Vikan


Vikan - 06.09.1984, Side 14

Vikan - 06.09.1984, Side 14
Barnafræðs/a t um líka sótt talsvert til Bandaríkj- anna þannig aö þaö má segja aö það sé ekki bara eitt ákveöið land sem leitað er til heldur reynum viö aö safna hugmyndum víða aö og vinna þær miðaö við okkar að- stæður. Auövitað getum viö ekki tekið eitthvaö alveg hrátt upp, viö lifum í ólíku samfélagi og skólarn- ir okkar yfir landið eru ólíkir miö- að við það sem til dæmis gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aöstöðumunurinn er alveg geysi- legur, ég held að þaö geri sér eng- inn grein fyrir því nema sá sem fer í skólana úti á land þar sem kannski er kennt í litlum félags- heimilum, þar sem rýma þarf fyr- ir helgar, eöa jafnvel í kirkjum þar sem ekkert má setja á vegg- ina. Og við þetta búa svo sum börn alveg upp grunnskólann. Island er líka eina landið til dæmis af Norðurlöndunum með tvísetna skóla þannig að kennarar eru með miklu meira álag hér. Þeir sem eru í fullu starfi hafa kannski um- sjón með milli 50 og 60 nemendum auk þess sem þeir taka með sér mikla vinnu heim, bæði hugsanir og verkefni. Gott skólastarf bygg- ist mikið á góðum kennurum en með þetta mikla álag og sums staðar erfið skilyrði og svo hin lágu laun, sem þarna bætast ofan á, er kennarastarfið nánast hug- sjónastarf.” Skólabyrjunin ákaflega mikilvæg Þegar börn byrja í forskólanum eru þau á aldrinum 5 ára og 8 mánaöa til 6 ára og 8 mánaða. Þroskamunurinn getur þama ver- ið talsverður. í skýrslu forskóla- nefndar segir að áhugamál bams- ins og þroskastig ættu fyrst og fremst að vera höfð að leiðarljósi. ,,Mín skoðun er sú að þessi grunnur, sem verið er að leggja í skólabyrjun, sé eitt af því mikil- vægasta í skólakerfinu. Ég held eiginlega að ég leggi aðaláherslu á tvennt núna. í fyrsta lagi er það öryggiskennd hjá barninu, það er aö segja aö það fái aö njóta þeirr- ar reynslu sem það hefur áður en það kemur í skólann og að því sé tekið á þeim forsendum sem það hefur án þess að það séu gerðar of litlar eöa of miklar kröfur. í öðru lagi tel ég mjög mikilvægt aö barnið fái í byrjun jákvæða sjálfs- mynd sem að sjálfsögðu tengist mjög þessufyrra.” Þetta hlýtur að vera erfitt hjá kennara sem hefur umsjón með yfir 50 nemendum á dag? „Það er þetta sem er svo erfitt. Þaö er auðvitað misjafnlega að þessu staðið, víða afskaplega skemmtilega en annars staðar náttúrlega eins og gengur ekki eins vel og getur þar til dæmis komiö til aðstöðumunur skóla. Ég tel það afskaplega mikilvægt að námið sé heildstætt og samfellt alveg frá byrjun en ekki þannig að í 6 ára bekk fái börnin eina „inn- skólun” og síðan allt aðra með öörum kröfum í 7 ára bekk. Þetta er einnig erfitt vegna þess að öll þessi börn koma úr ólíku um- hverfi. Sum hafa verið í leikskóla og eru með ákveðna reynslu það- an, hafa unnið saman í hópi. Þessi hópur hefur sérstöðu gagnvart hinum sem koma sem einstakling- ar, einnig frá geysilega ólíku um- hverfi. Annars vegar er kannski barn sem mikið hefur verið rætt við og er þess vegna málfarslega mjög þroskað og kannski félags- lega mjög öruggt. Hins vegar er svo barn sem ekki hefur fengið eins mikla umönnun og geta jafn- vel félagslegar ástæður legið þar að baki. Þegar kennari fær svo stóran hóp þessara ólíku barna er hætta á því að farið sé að leggja sama verkefnið fyrir alla. Sum ráða við verkefnið en önnur eru alls ekki tilbúin í þetta. Kennslan þyrfti að vera þannig aö hvert barn gæti unniö verkefni við sitt hæfi og svo byggt rólega ofan á það.” Undirbúningur fyrir skólagönguna? Er gott að kenna börnunum staf- ina áður en þau koma í forskól- ann? Verða þau, sem kunna að lesa, fyrir vonbrigðum þegar þau koma í skólastofuna þar sem verið er að klippa, lita og mála? „Það er svo margt sem þarf aö vera komið á undan. Ég held til dæmis að hinn frjálsi leikur sé oft vanmetinn. Það heyrast stundum raddir þess