Vikan


Vikan - 15.11.1984, Síða 58

Vikan - 15.11.1984, Síða 58
Þýðandi: Jóhann J. Kristjánsson. Barna— Vikan Ævintýríð um Matgogg tJti í stóra skóginum bjó risinn Matgoggur. Hann var afar stór og át meira en sjö menn á hverjum degi. Samt var hann ekki reglulega sadd- ur. „Bara að ég ætti köku,” hugsaði hann, „reglulega stóra og indæla köku sem ég gæti étið af þangað til ég kæmi ekki einum bita niður í viðbót.” Það æsti upp í honum sultinn þegar hann fór að hugsa um kökuna og það sem yrði í henni — rúsínur og möndlur, súkkulaði og fíkjur, apríkósur og þeyttan rjóma, krem og aldinmauk. „Og hvers vegna skyldi ég ekki fá þessa köku?” hrópaði hann allt í einu og stóð upp. „Ég er stærsti og sterkasti maðurinn í öllu landinu — nú fer ég inn í konungshöllina, heimta þessa köku og eyðilegg allt ef ég fæ hana ekki.” Með þessum orðum stóð hann á fætur, gekk rösklega í gegnum skóginn þar til hann komst til borgarinnar þar sem konungshöllin var. En fólkið varð nú heldur en ekki hrætt þegar það fékk að sjá hann. Það hafði reyndar heyrt talað um að stór risi væri í skóginum en það hafði ekki séð hann fyrr, bara tumana á höll hans gnæfa yfir hæstu trjá- toppana. Fólkið flýði í allar áttir en konungurinn var hugaður maður og gekk til móts við risann: „Hvað vilt þú? Hvers vegna kemur þú út úr skóginum? Þú veist vel að þú gerir böm og gamalt fólk hrætt.” „Ég heimta köku,” hrópaði risinn og það var eins og þrumuveður væri. „Köku? Hana skaltu gjaman fá og þótt þær væru tíu,” svaraði konungurinn vingjamlega. „Nú skal ég senda boð eftir hirðbakara mínum.” „En það á að vera risastór kaka,” sagði þessi gráðugi risi. „Allar kökumar sem bakaðar eru í landinu eiga að bakast sem ein kaka — allt súkkulaði, allar rúsínur og sveskjur, apríkósur og epli, einnig möndlur og hnetur sem til eru, allt það sem gott bragð er að, öllu á að safna saman í þessa einu risaköku handa mér. ” Kóngurinn varð lafhræddur þegar hann heyrði þetta en hann vissi að ekki var annað að gera en að hlýða risanum því annars myndi hann eyða landinu. Þess vegna sendi hann þegar í stað boð í allar áttir um að fólk skyldi koma með allt sælgæti sem það hefði og afhenda það hirð- bakaranum til þess að hann gæti bakað kökuna sem risinn heimtaði. Hægt stækkaði kakan og hún var full af því allra besta sem hægt var að finna. Hún varð líka stærri og stærri og Matgoggur risi sleikti út um. En allir í landinu voru hryggir. Bömin grétu og foreldrarnir sögðu: „Hvað eigum við að gefa bömum okkar á afmælisdögum þeirra þegar hvorki er til súkkulaði eða hægt að baka kökur? Hvemig eigum við að geta haft það hátíðlegt fyrir þau? ” En ekkert stoðaði. Risinn heimtaði alltaf meira og meira. Lítil stúlka, sem hét Inga, átti heima rétt hjá konungshöllinni. Faðir hennar var hirðgarðyrkjumaður og hún var oft í hallargarðinum að leika sér. Oft tíndi hún ber og ávexti því það mátti hún gjaman en nú, þegar risinn heimtaði allt, mátti hún það ekki framar. „Ég ætla að fara út á akurinn og gá hvort þar eru ekki enn nokkur lítil villt jarðarber,” sagði Inga og þaut af stað. En hún fann engin jarðarber og varð leið. Allt í einu heyrði hún kallað: „Inga, komdu hingað. „Hún sneri sér við og stóð kyrr alveg undrandi. Fyrir framan sig sá hún reglulegan álfamann með langa rauða húfu og grátt skegg. Hann hélt á skál með fallegum jarðarberjum. „Manstu í vetur þegar þú settir út handa mér graut og krús af öli. Nú ætla ég aö launa þér það.” „0, kærar þakkir,” sagði Inga. „En hvað þetta eru indæl ber. ” „Þetta eru nú meiri vandræðin með þennan Matgogg risa,” hélt álfurinn áfram. „Þið ættuð að reyna aðlosna viðhann.” „Enginn getur ráðið við hann,” svaraði Inga, „og hann segist eyði- leggja allt ef hann fær ekki risa- kökuna.” „Það þarf að beita brögðum við svona risa,” sagði álfurinn. „Getur þú hjálpað okkur?” spurði Inga eftirvæntingarfull. „Ef til vffl,” sagði álfurinn og deplaði augunum. Svo sagði hann Ingu hvað hún ætti að gera og Inga hló mikið. 58 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.