Vikan


Vikan - 23.08.1984, Síða 30

Vikan - 23.08.1984, Síða 30
 Hótel Færeyjar er nýtt hótel og fínt, byggt i stöllum og hér er inngangurinn i efsta stalli. skoöa gríðarstórt gróðurhús sem stendur þarna skammt frá. Senni- lega hefur það ekki venjulega að- dráttarafl á ferðamenn en við höfðum ekki áöur séð þvílíkt í þessari ferð og það er ekki laust við aö Mosfellingum renni blóðið til skyldunnar þegar þeir sjá myndarleg gróðurhús. Garöyrkju- maöurinn haföi reyndar unnið um hríö á Islandi og sýndi okkur þarna ríki sitt þar sem hann rækt- ar fegurstu blóm og hefur eilíft sumar innra fyrir andann þótt veðrið kunni að láta eitthvað ófrið- lega úti. Maðurínn með heimsmálin Þegar við komum aftur úr þeim leiðangri varð á vegi okkar maður sem var að tína saman rusl. Af þeirri áráttu sem ég hafði að prófa sem víðast og mest hvernig fær- eyskum og íslenskum gengi að ná saman með því aö hvor notaði sitt mál bauð ég góðan dag og sagði: „Þú ert að þrífa til.” Hann játti því og hélt áfram á góðri íslensku að segja okkur að þetta rusl kæmi fjúkandi af hafi, það væri svo létt. Eitthvað spjölluðum við fleira og hann talaði svo góða íslensku að mér flaug í hug að hann kynni að vera íslendingur en hafa verið bú- settur þarna úti um hríð svo ég spurði hann að þessu en hann kvaðst alfæreyskur. „Og talar svona góöa íslensku,” sagði ég. „Ja, finnst þér þaö?” svaraði hann og kímdi en bætti svo við: „Maður verður nú að reyna að tala heimsmálin.” Við fórum að spyrja hann um Sverrisholu þar sem Gunnhildur hin norska leyndi bami sínu, 30 ViKan 34* tbl. Sverri Sigurðarsyni síðar kon- ungi, fyrir Hróa biskupi. Viðmæl- andi okkar benti okkur á hvar nú væri talið að hún væri, hátt í hömr- um uppi af Kirkjubæ, en bætti síð- an við að sér þætti þetta ólíkleg tilgáta og enginn vissi hvar Sverrishola væri. En sagan segir, sagði þessi fróði maöur, að Gunnhildur hafi starfaö í fjósi Hróa biskups og hér rétt fyrir utan — og hann benti á hús spölkorn ut- an við gróðurhúsið góða — heitir einmitt á Fjósum; líklegt að Hrói hafi haft fjósið sitt þar. Sagan um Sverrísho/u I stórum dráttum er sagan um Sverrisholu á þá leið að eitt sumar hafi norsk stúlka komið til Fær- eyja og fengið starf sem mjalta- kona hjá Hróa biskupi. Undir jólin ól hún barn en leyndi því fyrir biskupi, fékk það fóstrað svo lítiö bar á hjá hjónum á staðnum, en þegar voraði ól hún það í hellis- skúta og fór þangað kvölds og morgna og nærði það á mjólk og sölum. En um vorið kom norskur maður, Uni að nafni, þangað út og bar kennsl á Gunnhildi, hafði reyndar áður verið að gera hosur sínar grænar fyrir henni heima í Noregi, en nú var hún fálát og af- undin við hann. Hann tók eftir þessu randi hennar til fjalls, veitti henni eftirför og fann sveininn. Þá gekk hann á hana, sagðist vita að drengurinn myndi sonur Sigurðar Noregskonungs, þar sem hún hafði hirðmær veriö, en bauöst til að ganga drengnum í fööurstað ef hún gengist inn á að verða konan hans. Gunnhildur gerði það og Hrói gaf þau Gunnhildi og Una saman áður en þau fóru heim til Noregs um haustið. En þegar drengurinn var fimm ára, sumir segja sjö, komu þau aftur og Hrói tók drenginn og kenndi honum svo vel að þegar hann tók við konung- dæmi heima í Noregi var hann tal- inn lærðasti kóngur í Evrópu. Og kennslustofan var uppi á lofti í Kirkjubæjarstofu, þeirri sem enn stendur. Ég hef minnst á það áður í þess- um Færeyjagreinum að kirkjur séu harðlokaðar hvar sem farið er. Ekki var það svo í Kirkjubæ, og þar er gnótt slíkra húsa. Svo- kölluð Magnúsarkirkja er þar á hlaðinu, að vísu bara veggirnir, steinhlaðnir í gotneskum stíl. Það vantar á hana þakið, og raunar varö kirkjan aldrei fullgerð. Nokkru sunnar stendur veggur af Maríukirkju sem reist var á síöari hluta elleftu aldar, eða öld áður en byrjað var á Magnúsarkirkjunni. Og loks má nefna Olafskirkjuna sem upprunalega er talin reist og helguð Olafi konungi helga árið 1111. Sú kirkja er enn í notkun en hefur verið gerð upp tvívegis svo fátt eitt er eftir af því upprunalega nema kannski veggirnir. Og óneit- anlega er hún kuldaleg og lítið aðlaðandi. En — og það er nokkurs vert — í öll þessi guðshús er gestinum heimilt að ganga — þau eru ólæst. Líkt fó/k með /ík viðhorf Og nú fer að styttast í þessum frásögnum af Færeyjaferð. Hér hefur verið skoppað um yfirborðið eins og títt er þegar skömm við- dvöl er höfð með takmörkuðu samneyti við innfædda. Samt verður að segjast eins og er að þetta var eftirminnileg ferð og ég vildi helst skylda alla Islendinga til að heimsækja Færeyjar. Þær eru um margt áþekkar okkar landi en um leið næsta frábrugðn- ar, þetta fléttast saman á sér- kennilega viðkunnanlegan hátt. Við höfðum allan tímann á tilfinn- ingunni að við værum á öruggum og notalegum slóðum og meðal fólks sem væri af sama bergi brot- ið og við og með áþekk lífsviðhorf að verulegu leyti. Ég sagði í upphafi greinaflokks- ins aö það væri líkt og að fara milli fjarða á Austfjörðum að koma til Færeyja. Ég er enn við sama hey- garðshomið, nema það er óþarfi að halda sig við Austfirði eina. Við getum tekið Island allt. Hafi ég verið í vafa áður er ég núna sann- færður: Islendingar eiga meira sameiginlegt með Færeyingum og þeir með okkur heldur en þessar tvær þjóðir eiga með nokkurri annarri Norðurlandaþjóð. Við ættum bara aö taka fastar höndum saman og hagnýta okkur þetta — báðum til hagsbóta. i Kirkjubœ er greiflasala fyrir gesti og gangandi og borð úti sem gott er afl sitja vifl i góðviðrinu. Til hægri er reykstofan og nú er kominn þakgluggi þar sem áflur var reykljóri.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.