Vikan


Vikan - 23.08.1984, Síða 44

Vikan - 23.08.1984, Síða 44
\M Framhaldssaga „Uss!” varaði Catherine hana við. „Láttu ekki Charity heyra þetta. Við þörfnumst Adams þar, annars hefðum við ekki í neitt hús að venda.” „Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég hitti hann nokkurn tíma aftur. San José virðist vera hinum meginátunglinu.” „Haltu bara áfram að trúa,” sagði Catherine. „Og áður en þú veist af verður þú komin til Adams.” Hún virtist örugg — vonaði hún, því ástríðufull orð Buchanans í St. Joseph hljómuðu sí og æ í huga hennar: „Á leiðinni þangað er skítur, sjúkdómar, ósigur og dauði.” Henni hafði brugðið meira en hún vildi viðurkenna við að Dulake-vagninn glataðist. Þetta hefði alveg eins getað verið þeirra vagn. I fyrsta sinn frá því hún fór frá New York tók hún aö efast um sjálfa sig. . . ÞETTA KVÖLD áðu þau á jafn- sléttu skammt frá fjallalæk, höfðu eldivið og það rigndi ekki. Þegar varðeldarnir brökuðu var fullt tungl á himni. Eastlake-fjölskyldan safnaðist saman við eldinn, Nancy með fjöl- skyldubiblíuna í kjöltunni. Buchanan var enn ekki kominn aftur og Catherine skimaði eftir honum. Hún hafði enn áhyggjur af Anneliese Nieuwenhuis og frú Dulake var henni sammála. „Eg held að hún sé mikið veik, Catherine. Ofrísk líka — það bætir ekki úr skák. Komdu og líttu á hana.” „í Nieuwenhuis-vagninum mátti lesa skelfinguna úr augum Anneliese. Blíðlega en ákveðið fékk Catherine hana til að opna munninn og tók eftir gráhvítri skánumkirtlana. Hún hughreysti Anneliese, bauð henni vatn en stúlkan var of þjáð tilaðdrekka. „Svona nú, ljúfan,” huggaði Catherine hana en stúlkan barðist örvæntingarfull við að ná and- anum. „Hálsbólga?” sagöi Catherine lágt. „Það held ég ekki,” hvíslaði eldri konan. „Ég fékk í hálsinn meðan ég var að leika; missti stundum röddina en það var ekki svona.” Þær sneru sér við þegar karl- mannsrödd greip fram í. „Hvað finnst þér, Marie? Viltu að ég skoði hana?” Frú Dulake stirðnaði upp þegar rjótt andlit mannsins hennar birtist í vagnopinu. „Það er best að þú skiptir þér ekki af þessu, Henry,” sagði hún. „Veslings telpan þjáist af meiru en kverkaskít. Þú hlýtur þó að sjá það, ungfrú Davenport?” Catherine tók eftir sljóum augum Dulake, roðanum í vöngum hans sem yfirleitt voru fölir og gekk fram. „Konan þín hefur á réttu aö standa, hr. Dulake. En við gætum þegið heldur meira kalt vatn ef. . .” Dulake horfði beint á hana, hvíldi aðra höndina á fremra fót- stigi vagnsins, hélt á viskíflösku í hinni. En rödd hans var styrk. „Eg hef kannski gert mig að fífli yfir spilum en ég get engu að síður sagt ykkur að pottur af vatni hjálpar ekki veslings litlu hol- lensku stúlkunni. Þú heldur að ég geti ekki þekkt sjúkdóma þeg- ar. .. ” „Ef svo er, hr. Dulake — komdu endilega inn. Ef til vill viltu segja mér hvernig þér líst á Anne- liese?” Hann klöngraðist rymjandi inn í vagninn en þrátt fyrir viskílyktina sem fylgdi honum var bros hans til Anneliese engin uppgerð og hendur hans voru blíðar. Hann skoðaði háls hennar vand- lega og sneri sér svo að Catherine. „.Hún er að fá falska himnu í hálsinn og þar er ígerð. Þetta er að komast á hættulegt stig.” „Þú virðist mjög fróður um slíkt.” Catherine lækkaði röddina. „Helduröu að hún sé í hættu?” „Ég er hræddur um þaö.” Hans Nieuwenhuis var kominn til þeirra. „Þú kannt lækningar?” spurði hann ákafur. „Þú getur hjálpað Anneliese minni?” Henry Dulake þagði en kona hans greip í handlegginn á honum. „Henry. Geturðu hjálpað?” „Hvernig get ég það eftir það sem geröist — síðast?” Frú Dulake var hvöss í máli. „Skeyttu ekki um það. Segðu honum þaö sem þú heldur.” Dulake horfði á rjótt andlit Anneliese og gerði upp hug sinn. Hann vissi hvaö hann þurfti að gera. „Gott og vel,” sagði hann ein- beittur. „En úti — ekki hérna.” FYRIR UTAN vagn Hol- lendinganna var fólk sem safnast hafði saman. Það hafði greinilega spurst út að Henry Dulake væri að skoða Anneliese. Einhvers