Vikan


Vikan - 23.08.1984, Page 46

Vikan - 23.08.1984, Page 46
iu Framhaldssaga \3 „Það hafa allir verið til fyrir- myndar hingað til nema Slattery. Og Pete Cordell.” Hann svaraði engu. „Það eru hættur framundan, nokkuö sem ég fæ ekki ráðið viö. En ég get enn ráðið viö vandann í vagnalestinni sjálfri. Láttu mig umþað!” MEÐAN ÞÁU neyddust til að hafa viðdvöl hafði bræði Catherine tíma til að kólna. Hún fylgdist með Buchanan meðan hann gekk um búðirnar. Okyrrðin og gremjan jókst, hann róaði, hvatti eða jafn- vel hrópaði þegar þörf krafði. Hún gerði sér enn á ný grein fyrir streitunni sem hann bjó við. Þegar þau fóru inn í Colorado fáeinum dögum síðar reiö hún með honum á undan vögnunum. Hann andmælti því ekki. Hitinn var ofboöslegur og Catherine var sveitt og leið illa. Allt í einu lagöi skjótti hesturinn kollhúfur og fnæsti og hryssa Catherine tók að feta frá. „Rólegur, karlinn!” Buchanan horfði yfir hæðirnar sem þau voru aðfara um. „Hvað er að?” Catherine sá ekkert óvenjulegt. „Kannski ekki neitt.” Hann hallaði undir flatt og hlust- aði meðan þau riðu upp á lágan hæðarhrygg. Þar uppi tók hann fast í tauminn, horfði á fururnar til hliðar við þau og steig af baki. „Bittu hestana handan við fur- urnar þarna.” Þegar hún hafði hlýtt þessu var hann lagstur á hnén og hafði ann- að eyrað við jörðina. Svo kom hann til Catherine undir furunum og horfði niður hlíðina fyrir fram- an þau. Öþjálfuðum augum Catherine virtist hitamóðan á sjóndeildar- hringnum minna á slétturnar í Kansas. Fremst var grunnt gil með risastórum sléttum steinum og klettarnir beggja vegna. Fyrst ímyndaði Catherine sér að hún heyrði þrumur í fjarska en himinninn var heiöblár. Svo benti Buchanan í hávestur eftir sól- bleiku gilinu og hún áttaði sig á mistökunum. Hún hafði heyrt hófatak. Loks sá hún þaö sem Buchanan hafði áttað sig á mörgum mínút- um áður. Mílu frá þeim á slóðinni var einmana knapi á þeysireiö í átt til þeirra í rykskýi. Fyrir aftan hann þyrlaöist upp ennþá stærra rykský. Buchanan bölvaði í hálfum hljóðum, sneri að hestinum sínum og kom aftur með riffilinn. „Horföu vel á þetta,” sagöi hann. „Þú varst að spyrja um shoshone- indíána.” Hún þurfti að halda aftur af sér til að grípa ekki um handlegg hans og bældi niður óp. Þess í stað fylgdist hún kvíðin og þögul með er knapinn hvatti hestinn að gils- munnanum. Indíánarnir virtust draga á hann. Hann hallaöi sér fram í hnakkn- um, svartur hatturinn aftur á hnakka, og leit örvæntingarfullur um öxl. Hann var alveg svart- klæddur, sá Catherine, nema á vestinu hans voru silfurbrydding- ar sem glömpuðu í sólinni... „Þetta er Slattery!” hrópaði hún. „Já. Og hann er í miklum vand- ræðum.” Æpandi indíánarnir, sem eltu Slattery, virtust stöðugt nálgast hann; þetta var um það bil tylft indíánahermanna, flestir með lensur og fjaðrirnar blöktu í vind- inum. Hún gat greint sveitt andlit Slatterys og rykug föt hans, svita- löðrið á fnæsandi hestinum hans. Svo fór Buchanan úr skjólinu við fururnar og út á bersvæði. „Slattery!” æpti hann, veifaði rifflinum sínum og án þess að hika knúði Slattery hestinn sinn upp hæðina til þeirra. Þegar Buchan- an hafði dregið Catherine úr aug- sýn var Slattery kominn niður til þeirra og kipppti í beisli hestsins1 síns. Full af hryllingi horföi hún á froðuna í munnvikum hestsins, síður hans gengu upp og niður af mæði. Buchanan gekk fram og indíán- arnir, sém æddu upp hæðina, gátu séð hann, lyfti rifflinum og skaut. Fremsti indíáninn féll til jarðar þegar hesturinn datt allt í einu undir honum. Hinir indíánarnir stönsuðu snögglega og flýttu sér í skjól af klettum en forustusauður- inn skreiddist á fætur og stökk á eftir þeim. Slattery hafði náð stjórn á sér og hljómurinn í rödd hans var napur. „Það gæti verið góð hugmynd að skjóta mennina en ekki hrossin þeirra, Buchanan. Þaö bætir held- ur vinningslíkur.” „Þegiðu,” sagöi Buchanan þreytulega. „Og þegar þú hefur náð andanum geturðu sagt okkur af hverju shoshone-indíánarnir virðast vilja tæta þig í sundur.” Hann miðaði vandlega á klett- inn og kúlan skoppaði niður í gilið án þess að gera neinum mein. Fjaðurprýtt höfuö birtist yfir