Vikan


Vikan - 06.09.1984, Page 28

Vikan - 06.09.1984, Page 28
Framhaldssaga Þrívegis sparkaöi hann upp fótunum, kafaði djúpt, og þrívegis kom hann einn upp aftur. I fjóröa skipti sem hann kafaði luktist Humboldt-fljót yfir hann og hann sást ekki. „0, guð, nei,” baö Catherine. Hún hljóp meðfram vatninu þar til hún var gegnt staönum þar sem hann hafði kafað. Þaö gat ekki verið að neinn væri svona lengi í kafi án þess að drukkna. Hún haföi hjartslátt meðan hún starði á fljótið. Svo, þegar hún gat ekki afborið þjáninguna lengur, kom höfuð Buchanans upp á yfirboröið. „Greg!” hrópaði hún. Hann rak stöðugt niður fljótið, lá á bakinu í vatninu, sogaði að sér loftið og svo lyfti hann með miklu átaki báðum handleggjum upp úr vatninu. Hann hélt í Pete Cordell. „Buchanan!” kallaöi skipandi rödd. Neðar með fljótinu var Fancy Donahue uppi á bakkanum og sveiflaöi snöru yfir höfði sér. Það heyrðist hvinur þegar reipi Fancy hlykkjaðist yfir vatnið — beint að uppréttum armi Buchanans. Snaran féll yfir hann og einhver hrópaði húrra. Reipiö festist um handlegg Buchanans og Fancy tók að draga hann að bakkanum með aðstoð tveggja annarra manna. Þegar þeir nálguðust bakkann óð Catherine út í fljótið og teygði sig eftir Buchanan. Augu hans voru lukt — hún var ekki einu sinni viss um aö hann væri á lífi. En það lék enginn vafi á því að Pete Cordell hlaut að hafa drukknað áður en Buchanan náði til hans. Mennirnir lögðu Cordell á ár- bakkann meðan Catherine kraup við hlið Buchanans. „Greg!” Hún tosaði í axlir hans, reyndi að lyfta honum og hr. Noonan kom henni til aðstoðar. Það höfðu allir snúið sér frá þeim og gengið hægt og dapurlega að vögnunum svo aö enginn nema Catherine sá sorg Buchanans þegar hann leit á lík Cordells. Loks rétti hann úr bakinu, hvíldi aöra höndina á gegnblautu hári vinar síns. „Hann var enginn sundkappi,” stundi hann upp. „Hann hefði ekki átt að fara út í. Hann hefði ekki átt aö. . Rödd hans brast í grátekka. Þá fór Catherine til hans. Það voru forréttindi hennar að sjá hann lyfta Cordell upp í örm- um sér og bera hann út í eyði- mörkina, að stað þar sem krækl- ótt, visnað tré óx í kjarrbrúski. Hann lagöi Cordell niður í skugg- anum og Donahue, sem „átti bara leið hjá” eins og hann sagöi feimnislega, kom til að aðstoða hann. „Nei!” urraði Buchanan þegar Fancy gerði sig líklegan til aö byrja að grafa. Hann tók af honum skófluna og byrjaði sjálfur aö grafa í harða og skrælnaða jörðina. Gröfin var ekki dýpri en svo að hann gat lyft Pete Cordell niður í hana og lagt hann til með byssubeltið við hliö sér. Það var ekki fyrr en þá sem Buchanan ávarpaöi hana. „Ég væri þér þakklátur ef þú næðir í teppi fyrir mig, Cathy.” BUCHANAN hafði misst bæði vin sinn og bjargvætt. Hann bar harm sinn í hljóði og Catherine þjáöist með honum. Oft langaöi hana til að hugga hann, hughreysta hann, en þessa stundina hafði hann byggt aftur, stein fyrir stein, vegginn sem hún haföi séö hrynja í hellinum í Virkissteini. Núna streymdi fljótiö hægt, gul- grænt og eitrað. Þeir sem höfðu farið illa með drykkjarvatnið sitt uröu að gjalda fyrir það. í örvænt- ingu sóttu nokkrir vatn í fúlt fljótiö, suðu það og drukku. Andstyggileg eymd blóðkreppu- sóttar fylgdi í kjölfarið og hún var fljót að breiðast út. Menn voru ekki f jarri örvæntingu. Buchanan kallaði sjúka og þreytta feröalangana saman með hótunum. „Ég ætla að vera blátt áfram. Við fyrstu skímu á morgun leggjum við út á alkalí-eyðimörk. Það er ekki hægt að fara fyrir hana og það er ekki hægt að snúa við. En ég skýt hvern þann sem verður til vandræða. Sama er að segja um Donahue hér. ” Þetta kvöld, við mörk eyði- merkurinnar, talaði Buchanan í fyrsta sinn einn við Catherine eftir að Corodell dó. „Ég treysti meira á þig á morgun en nokkru sinni fyrr. Við þurfum að fara sextíu, kannski sjötíu, mílur yfir eyðimörkina. Hvaö svo sem gerist skaltu halda forystuvagninum á hreyfingu og láttu múldýrin ekki stöðva þig.” En hægri hönd hans greip um hönd hennar og sagði margt og hún endurheimti kjarkinn er ást hennar til hans óx í mikilli flóð- bylgju. Augnaráöið