efnis aö það sé verið að leika sér í skólastofunni. Leikurinn er geysilega mikið uppeldisatriði og börnin læra mik- iö af leiknum. Það sem börn upp- götva í gegnum leikinn er nám út af fyrir sig og þetta má alls ekki vanmeta. Hreyfingin er til dæmis mjög mikilvæg í þroska barnsins. Nú er hins vegar talað um aö börn séu að mörgu leyti verr búin undir ýmislegt vegna þess að þau sitja mörg hver meira nú en áður. Þarna kemur sjónvarpið og videoið inn í. Það er margt gott um þessa miðla að segja en við vitum að á sumum heimilum tek- ur þetta mikinn tíma barnanna, þannig að hinn frjálsi leikur og hreyfingin verða minni en áður. Lesturinn er ekki aðalatriðið í byrjun, það er svo margt sem þarf að vera komið áður. Þetta þarf að kynna foreldrum þannig að þeir geti áttað sig á því að það er á margan hátt hægt að búa börnin undir skólagönguna með því að ræða við þau og hlusta á þau og fá þau til aðsegja frá hlutunum.” Sum eru tilbúin til að fara að lesa og skrifa „Það þarf auðvitað að koma til móts viö þau börn sem eru tilbúin og eru með ákveðnar væntingar. Það má ekki koma í veg fyrir að þau haldi áfram. Það þarf að miða kennsluna við einstaklinginn í hópnum og skólastofan þarf að vera eins og lítið verkstæði þar sem verið er að vinna að ýmsum þáttum, bæði sameiginlega og eins eiga börnin að geta fengiö verkefni í samræmi við getu hvers og eins. Skólinn verður að sinna þörfum barna til að tjá sig. Þaö og ýmsir leikir eru meðal annars forsenda þess að börn fái áhuga á að læra að lesa, skrifa og reikna. Mikilvægt er að þessir þættir séu ekki vanmetnir í skólabyrjun. Nú, kennarar tala um það víða að nemendur séu miklu taugaveikl- aðri í dag en áður, eigi erfiðara með að einbeita sér, séu æstari og að agavandamálið sé meira. Ég held að lausnin á þessum vanda sé ekki sú aö kenna þeim fyrr að lesa. Um þetta þarf að upplýsa foreldra og þar sem ég hef talað á foreldrafundum hafa foreldrar verið mjög áhugasamir og já- kvæöir. Svo er auðvitað miöur aö oft koma ekki þeir foreldrar sem kannski þyrftu helst aö koma. ” 5 ára í forskóla? Samkvæmt 74. grein grunn- skólalaganna er sveitarfélögum heimilt að setja á stofn forskóla fyrir 5 ára börn og í sumum ná- grannalöndum okkar tíðkast það að 5 ára gömul börn séu send í skóla. Almennt hefur þetta heim- ildarákvæði grunnskólanna ekki verið notað þótt tilraunastarfsemi sé í gangi í nokkrum skólum í Reykjavík. „Ég held aö það sé ekki tíma- bært hjá okkur að fá 5 ára börnin í skólana á meöan við erum ekki í stakk búin til að sinna þeim 6 ára sem skyldi og skólarnir eru tví- og þrísetnir. Að mínu mati eru 5 ára börnin betur sett í leikskólanum. Það er dálítið sorglegt að fara aö stefna aö því að taka viö 5 ára börnunum í þá skóla þar sem nem- endum fækkar en það er einmitt þá sem skólinn byrjar að vera manneskjulegur og rýmri tími og betri aðstæður skapast fyrir nem- endur. Nú, menntun grunnskóla- kennara hefur ekki verið miðuö viö 5 ára börn en það er aftur á móti menntun fóstra. Þetta er auðvitað aðeins viðmiðun þar sem mörg 5 ára börn hafa þroska á við 8 ára börn. Það væri skert þjón- usta, miðað viö leikskólana, sem 5 ára börn fengju í skólanum í dag, bæði hvað varöar tíma á viku, starfshætti og hlutfalliö milli starfsfólks og barna. i skólastof- unni er aðeins einn aðili með stór- an hóp barna þar sem kannski ein fóstra og einn aðstoðarmaður vinna meö helmingi minni hóp í leikskólanum. Ég vil leggja mikla áherslu á þetta með sérstöku tilliti til þarfa barna og foreldra. Stjörnurnar og einkunnagjöfin Gamla, góða stjarnan hefur löngum glatt litlar mannverur fyrstu skólaárin. Sum börn taka því þó misvel þegar aðeins er hálf stjarna, svo ekki sé nú talað um ef einn fjórði úr stjörnu er í stílabók- inni. Eiga einkunnagjafir á byrj- endastigi rétt á sér? #########################/

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.