Vikan


Vikan - 06.09.1984, Qupperneq 50

Vikan - 06.09.1984, Qupperneq 50
R3 Vikan og tilveran íslenskt brennivín Sumrin á Islandi eru bæöi fögur og skemmtileg. í sveitum landsins nýtur æskan gleði og frelsis en þó fylgir allri gleöi nokkur alvara. Sveitaböllin eru víöa haldin og í útvarpi dynja auglýsingar þar aö lútandi fyrir helgarnar. Flestir eiga sín sveitaballatímabil og sá sem þetta skrifár er einn slíkra. Þaö er laugardagur um síö- sumar. Störfum dagsins er að ljúka en í sveit er sjaldan spurt hvaða dagur er þegar koma þarf saman heyjum og mjólka skal kýrnar. Ég og félagi minn hrööum okkur frekar því að í kvöld á að vera stórdansleikur í grenndinni. Viö þurfum þó að hressa svolítið upp á útlitið því að ekki dugar aö koma angandi í fjósalykt á staðinn. Allt tekur þetta fljótt af og að hálftíma liönum stöndum við tilbúnir við bílinn, sem er mín eign, og erum að leggja af stað. Það er hlýr sunnanvindur og það er eins og maður hafi þrá til þess að fara eitthvað og njóta þess að vera til. Félagi minn og jafnaldri er hér aðstoöarmaður í sumar. Hann er úr Reykjavík. Við erum miklir félagar þó lífsviöhorfið sé ekki alltaf hið sama. Menn mega ekki vera of líkir, þá væri lítið gaman að lífinu. Ég ek fremur greitt. Þetta er þriggja kortéra keyrsla að heiman. Félagi minn stjórnar segulbandinu og drykkjarföngum sínum. Ég hef þann galla að smakka ekki vín. Hvort það eru örlög sem því ráða, það veit ég ekki, ég er bara svona. Þetta kemur sér vel fyrir félaga minn því einhver þarf að aka bílnum. Þetta er á blómatíma Abba og Boney M og ekki er neitt varið í það nema allt sé í botni og svo þarf að blanda milli flaskna og bíllinn fær sinn skammt af brennivíni auk sígarettustubba á gólfinu. Nú og svo klingir í gosflöskuhrúgunni aftur í. Það er blandiö. Félagi minn gerist nú í kátara lagi og er byrjaður að syngja með. Hann heimtar að ég syngi líka. En ég þykist enga söngrödd hafa. Hann segir að sér finnist það verst við mig hvað ég sé alltaf ódrukk- inn. Það er víst ekkert varið í að vera edrú á samkomu. Mér finnst það allt í lagi. Ég færi ekki á allar þessar helgarhátíðir ef mér fynd- ist hundleiðinlegt. Ég læt hann vita þetta. Það er víst auöveldara að ná sér í eitthvað ef maður er aðeins við skál. Menn veröa sniðugri, er mér sagt. Lífið er flókiö. Á leiðinni er bensínstöð og sjoppa og segist ég þurfa að taka á tankinn en það taki enga stund. Hann er heldur betur til í það og segist þurfa að fá sér meira bland. Hann spyr hvort ég geti lánað sér fyrir nokkrum vindlum og gosi. Hann er þó vinnandi maður eins og ég. Sjoppan er full af fólki af ýms- um toga. Ég er að ná í félaga minn því hann virðist hafa tafist. Hann er kominn á tal við tvo menn sem sitja við borð innst inni í horni. Þeir eru búnir aö fá hann til þess að gefa sér sopa. Þeir látast vera hissa yfir því að ég skuli vera að skipta mér af þessum manni. Hann segist þó vera að koma en hættir samt fljótt við, þó ákveður hann að koma. Enn líða nokkrar mínútur og hann hættir aftur við. Ég sé ekki nema eina leið, að þrífa í manninn og draga hann út í bíl. Hann veitir ekki mikla mótspyrnu og það sem meira er, mennirnir tveir láta hann eiga sig. Þeir finna víst fljótt sína líka. Það sé ég þeg- ar ég næ í vindlapakkann, sem félagi minn gleymdi inni á boröi, til þeirra. Ég ek síðan af stað og gef nokkuöí. Við ökum ekki hraðar en svo að þó nokkuð af bílum brunar fram úr okkur, það eru fleiri en við að fara. Ferðin hefur geng- ið snurðulaust. Kvöldroðinn glampar á húsið, það er málað skærum litum og stendur nálægt fallegu vatni. Líklega er þetta með fallegri stöðum á landinu. En hér skiptir mannlífið öðru máli. Við erum komnir í hlað. Nokkur hópur manna stendur þar og hefur hátt og gleöst mikið. Maður nokk- ur úr sveitinni, sem gefinn er fyrir skemmtanir, er þarna staddur og þekkir óðar bílinn hjá okkur. Hann kemur slagandi að bílnum og slær vænt högg í húddið. Hann teygir sig síðan inn í bílinn