Vikan


Vikan - 15.11.1984, Qupperneq 31

Vikan - 15.11.1984, Qupperneq 31
fönguð í gildru í þessu viðbjóðslega herbergi. . . — Guð minn góður! Hann leit til lofts. — Ég veit að þú ert ekkert gáfnaljós en — flýttu þér nú að klæða þig. Hann þagði, hrukkaði ennið og horfði hræðslulega til sturtuklefans. — Við verðum að hugsa, sagði hann eins og hann væri aö tala við sjálfan sig. — Já — bíddu ögn. Viö. .. — Við getum hugsaö seinna, sagði hún og reyndi að þurrka af sér tárin meðan hún fálmaði við rennilásinn. — Þegar við erum kominút... Hún kyngdi og fyrst nú virtist hún skilja hvemig komið var fyrir þeim. — Alan! stundi hún. — Þeir taka okkur. Það kemst upp um okkur! Móteleigandinn segir allt og lögreglan spyr okkur spjör- unum úr. Og Tom fær að vita allt og. .. — Þegiðu! Ég er að hugsa. Ég get ekki hugsað þegar þú ert að tala! — En ég verö að flýta mér, Alan. Ég get ekki blandast í morð- mál. Ég vil ekki að Tom. . . Svo byrjuðu tárin aftur að streyma og hún heyrði Alan tala en það var ekki meðaumkunarvott að heyra í rödd hans. — Hvað með mig? Heldurðu að þú sért ein um vandræðin. .. Hvers konar læti heldurðu að verði í kvikmyndafélaginu? Svo að ekki sé minnst á Lísu og skapið í henni. Nú fannst Cörlu að hann horfði á sig án þess að sjá sig. Hún sá skelfingarsvipinn á andUti hans og sagði: — Þú ert hræddur. Ég vil ekki sjá hrædda karlmenn. 0, Alan! Gerðu eitthvaö! Við verð- um að sleppa héðan — frá þessu. . . Hún fann að hún var þurr í kverkunum og átti erfitt um mál. Hann hristi höfuðið og klæddi sig þegjandi. — Alan, sá sem var hér á undan okkur hefur myrt þennan mann. Af hverju ferðu ekki bara á skrif- stofuna og segir eigandanum sannleikann. Segðu honum frá lík- inu sem við fundum og... — Almáttugur! Rödd hans var þrungin viöbjóði. — Hvers vegna heldurðu að hann trúi mér? — Ég veit það ekki — en hann hefur nafnið á þeim sem var hér á undan okkur og. . . — Nafnið! Auðvitað jafnfalskt og það sem við notum. Hvers vegna — hvers vegna í andskot- anum þurftum við að vera svona óheppin? Það fór hrollur um hana og hún tók peysuna sína. — Ég ætla heim, Alan. Eg verð að vera heima þegar Tom kemur. Ég — ég fer núna. Svipur hans þyngdist. — Þú veröur að bíða ögn, sagði hann hvasst. — Þú getur ekki farið og skilið mig eftir með allt. Þú ert jafnblönduð í þetta allt og ég. Hún sperrti upp augun. — Ég get ekki verið hér! kveinaði hún. — Hafðu ekki svona hátt. Veggimir hér eru þunnir. Það gæti einhver heyrt til þín. C arla leit í kringum sig eins og herbergið væri fangaklefi. Hún horfði á Alan ganga um gólf eins og dýr í búri og sagði rámri röddu: — Við erum fönguð í gildru í þessu viðbjóðslega herbergi með þessum — þessum.. . — Þegiðu. Eg er að reyna að hugsa um allt — um alla mögu- leika. .. — Einsoghvem? Hann leit á hana og pírði augun. — Ja, ef — ef Tom veit að þú hefur verið með einhverjum og. . . — Nei! Ekki segja þetta. Ég vil ekki hlusta á það. Vil það ekki! — Jú, þú vilt hlusta á mig og taktu nú eftir. Hvemig veistu að þú talar ekki í svefni? Hvemig veistu að hann hefur ekki látið elta þig hingað? Kannski hélt hann. . . Hvað ef hann kæmi hingað og ræk- ist á þetta lík og héldi að hann væri ég — héldi að þú hefðir farið að hitta hann. — Nei! Hún hristi höfuðið ákaft. Alan gekk fram og aftur um gólfið. Svo fór hann inn á bað, opn- aði inn í sturtuklefann, gretti sig, lokaði og kom út. — Þetta er voða- legt! Sá sem gerði þetta er vitlaus — óður. Nú stóð hann og barði hnefanum í lófa sér. Löng, þrúg- andi þögn ríkti um stund, svo dró hann andann djúpt og sagði: — Það er aðeins eitt sem við getum gert. Það er andskoti hættulegt en við verðum að gera það. — Eigum við að fara? spurði hún. — Setjast inn í bílana og fara? — Hvemig geturðu verið svona vitlaus? Hann hrækti orðunum út úr sér. — Eigandinn héma gæti þekkt okkur aftur og það hvar sem er því að við höfum komið hér oft. — En hann