Vikan


Vikan - 22.11.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 22.11.1984, Blaðsíða 35
15 Draumar Ástir á diskóteki Kæri draumráðandil Mig langar að þú ráðir fynr mig stuttan draum sem mig dreymdi. Hann var svona: Mig dreymdi að ég væri á diskóteki og strákur sem ég er mjög hrifin afvar þar líka. Hann gláþir alltaf svo á mig þegar hann sér mig úti á götu eða í bíóum og svoleiðis. En hann virtist ekkert■ taka eftir mér. Þá varð ég voðalega von- svikin en svo kom hann og bað mig að dansa írestina á diskótek- inu. Svo þegar hann var að fara út af diskótekinu fóru tvær stelpur með honum í bílnum. Þá varð ég voðalega vonsvikin. Með fyrirfram og yndislegri þökk. Ein ástfangin. Þú ert nú sjálfsagt löngu hætt að vera ástfangin af þessum, nú þegar þú færð ráðninguna eftir verkföll og verkbönn, auk þess sem mig grunar að bréfið þitt sé búið að liggja hér óvenju lengi, það er ódagsett og ekki hægt að vita það með vissu. Ástæðan fyrir því að draumar eins og þínir bíða oft lengur en aðrir er ekki skepnuskapur draumráðanda heldur fyrst og fremst að svona draumar hafa lítið táknrænt gildi. En nú í póstverkfalli, þegar fáir draumar berast, er hægt að lauma þeim með öðrum og vonandi til einhvers gagns og ánægju fyrir þig. Draumurinn ber með sér að þú hugsir mikið um strákinn og tilfmningar þínar séu sterkar (eða hafi verið þá) en þú hafir áhyggjur af að hann líti á aðrar stelpur, rétt eins og í draumnum. Táknrænt segir draumurinn ekkert, en hann bendir á að þú sért ástfangin upp fyrir haus og svona draumar gera bara gott. Ungbarn með stórt nef Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum sem mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig. Svona er hann: Eg er að labba niður tröppurnar heima þegar mamma kemur til mín og segir að ég sé búin að eignast strák. Eg varð hissa því ég hafði ekki verið ólétt eða þurft að fara á fœðingardeildina. Eg varð glöð og spurði mömmu hvernig hann væri. Hún segir að hann sé sœtur en hann sé með svolítið stórt nef og sé alveg eins og pabbi hans og mér finnst að hann sé líka dökk- hœrður með krullur, en ég sá aldrei bamið. Allt í einu er ég að bugsa um hvort fólkifinnist ekki skrýtið að kúlan sé farin. Eg er allt í einu komin inn í herbergi og sit þar á gólfinu og fullt af fólki er þar. Þá labbar pabbinn inn í herbergið og heilsar öllum, mérlíka. Rétt á eftir honum kom stelpa, mér fannst þau vera saman enda löbbuðu þau út aftur og héldu hvort utan um annað. Eg varð ekki neitt reið eða afbrýðisöm en mér fannst að ég yrðisár. Þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. 007. Þessi draumur er jákvæður. Eins og þú hefur sjálfsagt heyrt er fyrir góðu að dreyma ungbarn ef það er sveinbarn og maður á það sjálfur. Stóra nefið á barninu er sömuleiðis heillatákn og nafnið á barnsföður þínum er fyrir gæfu í ástum og öðrum mannlegum samskiptum. Hvort það á við um hann sjálfan er ekki öruggt. Stelpan á eftir honum breytir merkingunni ekki. Víkingaöld Hæ hæ! Mig langar að fá einn draum ráðinn sem stelpu í mínum bekk dreymdi. En hann ersvona: Hana dreymdi að við værum staddar á Skagaströnd, nálægl Hólabraut (ég þekki ekki til staðanns), og það væri nokkurs konar víkingaöld nr. 2. Eg hafði verið að skjóta í hana pílum sem ekki náðust úr heldur varð að brjóta og skilja oddana eftir. (Bakið á henni var