Vikan


Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 18

Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 18
Einkaspá fyrár hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Hvernig er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku? Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu? Hvernig lítur út í ástamálum þeirra? Hvernig er heilsufari þeirra háttaö? Við lítum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja um þá sem eiga afmæli vikuna 4. —10. júlí. * * * ¥ 4. júlí: Viljastyrkur og varkárni eru einkunnarorð þeirra sem fæddir eru á þessum degi. Afmælisbörn- um dagsins lætur vel að stjórna en þau gefa samt ekki fyrirskipanir nema að vandlega hugsuðu máli. Öll fljótfærni er þeim fjarri. Þó að þetta fólk virki stundum skipandi og ráöríkt hefur það aö geyma við- kvæma sál. Mörgum finnst best að helga sig fjölskyldunni og heimil- inu en vilja samt ekki láta binda sig á fastan bás. Þess vegna er iðulega ferðahugur í þessu fólki en þvi miður er það oft svo að feröin verður aldrei farin. Það er vand- látt á vini sína og yfirleitt leitar þaö eftir vinskap við fólk sem hef- ur svipaða lyndiseinkunn og það sjálft. Þess vegna laðast stjórn- samar og athugular manngerðir að fólki dagsins og oft þeir sem eiga sínar viökvæmu hliðar. Kaupmennska og verslunar- störf henta vel því fólki sem fætt er þann 4. júlí og þar geta stjórn- unarhæfileikarnir átt eftir að njóta sín. Menn ættu þó ekki að hætta sér út í of mikla hörku á sviði viðskipta og spenna ekki um of viðkvæmar taugar sínar. En fólk dagsins er sjálfkjörið í störf þar sem þörf er á rólegum, íhug- andi og ákveönum stjórnanda. Þar mega aö vísu ekki leika hvassir vindar. Þá eru þaö ástamálin. Þau eru oft á tíðum litrík og menn ekki alltaf viö eina rúmfjölina felldir. En yfirleitt lenda menn í farsælli höfn hjónabandsins en margur ekki fyrr en seint og um síðir. Líkamsbyggingin er ekki sterk- asta hliö þeirra sem bornir eru á þessum degi. En ef þeir kjósa sér umhverfi sem hæfir vel skapgerð þeirra eiga þeir eftir að lifa eins og blómi í eggi. Menn veröa að gæta vel að mataræði sínu og minnast þess aö fleira er matur en feitt kjöt. Heillatölur dagsins eru 4 og 7. * * * * * 5. júlí: * + + * * Það er gáfað fólk sem á afmæli í dag en þetta fólk fer dult meö þessar gáfur því það er oftast feimiö og ekki gefið fyrir að flíka tilfinningum sínum. Það lætur þó ekki segja sér fyrir verkum og vill stundum láta aðra eltast viö duttl- ungana í sér og ganga á eftir sér. Feröalög eru ofarlega á blaöi hjá mönnum þótt þar sé ekki um neitt flakkaraeðli að ræða. Fjölbreyttar gáfur afmælis- barnsins valda því að það á oft erf- itt með aö velja sér ævistarf. Þessu fólki hættir nefnilega til aö geta ekki valið og hafnað og sitja síðan uppi með allt of mikið á sinni könnu. Það þarf sem sagt ekki aö kvarta undan atvinnuleysi og vel- ur sér alls konar störf bæöi á sjó og landi. Það hefur líka sýnt sig að sum afmælisbörn eru laus í rásinni hvað atvinnuna snertir og skipta oft um starf. En gáfur og hæfni þessa fólks gera það samt alltaf vinsælt á vinnustöðum. Undir gáfulegu og hlédrægu yfirbragðinu bærast heitar og viö- kvæmar tilfinningar sem koma aöallega í ljós í samskiptum við hitt kynið. Menn eiga líka sínar slæmu hliðar því eigingirni og sjálfselska eru algengir lestir sem bitna aöallega á makanum. Þessir gallar koma þó ekki í veg fyrir að fólk lendi í nokkrum makalaus- um ástarævintýrum um ævina og sjálft hjónabandið verður þrátt fyrir allt hamingjusamt. Og menn þurfa ekki að kvarta undan heilsubresti því heilsan er yfirleitt í stakasta lagi. Helst gætu það verið maginn og taugakerfiö sem gæfu sig þegar á ævina líður. Heillatölur eru 2 og 5. * * * * * 6. júlí: * * * * + Viðkvæmni, ástúö og draum- lyndi lýsa best fólkinu sem á afmæli í dag. Skapgeröin er ekki beint í föstu formi og þess vegna auðvelt að hafa áhrif á afmælis- börnin. En enginn ætti aö slá því föstu að hægt sé að hafa þau að ginningarfífli. Ef fólk dagsins finnur inn á slíkt veröur þaö fast fyrir og þrjóskan verður alls- ráöandi. Einhvers konar eirðar- leysi er lika algengt og lýsir sér til dæmis í því að menn eru á faralds- fæti og skipta oft um íverustaö. Annars bera þeir hag heimilisins mjög fyrir brjósti og líður best í faðmi fjölskyldunnar. Lista- mannseðlið er ekki langt undan en það fær ekki alltaf að líta dagsins ljós. Þó leynir sér sjaldnast ein- lægur áhugi á bókmenntum og listum. I atvinnuvegunum liggja vegir þessa fólks til allra átta. En oft á tíðum ætlar það sér um of og er fljótt að grípa gæsina á meðan hún gefst en á svo í erfiðleikum með að kyngja henni. Það er eins og menn haldi að fyrsti kosturinn sé alltaf bestur. Aöan var minnst á ástúðina í fari þessa fólks. Hún er vissulega fyrir hendi en menn þurfa líka að fá hana endurgoldna. Ef slíkt er ekki fyrir hendi í hjónabandinu er hætta á aö þaö veröi endasleppt. En ef goldið er líku likt veröur hjónabandið með afbrigðum far- sælt. Heilsufarið er því miður ekki alltaf í góöu lagi hjá fólki sem fætt er á þessum degi. Eitt af því sem fólk getur gert til aö bæta þaö er að lifa í umhverfi sem brýtur ekki í bága við skapferli þess. Heillatölur eru 6 og 7. 18 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.