staðar í grenndinni heyrði Catherine vanþóknunarorö. „Eg myndi ekki hleypa þeirri fyllibyttu nálægt veikum hundi! ” Catherine beið óþolinmóð eftir aö Dulake kæmi í ljós, fann til nýrrar hræðslu. Hún hafði ekki haft sérstakar áhyggjur af hit- anum sem Charity var með fyrr en núna, en tvær manneskjur með hita og eymsli í hálsi. . . Dulake hirti ekki um augna- gotur fólksins í fjarska en kom til þeirra fyrir neðan vagninn og lagði aðra höndina á öxl Hol- lendingsins. „Ég ætla að segja þér það hreint út, Hans. Og það er eins gott að allir aðrir viti af því líka. Konan þín er með — barnaveiki. ’ ’ Allir viðstaddir gripu andann á lofti — supu hveljur af vantrú og fjandskap. „Bíddu nú hægur.” Cordell kom aðvífandi. „Hver segir að stúlkan sé með barnaveiki?” „Ég segi það.” Rödd Dulake var einbeitt. Slattery tók til máls við hlið Catherine, mjúk, letileg röddin féll ekki að illkvittnum orðum hans. „Gættu aö hvað þú segir, Dulake. Hver ert þú, að hræða fólk héríbúðunum?” „Ég er læknir.” Marie Dulake þaggaði niður klið vantrúar og andmæla. „Hlustið nú öll á mig. Eigin- maður minn er reyndur og virtur læknir. Ef hann segir aö Anneliese sé með barnaveiki þá er það satt.” Rödd barst úr hópnum. „Ég er ekki að efast um orð kvenmanns en við höfum öll augu í höfðinu. Hendur mannsins þíns skjálfa þótt hann haldi bara á spilapakka.” „Ég veit aö ég er köllun minni til skammar núna. Ég ætti ekki að kalla mig lækni lengur.” Rödd Henry Dulake var hás. „Eigum við að standa hér og væla í alla nótt meðan kona Hans deyr?” spurði Catherine. „Eigum ' við að hindra eina manninn á með- al okkar sem hefur hæfni til þess að veita henni þá hjálp sem hún þarf?” Það varö þögn sem virtist herða Henry Dulake upp. „Frú Nieuwenhuis á á hættu að kafna eða deyja af hjartabilun vegna eitrunar. Hana þarf að skera upp og það strax! ” Skyndileg þögnin var uggvæn- leg. Catherine rauf hana loks. „Hvaðáaðgera?” „Það þarf að opna háls stúlkunnar, annars kafnar hún.” Nú talaði Pete Cordell í annarri tóntegund. „Hans? Það getur ekkert okkar afsannað staðhæfingar hans. Þú verður að ráða þessu.” Hans greip um hönd Catherine og kyngdi. „Hjálpaðu henni,” sagði hann. „Gerðuþað.” „Gott og vel, sonur sæll, ég skal reyna það. Ég þarf einn til að aðstoða mig. Eru einhverjir sjálf- boðaliðar?” Catherine steig fram. „Ég skal hjálpa þér. Segðu mér hvað ég á aðgera.” CATHERINE STOÐ hjá Dulake meðan hann klæddi sig úr niður aö mitti og skvetti á sig vatni úr tunnunni, stakk svo höfðinu niður í fötu af vatni þar til hann gat ekki lengur haldið niðri í sér andanum. Hann kom upp, saup hveljur, skvetti vatni á Catherine þegar hún rétti honum handklæði. Það var runnið af honum er hann þurrkaði sig ákaft og hristi vatn úr hárisínu. „Ég vil fá beittasta hnífinn sem þú getur fundið. Sótthreinsaðu hann í eldi. Hreint lín, viskí til aö hreinsa sárið. . .” Þegar hún kom aftur að vagninum með það sem hann þurfti hafði hann hengt luktina beint fyrir ofan Anneliese og talaði blíðlega við hana. „Náðirðu í hitt sem ég bað um?”spurðihann. Catherine dró fram ónotaða ritfjöður undan handklæði, eina af fjöðrunum sem hún notaði til að halda dagbókina sína á kvöldin. En þessa fjöður átti aö nota til að bjarga lífi. Henry Dulake skar hana lipur- lega til, stytti hana og stakk henni á kaf í viskí. „Er allt í lagi?” spurði hann og Catherine kinkaði kolli. Uppskurðurinn tók ekki nema fáeinar mínútur en Catherine fannst hann taka eilífð. Hún hafði óbeit á því sem hún varð aö gera, að halda niðri útréttum höndum Anneliese meðan Henry Dulake skar fimlega skurð í háls hennar og stakk fjöðurstafnum í barkann. Dulake studdi við hana, þerraði hálsinn, festi fjöðurstafinn og festi fimlega á hann hreinar umbúðir. Á endanum hafði liðið yfir Anneliese og hún lá máttlaus. Dulake var ánægður. Hann lauk við að hagræða hreinum umbúð- unum. „Nú getur hún andað; ég fór 44 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.