Vikan


Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 18
Heima er best á jólunum — eða Jólahald er áreiöanlega talsvert fastmótaö í hugum manna. Sumir vilja helst sjá sama jólaskrautið ár eftir ár og eru fastheldnir á ýmsa fjölskyldusiði einmitt um jólin. I þessari Viku er rætt við nokkra Islend- inga sem hafa brugðið út af vananum og haldið jól erlendis. Ástæður þeirra og aðstæður eru mismunandi en sameiginlegt þeim öllum er að hafa upplifað jól sem eru með öðrum brag en orðið hefði heima við. Skrautlegir garðar Jólaskreytingarnar voru mjög miklar alls staðar, mikið um alls konar ljósaskreytingar, heilu myndirnar af ýmsum dýrum, jólasvein- um og mönnum, búnar til úr litlum perum. Trén í görðunum eru skrautlega upplýst og maður heyrir mikið talað um að jólin séu í nánd. I öllum stórverslunum eru jólasveinar og góður bisness hjá sumum ljósmyndurum að vera með jólasveina í kerru og taka mynd- ir af börnum í fanginu á jólasveininum fyrir 4 dollara stykkið. En jólabakstur og jólahreingeming eins og Jól á Flórída Hjónin Inga Ingimundardóttir og Þórarinn Guðlaugsson eyddu síðustu jólum í Banda- ríkjunum ásamt fjórum dætrum sínum, á aldrinum 6 til 16 ára. Þau voru mánuð í ferð- inni, frá 3. desember til 5. janúar, og óku á þeim tíma 3000 mQur um Flórídafylki þvert og endQangt, en það samsvarar þremur ferð- um kringum ísland. Sjálfa jólahelgina voru þau á amerísku heimQi í höfuðborg Flórída, Tallahassee. Elsta dóttirin, Hrund, átti reyndar lengri dvöl í Bandaríkjunum að baki því hún hafði dvalið sem skiptinemi þar í 6 mánuði og þekkti bandarískt þjóðlíf á annan hátt, þannig að hún sá sumt öðrum augum um jólin en hinir í f jöl- skyldunni. En hvernig var að vera aö heiman á jólun- um, betra eða verra en að vera heima? Inga: Ég gæti vel hugsað mér að vera alltaf að heiman á jólunum, því þetta var mjög skemmtilegt, en mér finnst barnanna vegna ekki hægt að gera það. Börn eiga sínar minn- ingar um jólin og maöur á sjálfur minningar um íslensk jól og vill veita börnunum það sama. Stelpurnar voru sammála um að jólahaldið væri skemmtilegt í Ameríku og ekki eins mik- ið stress í kringum það og heima á Islandi. Þaö eina sem þær söknuðu voru jólakveðjurn- ar í útvarpinu á Þorláksmessu. Stuttbuxur á jólum — Það er gaman að prufa þetta svona einu sinni. Leiðinlegt sumar í fyrrasumar ýtti und- ir hugmyndina um að halda jól á Flórída. Loftslagið er mjög gott fyrir Islendinga þarna á þessum tíma árs, sjórinn hlýr og notalegur og húsin eru ekki kynt heldur verður maður að nota loftkælinguna. Fólkið gengur um á stuttbuxunum og þó þetta sé mikill ferða- mannatími eru strendurnar svo stórar að maður hefur oft stórt flæmi út af fyrir sig. Hitamunurinn milli syðsta odda Flórída (og Bandaríkjanna jafnframt, Key West), og norðurhlutans, þar sem höfuðborgin, Talla- hassee, er, er hins vegar mikill. 22. des. vorum við í sólbaði á ströndinni suður frá í hlýju og blíðu, en á aðfangadag var veðrið í Tallahassee eins og á stilltum vetrardegi á Is- landi. Þetta var reyndar einsdæmi og einmitt um þetta leyti var það sem appelsínuuppsker- an á Flórída eyðilagðist. Inga og Þórarinn með dæturnar að morgni jóladags f Talla- hassee. Stelpurnar taldar frá vinstri: Hrund, Mjöll, Drífa og Katla. Sólbað f jóiasnjónum? Nei, sandurinn á Tiger Tail Beach á Marco Island á Flórída er líkari kartöfluméli en snjó. 18 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.