Vikan


Vikan - 06.09.1984, Síða 59

Vikan - 06.09.1984, Síða 59
Seinni hluti mannsins um hjálp og dag nokkurn ákvað hún að fara með honum og heimsækja ókunnu prinsessuna í nýju höllinni. En er hún steig á land ásamt galdrakarlinum stóð Eddi með silf- urhornið og blés fjörlega kveðju af öllum mætti og bar samtímis fram ósk þessa: „Bara að drottningin og galdra- maðurinn væru á heimsenda og kæmust þaðan aldrei aftur. ” I sama bili þöndust kápa drottn- ingarinnar og svarta kápa töfra- mannsins út eins og afar miklir vængir og fóru burtu með þau; langt, langt út í buskann, þar til þau hurfu eins og ofurlítil svört korn við enda veraldar. Nú gengu þau öll glöð í höllina og sendu þaðan boð til bróður síns, kon- ungsins, og sögðu honum hvað hefði komið fyrir. Hann varð mjög glaður þegar hann fann systkini sín aftur og hann var heldur ekki leiður af því að vera laus við drottninguna. Hún hafði allt- af gert illt eitt svo að hann var að lokum orðinn mjög hræddur við hana. En silfurhornið — hvað varð af því? Jú, sjáið þið til, Eddi prins blés svo sterkt í það og óskaði svo kröftug- lega að drottningin og töframaður- inn hyrfu burtu að hornið þoldi það ekki. Það sprakk í þúsund agnarlítil stykki sem þutu kringum hnöttinn og enginn hefur sett það saman aftur, annars mætti ef til vill nota hornið einu sinni enn. LAUSN A „FINNDU 6 VILLUR ..Geturðu hjálpað mér aðeins. Það er dálítið þarna i eldhúsi Vikunnar sem ég skll ekki." KROSS QíiTfS Þrenn verðlaun verða veitt fyrir lausn á krossgát- unni. Þið þurfið ekki að klippa krossgátuna út úr blaðinu heldur skrifið lausnarorðið, sem myndast úr reitunum sem eru með tölustöfunum, i sér- stakan reit á bls. 55. Verðlaunin eru kr. 230, 135 og 135. Góða skemmtun. fyrir böm og unglingg Lausn á myndagátunni birtist i næsta blaði. Lausn á myndagátu i siðasta blaði. Blóðberg 36. tbl. Vikan 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.