klettinn. Buchanan skaut aftur, allt of seint, og önnur kúla söng við steininn. Catherine áttaði sig á aö hann skaut framhjá af ásettu ráði. „Þeir eru í hernaði, sástu það ekki?” Róleg rödd Slatterys var ekki í samræmi við orð hans. „Ef þið hefðuð ekki skotið upp kollin- um væru þeir enn að eltast við höf- uðleðriðámér.” Buchanan lauk við að hlaða riff- ilinn sinn aftur. „Indíánarnir þarna eru ekki stríðsmálaðir,” sagði hann. „Þú verður að gera betur en þetta, Slattery.” Hann miðaði og indíáni,' sem hafði verið að reyna að kom- ast fyrir klettaranann, sleppti boganum sínum og valt aftur á bak þegar kúlan endurvarpaðist af steinunum. „Segðu mér sannleikann eða ég afhendi indíánunum þarna þig.” Slattery leit rannsakandi á hann. „Þúmyndir ekki gera það.” „Eg myndi gera það. Ég geri það, nema þú komir hreint fram við mig.” Riffillinn gelti aftur og indíánahermaöur skaust á bak við stein. En í þetta sinn var steinninn nær furutrjánum. „Ég get ekki haldið þeim í skefj- um öllu lengur.” Buchanan leit við og sendi honum nístingskalt augnaráð, sneri sér aftur við og skaut. Slattery leit á bak hans og sneri sér að Catherine. „Það var þannig, Cathy.” Hann kalla'M hana í fyrsta sinn skírnar- nafni. „Ég rakst á shoshone-veiði- mann á slóðinni; hann hafði ný- lega drepið buffala og var að flá hann þegar ég kom að honum. Ég byrjaði að semja viö hann, ósköp friösamlega, þegar hann réðst að mér með fláningarhníf- inn.” Augu Slatterys urðu dimm og hann talaði hærra. „Hann hefði skorið mig í beitu, Buchanan. ” „Þú varst að semja um kjöt- kaup — áttir í orðastappi við indíánahermann og reiöst burt — ómeiddur?” Slattery ýtti hattinum frá enninu, sýndi blæðandi sár við hársvörðinn. „Ekki alveg,” sagði hann þurrlega. „Hann er meiddur,” sagði Catherine við skinnklætt bak Buchanans. Hann svaraði henni engu. „Og þegar þú reiðst af stað birtust fleiri indíánar eins og þruma úr heiðskíru lofti og fóru að elta þig.” Hann lét riffilinn síga og sótti meiri skotfæri. „Fyrst svo er hefur þú naumast nokkuð á móti því að ég spyrji þá út í sögu þína. ” Catherine tók eftir skelfingar- leiftrinu í augum Slatterys. „Auð- vitað ekki — ef þú vilt taka þeirra málstað gegn mínum! ” Buchanan hélt áfram að hlaða. „Mér virðist þú hafa tekið upp þann siö aö ríða burt frá fólki, það er allt og sumt.” Hann horfði beint á Catherine. „Ég ætla þarna niður til að rabba við indíánana. Ef saga hans er sönn er það ágætt. Ef ekki. . .” Hann horfði ástríöulaust, næstum yfirvegað, á Slattery og Catherine fylgdi eftir augnaráði hans. Buchanan var á leiðinni burt. „Haldið ykkur í skjóli.” Hann rétti henni riffilinn sinn. „Ætlarðu þarna niður óvopn- aður?” Þetta kom honum svo á óvart að hann brosti lítillega. „Ekki hafa áhyggjur mín vegna. Hingað til hef ég ekki abb- ast upp á neinn shoshone-indíána. Þú ætlar ekki að ríða burt aftur, er það, Slattery?” Slattery hristi höfuðið þegjandi, horfði á riffilinn. Catherine fylgdist með Buchanan ganga fram úr skjólinu hjá trjánum og heilsa indíánunum sem lágu í felum með fáeinum hvellum orðum. Þegar hann stóð óvopn- aður á klettarananum fann hún allt í einu til verndarkenndar gagnvart honum. „Faröu varlega!” hvíslaði hún. „Æ, farðu varlega!” Hann gat auðvitað ekki heyrt til hennar en Slattery bærði svolítið á sér svo hann hafði heyrt þetta. KVlÐAFULL horfði Catherine á Buchanan mæta einum shoshone- indíánanum í miðri brekkunni, há- vöxnum, koparlitum manni með tvær fléttur og klæddan skinn- buxum. Buchanan nam staðar, tók hníf- inn sinn með beinskaftinu úr slíðrum og lét hann falla á jöröina fyrir framan hinn manninn. Sho- shone-indíáninn horfði tor- trygginn á hann, kastaði svo frá sér sínum hníf og lensunni sem hann hafði haldið á. Þegar hinir indíánarnir á hest- unum umkringdu Buchanan fannst Catherine hún hætta að anda. Svo gaf fyrirliði þeirra fyrirmæli og indíánarnir létu hest- ana lötra eftir gilinu og biðu meðan Buchanan og shoshone- foringinn sátu með krosslagða fætur og töluöu saman. Catherine heyrði aðeins stöku sinnum raddklið þeirra en sho- shone-indíáninn benti hvað eftir 46 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.