Vikan


Vikan - 15.11.1984, Page 56

Vikan - 15.11.1984, Page 56
ÍnaestuVlKU AO opna sjátfan sig og útiloka ekki neitt Sveinbjörg Aiexanders ballettdansari hefur gert garð- inn frægari erlendis en algengt er um íslenskt lista- fólk. En hver er hún og hvert er viðhorf hennar? Því fáum við að kynnast í viðtali í næstu VIKU. ÞaÖ erkominn tími tilað huga að snyrtingunni í vetur ríkir litagleði í samkvæmistískunni og því verður andlitssnyrtingin að vera í samræmi við það. í næstu VIKU sýnum við þrenns konar snyrtingu: Eina samkvæm- issnyrtingu, eina diskósnyrtingu og svo er rúsínan i pylsuendanum, snyrting fyrir vetrarbrúðina '84—'85. S af! Stretsbuxurnar eru komnar aftur f tísku. . . og það í öllum regnbogans litum. í næstu VIKU birtum við snið og leiðbeiningar um hvernig hægt er að sauma sér þessar vinsælu buxur. Það er nefnilega auðveldara en margur heldur! Enska knattspyrnan Við höldum áfram að létta fólki róðurinn með ensku knattspyrnuna svo meiri líkur séu á að fá nú þann stóra í getraununum. Við erum búin að kynna spákerfi einu sinni og komum líklega til með að gera það aftur — en næst er það spáin fyrir laugardaginn næstan eftir útkomudag Vikunnar. Breikað í Broadway Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að ungling- arnir, ja, eiginlega allt niður í kornabörn, hreyfa sig öðruvísi nú en áður. Þessir fettir og brettir, rykkir og skrykkir eru kallaðir breikdans á vondu máli. Lesendur VIKUNNAR hafa áður fengið smjörþefinn af þessu á síðum blaðsins en í næstu VIKU fylgjumst við með keppni í listinni í veitingahúsinu Broadway. 56 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.