Vikan


Vikan - 15.11.1984, Side 41

Vikan - 15.11.1984, Side 41
— Ert þú líka að bíða? Ég meina. . . er konan þín að eiga? Moore ritstjóri kinkaði kolli og hélt áfram að lesa í vikublaðinu sem hann hafði sér til afþreyingar á meðan hann beið. — Hefuröu aldrei gengið í gegn- um þetta áður? hélt ungi maður- inn áfram. — Ég meina, ertu að eignast fyrsta bamið? Moore ritstjóri kinkaði kolli. — Þetta er nú í þriðja sinn sem ég er hér, sagði ungi maðurinn og lagaði hálsbindið á sér, og mér finnst það alveg jafnhræðilegt í hvert skipti. I fyrsta skiptið var það stelpa, í annað skiptið strák- ur. Það er alltaf sama hræðilega spennan. Maður veit ekki hvort Georg Jitli er að eignast litlabróð- ur eða Brenda litla litlusystur — og þetta fer alveg með taugamar í mér. Ég. . . Moore ritstjóri kveikti rólega og yfirvegað í pípunni sinni. — Maður veit heldur ekki hvort það verða tvíburar, hélt ungi maðurinn áfram hás af æsingi og fálmaði eftir sígarettupakkanum, en fórst það svo óhönduglega að sígarettumar trilluöu eftir gólf- inu. — Það gerist aðeins einu sinni í hverjum 2000 tilfellum, sagði Moore ritstjóri róandi. — Eða. . . hvort það verða þrí- burar. . . við höfum varla ráð á því, þú skilur, en auðvitað mynd- umvið.. . — Það gerist ekki nema í einni af hverjum 20.000 fæðingum, gat Moore sagt til að róa hann. — Sestu nú hægt og rólega, ungi maður, og hugsaðu um eitthvað allt annað. Horfðu á mig. Skjálfa hendumar á mér? Sit ég og missi sígarettur út um allt, bara af taugaveiklun? Nei, það geri ég ekki. Og veistu hvers vegna? Af því að ég veit að ég get hvorki gert nokkum skapaðan hlut til að hjálpa eða eyðileggja með því. Og ég veit að ég verð jafnánægður hvort sem það verður drengur eða stúlka. Bam er bam og fæðing er fæöing. — Já, en ef þú eignaðist fjór- bura — hvaðþá? — Veistu hvað fjórburar fæðast °ft? Þeir fæðast einu sinni á 5-000.000 fæðinga fresti. Ég var einmitt að birta það nú nýverið í blaðinu mínu, ég er ritstjóri Skagastrandartíðinda og ég var einmitt að kynna mér. . . Dymar á fæðingarstofunni opn- uðust og hjúkrunarkona kom inn með vel innpakkað bam í fanginu. Ungi maðurinn þorði varla að draga andann. Hann stóð eins og negldur við gólfið og starði á hjúkrunarkonuna. — Er það fyrir mig? spurði Moore ritstjóri rólega. — Nei, það er til Hannesar. Það var drengur hjá Hannesi Jóns- syni. Til hamingju. Ungi maðurinn rak upp fagnað- aróp. — Jabba-dabba-dú! hrópaði hann, rauk á hjúkrunarkonuna og knúsaði bæði hana og bamið sem hún var með í fanginu. — Ekki koma við, sagði hún. — Sestu bara rólegur niður. Svo get- urðu komið inn eftir hálftíma og heilsað upp á móður og bam. Hjúkrunarkonan fór út. — Drengur! hrópaði Hannes fagnandi, einmitt það sem ég hafði óskað mér. Þá á ég tvo syni. Viltu vindil? Fáðu þér! Ég er með sex vindla, taktu þá alla. Þetta er til að halda upp á. Jabba-dabba- dú! Moore ritstjóri hristi höfuðið yfirlætisfullur. Það var greinilegt á brosi hans hvaða álit hann hafði á hegðan unga mannsins. Svo voru dymar að fæðingar- stofunni opnaöar á nýjan leik og hjúkrunarkona birtist. — Herra Moore, mætti ég biðja þig að koma og líta héraðeinsá? Moore ritstjóri lagði blaðið gæti- lega frá sér, lagaði á sér hálsbind- ið og gekk á eftir hjúkrunarkon- unni. Tuttugu sekúndum síöar rauk hurðin upp með braki og brestum og Moore ritstjóri hentist í sím- ann, hringdi og beið