Vikan


Vikan - 23.08.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 23.08.1984, Blaðsíða 50
Ný viðhorf Germaine Greer Arið 1971 kom út bókin Kvengeldingurinn (The Female Eunuch), eftir Germaine Greer, ástralska konu sem fram ad því hafði helgað sig bókmenntarannsóknum og var með dokt- orsgráðu frá Cambridge, Englandi, um fyrstu gamanleiki Shakespeares. 1 þessari bók kom hún víða við en það sem einkum vakti athygli og jafnframt fjaðrafok, aðdáun og hneykslan var afstaðan til frjálsra ásta sem fram kom í bókinni. Sú af- staða var í stuttu máli að hún var hlynnt þeim og taldi þœr hornstein kvenfrelsis og lifði samkvœmt því. Hún var út- hrópuð (og dáð) sem hljómsveitapœja og dálkahöfundur tímarita eins og OZ og Suck. Annað efni bókarinnar féll í skuggann. Nú, 13 árum seinna, hefur hún aftur skrifað bók sem þeg- ar hefur vakið talsvert umtal, jafnvel deilur. Sumir segja bókina kúvendingu á fyrri afstöðu og sjálfer hún ekki fjarri þeirri skoðun. Þessi bók heitir Kynferði og örlög (Sex and Destiny). Þar rœðst hún gegn fyrri skoðunum um ,,frjáls- ar” ástir og kemur fram með athyglisverðar kenningar um að þjóðfélög Vesturlanda séu barnafjandsamleg og á hnign- unarstigi og mœttu eitthvað afþjóðum þriðja heimsins lœra, að minnsta kosti láta fólksfjölgun þar um slóðir ganga sinn gang. „Eg er ekki hrifin af því þegar fólk segir mér að ég hafi breytt lífi þess. Enginn getur það, nema þar sjálft, ekki ég. Og ég hef engan áhuga á því að vera talin svo mikilvæg. Mér finnst leiöinlegt allt tal um að ég sé æðsta- prestynja,” segir hún nú. „Ég myndi skrifa miklu betri bók ef ég skrif- aði Kvengeldinginn núna,” segir hún. „Ég gekk alltof langt í henni, hún var skrifuð í stíl sem ég kalla ástralskan Shakespeare-biblíu- stíl. Sterkar tilfinningar koma mér yfirleitt út í skriftir.” Eftir að bókin kom út var Germaine Greer mjög í sviðsljósinu, hún skrifaði fyrir blöð eins og „Screw” og birtist fáklædd á útsíðu „Oz” og varð almenningseign á svipstundu. Henni tókst að koma sér upp athvarfi á ítalíu miðri, í Cortona, þó hún hafi látið sig dreyma um kastala í Calibríu. Húsið var án vegasam- . bands, rafmagns og hita. Síðar tók hún við háskólakennslu í Tulsa í Oklahoma, Bandaríkjunum. Þar átti hún að kenna kvennabókmenntir en fannst sér full- þröngur stakkur skorinn í kerfinu. Árið 1979 kom út eftir hana bók um baráttu myndlistarkvenna til að öðlast viðurkenn- ingu, sú hét: Obstacle Race („Kynþáttur” hindrananna). Nýja bókin átti sér talsverðan aðdraganda. Undirtitill bókarinnar er Pólitík frjósem- innar (Politics of Fertility). Hún fékk hug- myndina að því að skrifa bók um grófa stefnu vestrænna stjórnvalda í fólksfjölgunarmál- um fyrst þegar hún frétti af ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um þessi mál sem halda átti í Búkarest árið 1974 og komst að því að til Texti: Anna. hennar var engum fulltrúa boðið frá kvenna- samtökum. „Hugsið ykkur!” segir hún. „Þarna er haldin ráðstefna um konur og allt sem á að gera við konur, stál sem stungið er inn í þær og pillur sem þær veikjast af og þeim er ekki boðið! Ég fékk blaðamannapassa hjá „The Observer” og flýtti mér til Búkarest til að halda uppi árásum og gagnrýni.” Þar lenti hún í martröð skrifstofuveldisins hjá Sameinuðu þjóðunum og nefndum þeirra. Henni blöskraði hve grímulaust var rætt um Germaine Greer SO Vlkan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.