sem hann sendi henni þegar hann fór var eins og ástarhót. Um nóttina veiktist Catherine líka og ferðin yfir eyðimörkina virtist silast áfram í þoku sárs- auka og eymdar. Á sinn miskunnarlausa hátt kom eyöimörkin þeim að liði; þau urðu að halda áfram eöa deyja að öörum kosti. Sex sinnum á erfiðri leiðinni varö Buchanan að skera laust uppþornað múldýr sem hnaut í aktygjunum og bergmál byssu- skota kvað æ oftar við þegar nýtt dýr var drepiö. Annað forystumúldýr Catherine varð síðast til aö gefast upp. Þegar það féll voru Buchanan og Donahue svo snöggir að skera það laust aö vagninn stöðvaðist varla. Á daginn var eyðimerkurslóðin stráö bleikum beinum sem hræ- gammarnir, sem vomuðu stöðugt uppi yfir þeim undir brennandi sólinni, höföu kroppað hrein. Dauðinn varð lítiö eftirtektar- verður. Nóttin og myrkrið veittu aðeins skamma fró. Fáeinar mílur frá hinum jaöri eyðimerkurinnar varð Sheenah Noonan tíunda fórnarlamb ferðar- innar. Þegar hún gaf upp öndina af blóðkreppusótt og sótthita hróp- aði hún á Catherine og Buchanan. Hún var skelfilega föl, vagninn mettaður fúlu lofti. Hún teygði tærða handleggina til Buchanans. „Kysstu mig einu sinni,” sagði hún hást. „Bara einu sinni áður en ég dey.” Catherine horfði á Buchanan faöma írsku stúlkuna blíölega að sér og kyssa hana létt á varirnar sem eitt sinn höfðu verið þrýstnar. Þau létu Noonan-fjölskylduna í friði með sorg sína. Um hádegi daginn eftir var vagnalestin kom- in í skugga af beinum, háum trjám við rennandi vatn, undir hæðunum sem voru fyrirboði síð- ustu stóru hindrunarinnar: hárra granítfjallanna í Sierra-fjalla- hringnum. Sheenah Noonan var grafin með lítilli viöhöfn undir hnotuvið, hvíldarstaður hennar var fagur í samanburði við legstað barnanna fjögurra, kvennanna tveggja og mannsins sem höfðu dáið úti í eyöimörkinni. Nancy Eastlake var komin með háan hita og hafði hvorki styrk né vilja til að berjast gegn honum. Ekkert vatn í heimi kom henni aö haldi núna. Catherine, Sarah og Emmeline sátu til skiptis hjá henni og kældu andlit hennar með rökum klútum. „Getum við ekki staldrað hér við lengur, Greg?” bað Catherine. „Þetta er góður staður til að jafna sig.” „Þegar veturinn kemur verða hæðirnar hérna lokaðar af snjó.” Hann leit þreytulega á hana. „Mig minnir að það hafi einhver lofað að koma þeim til fyrirheitna landsins.” Það var ekki fleira að segja. ÞAÐ ÞURFTI að fleygja fleiri munum þegar vagnalestin mjakaðist með erfiöismunum upp í Sierra-fjöll, í þetta sinn nýjum birgðum frá Salvation. Klettafjöll, sem höfðu veriö ógreinileg minning þangað til, virtust hvíld í samanburði við þetta. Buchanan var Catherine mikill styrkur. Þar sem hún var máttfarin eftir veikindin stýrði hann forystu- vagninum en Donahue sá um annan vagninn. Líf, draumar, jafnvel vonin hafði glatast á leiðinni. Buchanan var ef til vill magur, tekinn og með sokkin augu, en núna var hann það eina sem blés lífi í vagnalestina. Þaö sem lítið var um mat þrætti fólk innbyrðis og alltaf var verið að kalla á Buchanan til að skera úr um smámuni. Catherine furð- aði sig á því að eftir margra mánaða ferö gæti hann enn haldiö heilbrigðri dómgreind og haldiö friðinn. í hvert sinn sem hún horfði í þreytuleg augu hans heyrði hún fyrir sér spádóm hans í Missouri: Skítur, sjúkdómar, dauði og ósigur. I SEPTEMBER komst vagna- lestin í hæsta skarðið í Sierra- fjöllum. Það snjóaði en samt birti yfir Catherine. Einn dagur enn og þau yröu komin í gegn. . . frjáls. . . inn í fyrirheitna landið! Uppörvuð af voninni, sem hún sá aftur tendrast í andliti Sarah Eastlake, fór Catherine að hitta Nancy. Það var enginn vonar- bjarmi í sokknum augum hennar. „Mamma,” sagði Emmeline henni fremur af skyldurækni en sannfæringu, „bráðum verðum við komin í sólina í Kaliforníu eins og pabbi vildi. Áður en langt um líður sérðu glampa á Kyrrahafiö.” En Nancy heyrði þetta ekki. Þetta kvöld, áður en varðeldarnir voru tendraðir, lauk veikburða mótstöðu hennar. „Mamma er á förum,” Emme- line kom á fund Catherine. „Hún spurðieftir þér.” 28 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.