óþolinmóður eftir svari. Augun í honum snar- snerust. — Halló, Skagastrandartíðindi? sagði hann æstur þegar hann fékk samband. — Stoppið allar vélar, sendið blaðamenn og ljósmyndara þegar í stað á staðinn, ryðjið for- síðuna! Svo missti hann tólið úr höndun- um og rúllaði sjálfur á gólfið með tunguna úti í munnvikinu. Það var ekki fyrr en nokkm seinna aö Hannes gat komið lífi í hann aftur. — Hvað. . . hvað var það? Moore ritstjóri leit upp og um varir hans lék hamingjubros. — Það voru tvíburar. — Jabba- dabba-dú! \S Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars 20 april Þú veröur beðinn um aö vinna ákveöiö verk á mjög stuttum tíma og þú hikar við að taka tilboðinu. Þar sem þú hefur haft þaö mjög rólegt óar þig viö þessu. Dríföu í aö samþykkja, þú sérö ekki eftir því! Nautið 21. april - 21. maí Þú vekur töluveröa athygli á næstunni og sömuleiðis vekur þú öfund hjá ákveðnum aöilum. Láttu þaö ekki á þig fá, þú veist af hvaöa rótum öfund er sprottin. Gleðstu yfir eigin velgengni, Krabbinn 22. júni 23. júli Þú átt marga góða vini en þér finnst erfitt aö finna tíma til aö sinna þeim. En málum er nú einu sinni þannig háttað aö það þarf aö sinna vel og hlúa aö þeim hlutum sem eiga aö blómstra og dafna. Vogin 2A. sept. - 23. okt. Þú hefur kviöið fyrir ákveönu símtali en þegar þaö mun eiga sér staö færöu bara ánægjulegar fréttir. Þú færö girnilegt til- boö sem gengur þvert á áætlanir þínar. Hugsaöu þig vel um áöur en þú tekur Steingeitin 22. des. 20. jan. Þaö kemur oft fyrir að þú ert óöruggur meö sjálfan þig og að þér finnist allir aðrir gera hlutina betur en þú. Þú þarft ekki að finna til neinnar minnimáttarkenndar gagnvart öörum, tím- inn mun sanna það. Ljómð 24. júli 24. ágúst Þú hefur mikla ánægju af öllu sem gengur hratt, bæöi vilt þú vinna hratt og keyra ökutæki hratt. Þaö fyrra er í full- komnu lagi en þú ættir aö vara þig á hinu síðara og beita skynseminni. Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv Ástarlífið er áberandi næstu vikurnar og líklegast mun allt snúast hjá þér í kringum þaö. Gleymdu samt ekki aö uppfylla loforð sem þú gafst fyrir þó nokkru, þaö getur skipt miklu máli. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Þaö fer mjög í taugarnar á þér að geta ekki klárað verkefni sem bíöur þín eins fljótt og þú hafðir lofaö. Þú þarft ekki aö hafa neinar áhyggjur af því, þaö veröur tekiö fullt tillit til aðstæðna. Tviburarnir 22. mai -21. |úni Tilfinningalífiö ræður miklu um gang mála á næstunni. Á vinnu- staö þínum er ákveö- inn aðili sem rótar upp í huga þínum. Þú veröur aö taka ákvöröun um þaö strax i hvaöa átt þú vilt aö þessi mál snú- ist. Meyjan 24. ágúst 23. sept. Þú átt erfitt meö að þegja yfir leyndarmáli sem þér var trúaö fyrir þar sem þér finnst þú viö þaö bera ábyrgö á ákveðnum hlutum. Láttu hjartaö ráöa í þessu máli, það beinir þér á rétta braut. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Þú ættir aö gæta vel aö heilsunni næstu daga. Ef þú gerir það ekki er hætta á lang- varandi heilsuleysi hjá þér. Þér hættir stundum til aö segja meira en gott er. Hugsaðu áöur en þú talar. Fiskarmr 20. febr. 20. mars Ef þú hefur í hyggju aö breyta framtíöar- áætlunum þínum er rétti tíminn til aö gera þaö núna. Þú ert bjartsýn manneskja aö eölis- fari og þú ættir aö vera bjartsýnn næstu vikur. 40. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.