alsett, hvergi annars staðar voru pílur.) Þá þreif hún spjót, einhenti milli herðablaðanna á mér og drap mig (spjótið gekk mjög djúpt). Þá er allt í einu besta vinkona hennar stödd hjá og segir hún við V (en það hét sú sem átti að hafa drepið mig en vinkona V hét A): Þú verður að klæða hana úr fötunum og fara ísjálf. Klæðir hún mig svo úr, en ég var í grá- um R.A.F. samfestingi með rauðum einkennisröndum og hvítum snúrum (sem ég hafði í raunveruleikanum verið að dást að en það veit V ekki), og klæðir sig í. Allt í einu ákveður hún að losa sig við líkið og sér ýtu fyrir utan hús eitt og ákveður að henda líkinu fyrir ýtuna og láta kremja það. Þegar því er lokið fer hún til pabba síns og segir honum frá því að hún hafi drep- ið mig. Þá verður hann reiður. Segir hún honum þá að hún hafi hent líkinu fyrir ýtu og látið kremja það. Þá verður pabbi hennar alveg kolbrjálaður og endar draumurinn. (Það skal tekið fram að við erum ekki vin- konur en umberum þó hvor aðra.) Með fyrirfram þökk. Króksari. Þessi draumur bendir til þess að þið stelpan munið lenda í heldur harðvítugum illdeilum, annaðhvort innbyrðis eða við fleiri, þar sem mörg óvarleg orð verða látin fjúka, margir verða sárir og einhver vinslit verða. Það vill þér til happs að þú skulir vera drepin í draumnum (þó undar- legt megi virðast) því það bendir til þess að þú munir standa jafnrétt eftir sem áður þrátt fyrir harða orrahríð. Auk þess táknar dáinn maður, hvort sem ert þú eða annar, alltaf langlífi fyrir þann sem er dáinn í draumnum, en hérna er, auk þeirrar merkingar, verið að benda á að þú munir komast heil á húfi úr slagnum. Leiðindi, illindi Kæri draumráðandi. Vilt þú ráða þennan draum fyrir mig ? Hann byrjar svona: Eg var úti með frænda mínum og svo ætluðum við að fara inn til hans. Þá sá ég mömmu vinkonu minnar, sem ég áttifyrir 3 árum. Við vorum góðar vinkonur í 5 ár en þegar við vorum 12 ára fékk hún allt önnur áhugamál en ég og við hættum að vera saman, en ég sé mikið eftir henni. Við heilsumst oftast núna og erum aldrei illar hvor út í aðra. Draumurinn var þannig að frændi minn var orðinn bróðir hennar. Við fórum inn í herbergið hans. Þá kallaði mamma hennar í frænda minn og sagði honum að koma að borða en hann fór ekki. Þá kom vinkona mín ofsalega æst og sagði honum að koma. Eg sagði hæ við hana og brosti en hún ansaði ekki og leit mig illu auga. Svo fóru þau út úr herberginu og ég ætlaði bara að fara. Þá sagði mamma hennar við hana að hún ætti að gefa mér nammi. Hún vildi það alls ekki og sagðist ekki gera það. Samt kom hún og þá rak hún dolluna beint framan t mig. Eg sagði að ég vildi það ekki fyrst hún þyrfti að reka það framan í mig og ég fór út en mér fannst að hún sæi eftir þessu. Mér fannst það vera öruggt og þá var það ekki meira. Eg vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig því ég er leiðyfir honum. Bless. Ein 14 ára. Þessi draumur bendir til þess að þið vinkonurnar takið upp samband að nýju og það verði allt afskaplega jákvætt en ekki endilega mjög langan tíma. I honum er í sjálfu sér ekkert nema gott og líklegt er að þið hafið samband á nýjan leik og bindist varanlegum vináttu- böndum án þess að vera eins mikið saman og áður, vináttan gæti enst lengi en mikill sam- gangur verður tæplega nema skamma hríð. 41. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.