til okkar og viröist mikið niðri fyrir, segir að hér séu eintómir asnar samankomnir. Ég sé að ég get ekki veriö alveg sannfæröur því hann er mjög óðamála, auk þess slefar hann rösklega yfir mig. Hann tjáir okkur að vín sitt hafi veriö tekið af sér í dyrunum og að þar hafi verið afar ruddalegur maður við störf og rifið í sig á alla vegu auk annars. Félagi minn telur góð ráð dýr en sínu víni verði hann að koma inn í húsið og hann á ráð. Hann bindur hina dýrmætu flösku við fótlegg sinn en skálmarnar eru víðar svo lítið ber á þessu. Við komum að dyrunum en þar eru gestir skammaðir og jafnvel hengdir að mér sýnist, að minnsta kosti er einn dyravarðanna með helbláan mann í klónum og eys auk þess svívirðingum yfir mann- inn fyrir að hafa komið með vín. Hvað gat maðurinn vitað um að ekki mætti vera með vín? Mig langar að segja eitthvað en skortir kjark. Við smjúgum inn og flaskan líka. Inni er þröngt, það verður margt í kvöld. Fljótt sjáum við borð þar sem sitja tvær stelpur sem ég þekki. Þær eru frá kaupstaðnum hérna í nágrenninu. Við vitum ekki fyrr en viö erum komnir út á gólfið með þeim. Þetta er f jörugt lag sem er á enda. Við tökum þá tal saman. Ég veit meö sjálfum mér að sú sem ég lenti á er nokkuð kræf og auk þess ekkert sérlega fyrir augað og því fæ ég hana til þess að skipta um dansfélaga og nú dansar hún við félaga minn en ég dansa við dömuna hans. Auðvitað er næsta lag vangalag og skiptir engum togum að hún þrífur hann að sér og hefja þau mikinn ástarleik þarna á gólfinu. Á þetta horfa allir. Ég slepp vel í þetta sinn, ég vil ekki láta taka mig svona, ég verð að hugsa um mannorðið og í raun finnst mér þetta ofurlítið niðurlægjandi athöfn á miðju gólfi. Mér líður illa. Hann er notaður því hann hefur fengið sér heldur mikið neðan í því. Þegar laginu lýkur sé ég þau fara úr salnum. Ég veiti því þó ekki mjög mikla eftirtekt því mig langar að líta á fólkið á staðnum. Allir eru mjög óðamála. Konur og stúlkur eru með svitalögð andlit sem eru að verða að klessumynd í kvennamálningu og í troðningnum hefur ein það af að brenna gat á jakkann minn með sígarettuglóð. Alls staðar er púaö og mig svíður í augun. Karlmenn eru svipaðir út- lits en eru þó meira í hörðum orða- sennum, allavega endar ein slík með handalögmálum. Því miður er ég of nálægt og fæ á mig slettu úr einhverju glasi því mikið gengur á og menn ryðjast um til þess að horfa á þessa dýrðarsenu. Ég ákveð að fá mér frískt loft, geng út aö bílnum og ætla að setj- ast þar smástund en hætti þó við því að þar eru félagi minn og vin- kona hans í einni kös og ég sé að hún er orðin afar fáklædd og eitt- hvað er hann búinn að hneppa frá sér. Ég læt sem ekkert sé og fer aftur inn. Þau verða að fá að njót- ast í friði. Slíkir leikir veita mönn- um ánægju. Inni eru þrengslin orðin meiri og menn virðast meira viö skál. Ég sé að stúlkan sem ég dansaði við er orðin nokkuð óhressari og grætur ofan í ösku- bakkann á borðinu. Hún er öll úfin og klesst. Fólk breytist í útliti á svona samkomu. Hún virðist hafa kúgast í ekkanum því nokkrir ómeltir pylsubitar liggja á borð- inu ásamt brauðleifum og tómat- sósu. Ég legg þó ekki í að hjálpa neitt upp á hana heldur fer að horfa á fólkið dansa en hef þó auga með henni. Eftir nokkrar mínútur koma tveir menn fremur illa til hafðir og setjast við borðið hennar, annar við hliðina á henni. Hann gefur henni fljótlega gaum, lyftir upp höfðinu á henni og horfir á hana nokkra stund, hikar þó ekki mikiö en byrjar að kyssa hana nokkuð náið að mér sýnist. Henni er borgið. Ég færi mig um set en hrekk við því að ég rekst á dyraverðina þar sem þeir eru að bera út sveitungá minn sem áður getur. Hann er vín- dauður. Ég fer fram í anddyrið til þess að fá mér loft, ekki veitir af. Mér tekst aö fá sæti þarna frammi við dyrnar, rétt hjá tveimur strákum frá næsta bæ. Þeir eru báðir á föstu. Þeir líta mig vissu 50 Vikan 36. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.