veit ekki hvað þú heitir. — Heyrðu nú, sagði hann og benti framan í sig. — Hann þekkir mig aftur. Þig líka. Hann hefur áreiðanlega séð þig vel oftar en einu sinni. Hann gæti líka þekkt bQana okkar. Hefurðu hugsað um það? Kannski hefur hann skrifað númerin hjá sér. Enn skalf hún. — Ég vil fara heim. Ég verö að komast héðan. Ég vildi óska aö ég hefði aldrei komið hingað, ég vildi óska. . . Hann settist og kreppti hnefana svo fast að hnúamir uröu hvítir sem marmari. Loks kinkaði hann kolli. — Ja, ég verð að bíða þangað til að dimmt verður, setja líkið í farangursgeymsluna á bílnum, aka eitthvað með það og losa mig við það. Hún greip andann á lofti og sagði svo: — Já. . . Þetta er rétt. Já — gerðu það. Ég fer núna og þegar dimmir.. . Hún sá að hann horfði hugsandi á hana. — Horfðu ekki svona á mig, Alan. Þú færð mig til að finnast ég sek. - Erþað? — Alan — ég verð að fara. Tom fer að koma heim og hann hefur áhyggjur af mér. Hann verður hræddur. Hann hringir út um allt og spyr um mig. Hvemig get ég útskýrt þetta? Það verður fram- orðið og dimmt og. . . — Skrýtið, sagði hann, — en mér datt allt í einu í hug rotta sem yfirgefur sökkvandi skip. . . — Hvað viltu að ég geri? spurði hún. — Ekkert. — Þú veist að ég get ekki beðið svo lengi, Alan. H ann horföi þegjandi á hana ganga að glugganum og gægjast út. — Sólin fer að setjast, sagði hún. — Þú veist að það dimmir snemma á vetuma. Þú þarft ekki aö bíða lengi. — Hvílík hughreysting. — Alan, hvar ætlarðu — að setja hann? spurði hún hvellri röddu. — Á svalimar við húsið þitt. En ekkihvar? — Alan! Þú getur ekki varpað sökinni á mig. Þú getur hringt til Lísu og sagt að þér seinki, en það get ég ekki. Það er engin ástæða til fyrir töf hjá mér. Tom myndi. . . — Á ég að segja þér eitt? sagöi hann og benti á hana með vísi- fingri. — Ég ætla að benda á þig ef þeir taka mig með líkiö. . . — Andskotinn, sagði hún. — Hvað viltu að ég geri? — Vitnir mér í vil ef ég verð tek- inn, sagði hann. — Það geturðu. — En þú myrtir manninn ekki svo að. . . Geta þeir gert þér eitt- hvað? — Hvað heldurðu? Carla, ef þeir ná mér meöan ég er að losa mig við lík — eða rekja sporin til mín — veröurðu að gefa þig fram og segja að við höfum verið hér saman á þessari stundu. Skilið? Ég vil ekki aö neinn viti að ég kom hingað á undan þér. Við komum saman og fundum hann. Mundu það. — En Tom. .. Hún starði á hann og svitinn perlaði á enni hennar. — Ég trúi þessu ekki, sagöi hún. — Ég get ekki trúað þessu, Alan. Þú myndir ekki blanda mér í þetta voðamál ef þér þætti vænt um mig. Þú myndir reyna að vemda mig, halda mér utan við þetta — ef þú elskaðir mig. Þögnin ríkti um stund en svo svaraði hann: — Hvers vegna í ósköpunum heldurðu að ég elski þig, Carla? — Alan! — Hvaða andskotans máli skiptir það líka? Skiptir nokkuð annað máli en að losna úr þessari klípu? Ég á við — við erum í vanda stödd. — Jú, það skiptir máli, sagði hún dræmt. — Heyrðu mig nú! Það er lík í sturtuklefanum. Það er ekki hægt að ásaka neinn fyrir morðið nema okkur. Okkur! Mig og þig! Hvítir vangar Cörlu voru orðnir eldrauðir og rödd hennar varð styrkari þegar hún sagði: —Eg ætla að fara, Alan. Hringdu ekki til mín. Reyndu aldrei að ná sam- bandi við mig. Ég ætla ekki að hjálpa þér. Þú áttir að segja mér að þú elskaðir mig ekki. Veistu hvað ég vona? Aö þú stiknir í helvíti! Hún hvarf og hann starði á hurðina sem hún hafði skellt á eftir sér. Hann heyrði hana setja bílinn í gang, heyrði vélarhljóðið og stóð þama eins og stytta meðan hún ók á brott. Svo fór hann út, leit í kringum sig, opnaði farangurs- geymsluna, náði í regnfrakka og fór aftur inn á mótelið. Hann fór beint að sturtuklefanum, teygði sig inn og dró lífvana veru út. Hann færði hana í regnfrakkann og sagöi: — Góði, gamh George, þetta tókst aftur. Nú förum við heim í leikmunadeildina. 40. tbl. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.