hann hefði oft velt þessum möguleika fyrir sér en aldrei af nógu mikilli alvöru til þess að ganga úr skugga um málið. Móðir mín hafði aldrei samband við hann aftur og þess vegna sagðist hann hafa hummað þetta fram af sér. Auk þess var hann trúlofaður annarri stúlku, yðar, frú Hartling, og vildi því helst gleyma ævintýr- inu eða í það minnsta geyma það í innstu hjartans leynum. Ben er ekki sérlega mikil hetja þegar á hólminn er komið. Þessi fyrsti fundur okkar var ósköp vandræðalegur. Við komum hvorugt upp nokkru orði, vissum ekki hvað við áttum að segja. En tveimur dögum seinna hringdi hann í mig og bað mig að hitta sig. Eftir það hittumst viö oft. Hann hafði oft orð á því að hann ætlaði að færa yður og fjölskyldunni tíðindin en hann kom sér aldrei að því. Það hefði þurft að draga eitt- hvað óþægilegt fram í dagsljósið og eftir á að hyggja held ég að hann hafi helst viljað hafa mig fyrir sig einan. Mér skilst að þið eigið enga dóttur.” „Nei, aðeins syni.” Frú Hartling var orðin býsna róleg og það var eins og brygði fyrir glettni í röddinni. „Ja, þar til nú. Mér kemur ekki til hugar að draga frá- sögn yðar í efa. Ég sé að þér segið satt. Það getur hver og einn séð. Augun, munnsvipurinn... Ég geri ráð fyrir að þér séuð nokkurs konar stjúpdóttir mín. Ætli það sé nú ekki viðeigandi aö þúast. Ég heiti Helen,” sagði hún og rétti mér höndina yfir borðið. Hún brosti. „Þú hefur sannarlega fært mér tíöindin. Það hljómar ef til vill undarlega en mér léttir fyrst og fremst. Hjónaband okkar hefur alltaf verið ágætt eftir því sem gengur og gerist. Það hafa komið lægðir og erfiðleikar eins og gengur en við höfum sigrast á þeim í sameiningu. Það varð mér því mikið áfall þegar ég frétti að Ben ætti vingott við unga stúlku. Það var ungfrú Wakefield á stof- unni sem var svo elskuleg aö gefa það ótvírætt í skyn við mig. Ég verð líklega nokkurn tíma að átta mig á þessu öllu. Ég held að ég dæmi engan, heldur ekki nú.” Hún þagnaði andartak. Svo sagði hún hlæjandi. Mér dettur helst í hug að segja eitthvað svipað og sagt er við brúðkaup: Ég hef ekki misst eiginmann heldur eignast dótt- ur!” Við hlógum báðar. Hláturinn hreinsaði loftið við boröið. Ég sá aö frú Hartling — Helen — var lagleg kona, glaðlynd og elskuleg. Ég hlakkaði til að kynnast henni. Hugmyndir þær sem ég hafði gert mér um hana áttu ekki við neitt að styðjast. Svo hélt hún áfram, eilítið alvar- leg í bragði: „Já, það má víst segja að hann Benjamín Hartling er engin hetja. En nú er nóg komið af leyndarmálum. Ég býð þér heim í kvöld en segi honum ekkert frá því. Þannig næ ég mér niðri á hon- um. Það er að segja ef þú hefur ekkert á móti því.” Ég gat ómögulega haft nokkuð á móti því, en mér varð hugsað til þess að ég væri lítið skárri sjálf. Ég hafði ekki enn komið mér að því að segja mömmu og ömmu frá því að ég hefði haft uppi á föður mínum. Einhvern tíma yrði ég að manna mig upp í það og það sem fyrst. Ég vildi síður að einhver góðhjörtuð manneskja hvíslaöi því aö mömmu að ég ætti „vin- gott” viö karlmann í borginni sem væri nógu gamall til að geta verið faðir minn... 34* tbl. Víkan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.