Vikan


Vikan - 06.09.1984, Page 20

Vikan - 06.09.1984, Page 20
-------------------* Nám fyrir fóí Stjórnunarfélag íslands: „Megináherslaná stjórnunarnámskeio Árni Gunnarsson. Kjarninn í starfsemi Stjórn- unarfélagsins er innlend stjórn- unarnámskeiö en þau hafa verið starfrækt um 20 ára skeið. Á síðastliðnum vetri tók félagið upp þá nýbreytni að nota námseining- ar sem svipar til eininga í mennta- skólum viö öll námskeið sín. Markmið námseiningagjafar er að gera meðal annars mögulega varanlega skráningu á þátttöku í námskeiðum hjá félaginu, veita upplýsingar um námsferil, auð- velda samanburð milli námskeiða og ekki síst að hvetja þátttakend- ur til að safna námseiningum sem lið í símenntun sinni. I vetur verður Stjórnunarfélagið með 35 innlend og erlend stjórn- unarnámskeið og 20 tölvunám- skeið, ennfremur spástefnu og námsstefnur. Engin skilyrði eru sett fyrir menntun og engin próf haldin, aðeins einingamat á nám- skeiðunum eins og áður greinir. Til að gefa hugmynd um hve um- fangsmikil starfsemin er má geta þess að á námskeiðum félagsins árið 1983 voru alls 3122 þátttakend- ur. Skal nú stiklað á stóru og greint frá námskeiðahaldi Stjórn- unarfélagsins. í boði eru bæði almenn stjórn- unarnámskeið fyrir byrjendur, til dæmis „Stjórnandinn og hlutverk hans”, og ennfremur sérhæfð námskeið fyrir verkstjóra, inn- kaupastjóra, verslunarstjóra og skrifstofustjóra. Viö erum með námskeið í þróun nýrra vöru- tegunda, um stofnun nýrra fyrir- tækja, áætlanagerð fyrirtækja og flutningatækni. Nefna má nýstár- legt námskeið sem Pétur Guðjóns- son verður með í vetur og hefur með fyrirtækjaímynd að gera, þaö sem á ensku nefnist „corporate image”. Þá veröur Magnús Bjarn- freðsson með nýtt námskeið sem nefnist „Samskipti við fjölmiðla”, endurtekið verður námskeið um myndbandatækni sem var haldið síðastliðið vor og þannig mætti lengitelja. Við verðum með nokkur almenn námskeið, eins og bókfærslu, toll- skjöl, ritaranámskeið, erlend verslunarbréf, símanámskeið og námskeið fyrir sölumenn. Um erlend námskeið er það að segja að Stjórnunarfélagið hefur gert samning við Scandinavian Service School um námskeið sem tekur tvo daga og nefnist „Person- lig service gennem personlig ud- vikling”. Sá skóli er í eigu SAS og Time Manager-fyrirtækisins og námskeiðið hefur þegar verið haldið fyrir alla starfsmenn SAS og áformað er að halda það líka hjá British Airways. Enn verður boðið hið vinsæla námskeið Time Manager sem ætl- að er að gera þátttakendur færa um aö nýta tíma sinn betur og ná betri árangri bæði í starfi og einkalífi. Þá má nefna nýtt erlent námskeiö frá Sænska útflutnings- skólanum sem fjallar um „val og stjórnun á erlendum umboðsaöil- um” — það er ætlað útflytjendum sem þurfa að finna og semja við umboðsmenn í öðrum löndum. Ég nefni líka danskt námskeið sem starfsmenn dönsku fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar verða með hér, það nefnist „Moderniser- ing af den offentlige sektor”. Ekki má gleyma að Stjórnunar- félagið veitir félagsmönnum ókeypis þjónustu sem felst í því að finna í hvaða Evrópulandi sem er og auk þess Bandaríkjunum nám- skeið sem viðkomandi gæti haft áhuga á. Menn geta einfaldlega haft samband við Stjórnunarfé- lagið og greint frá áhugasviði og hvenær þeir verða erlendis í til- teknum löndum. Þeir fá síðan tölvuútskrift sem greinir frá öll- um námskeiöum sem standa til boða á hinum tiltekna tíma og ýmsar upplýsingar um tilhögun og kostnað. Stjórnunarfélagið starfrækir nú tölvunámskeiö þriðja árið í röð. í vetur verða um það bil 20 nám- skeið, allt frá byrjendanámskeið- um í ýmis sérhæfð námskeið. Þar á meðal má nefna fjögur áætlana- gerðarnámskeið (Multiplan, Lotus, IRPS og AppleWorks), gagnaf orritanotkun (DBase II), nokkur ritvinnslunámskeið og einnig verða forritunarnámskeið (Basic, Pascal, Assembler, Cobol ogFortran). Tölvunámskeiö á stjórnunar- sviði verða líka á dagskrá, þar má nefna notkun á erlendum gagna- bönkum, undirbúning og skipu- lagningu tölvuvæðingar, nám- skeið um öryggismál tölvukerfa og hugbúnaðarverkfræði. Verð á tölvunámskeiðum er mismunandi, það ræðst af tíma- lengd, námsgögnum og ýmsum rekstrarþáttum. Dýrust eru erlendu námskeiðin, eins og til dæmis hugbúnaðarverkfræðin, sem kostar 10.900 krónur. Almennu tölvunámskeiðin kosta 3.900 krónur, ritvinnsla 4.400 og forritunarnámskeið 5.600 krónur. Þetta verð miðast við aö búið sé aö veita 20 prósent afslátt sem fé- lagsmenn í Stjórnunarfélaginu fá. Stjórnunarfélag íslands, Síðumúla 23, 105 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Árni Gunnarsson, sími 82930. Upplýsingabæklingur um námskeið næsta vetrar verður tilbúinn til afhend- ingar í byrjun september. Ráðlegt er að tilkynna þátt- töku með góðum fyrirvara þar eð fullskipað er á flest námskeið. zo Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.