Vikan


Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 23
Umsjón: Jakob Þór Leikstjóri: John Erman. Aðalieikarar: James Earl Jones, Jason Robards, Martin Shenn, Ruby Dee, Rip Torn og Calvin Levels. Dreifing: Arnarvideo, isl. texti. Hér er á feröinni mynd sem byggist á sannsögulegum at- buröum er áttu sér staö í Georgíufylki í Bandaríkjunum, nánar tiltekiö í borginni Atlanta. Samtals tekur sýning myndanna tveggja um 5 tíma þar sem reynt er aö sýna okkur þá at- burðarás sem átti sér staö í Atlanta frá 1979 - 81. Framleiö- andinn fellur ekki í þá gryfju aö dæma hver sé sekur heldur lætur hann þaö okkur eftir. Myndin fjallar sem sagt um morðin og barnshvörfin í At- lanta allt frá 1979 til 1981. I byrjun myndarinnar sjáum viö hvar hvítur læknir að nafni Nat- an Sack er skotinn til bana á götu í Atlanta. Þaö ætlar auðvit- að allt að verða vitlaust, frétta- menn eru eins og gammar yfir borgarstjóranum og spyrja hvaö hann hyggist gera. I ljós kemur aö morðum hefur fjölgaö um 61% í Atlanta frá 1978 og þess er krafist af borgarstjóranum aö hann geri eitthvað í máli Natans læknis, þ.e.a.s. að hann leysi þaö morðmál sem fyrst. Meirihluti íbúa Atlanta eru svertingjar, borgarstjórinn og lögreglustjór- inn eru t.d. svartir og þaö sama má eiginlega segja um flestalla sem gegna mikilvægum stööum í Atlanta. I ljós kemur, sérstak- lega í lögreglunni, að kynþátta- hatur er enn fyrir hendi. Lög- reglustjóranum, Jake Walker, er mjög í nöp við hvíta starfs- krafta sína og hann felur því besta undirmanni sínum, Ben Shelter, að rannsaka moröið á Natan lækni. Á sama tíma og Natan var skotinn til bana var 13 ára gömul blökkustúlka myrt en ekki var minnst á það í blööunum. Lög- reglan finnur síðan þrjú lík af svörtum krökkum meö stuttu millibili. í ljós kemur aö þetta eru ekki kynferðisglæpir og fórnarlömbin hafa annaöhvort veriö kyrkt eða dáiö vegna höfuðáverka. Flest barnamoröin viröast eiga sér stað við götuna Nisky Lake en þeir sem eru að rannsaka morðin eru teknir út úr rannsókninni og settir í þaö aö finna morðingja Natans. Þaö er sem sagt ekki sama hvort það er hvítur maöur eða svartur sem er myrtur. Þetta leiðir til þess aö morðunum á krökkunum er lítið sem ekkert sinnt. Hvítur lögreglumaður, aö nafni Mike, rífst í Jake lögreglustjóra og segist ekki getað setiö aðgeröa- laus, hann vill fá að halda áfram að rannsaka barnamoröin. Jake neitar og Mike, einn af fáu góöu, hvítu lögreglumönnunum sem voru eftir, segir starfi sínu lausu. Fleiri börn hverfa að heiman og öll eiga þau það sameiginlegt aö vera fátæk og svört. Viö sjáum hvernig lögreglan bregst við þegar foreldrarnir tilkynna hvörfin. Það fyrsta sem lög- reglan gerir er að gefa í skyn að krakkinn hafi einfaldlega strok- ið að heiman. Það dugar nú ekki til að sefa foreldrana þannig að lögreglan handtekur umsvifa- laust foreldrana og sakar þá um að hafa orðið börnum sínum að bana! Nú kemur til sögunnar hvítur maður að nafni Chet Dett- linger sem hefur það orö á sér í Atlanta aö vera einn af hæfustu mönnunum í lögreglunni. Agreiningur hans við hina nýju yfirstjórn leiddi til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Chet fylg- ist meö barnshvörfunum af áhuga og hóar í nokkra vini sína sem höfðu starfað með honum í lögreglunni en síöan sagt upp og saman opna þeir leynilögreglu- stofu. Þeir bjóða hjálp sína ókeypis og hafa strax í nógu að snúast. Mæðurnar eru alveg niöur- brotnar og ein segir t.d: „Hver vill gera barninu mínu mein?” Chet ræöir við ungan strák sem sá eitt fórnarlambið fara upp í bíl hjá tveim svertingjum og stráksi tók eftir því að annar þeirra var með skegg. Chet trúir sögu stráksins en lögreglan ekki, enda miðar lögreglunni ekkert áfram í mál- inu. Chet Dettlinger birtist síðan í sjónvarpsviötali þar sem fram kemur að hann er ekki sammála þeirri yfirlýsingu lögreglunnar að ekkert samhengi sé á milli moröanna á börnunum sex undanfarið. Chet bendir á at- hyglisveröa staðreynd, þá aö öll fórnarlömbin voru mjög sterkir persónuleikar, eins konar leið- togar, og báru af félögum sínum á einhvern hátt. Síðan sýnir hann kort sem hann hefur teikn- að inn á hvar hvert barn sást síð- ast áöur en tilkynnt var að þess væri saknaö. I ljós kemur að hringurinn nær yfir aðeins 12 götur, sérstaklega götu er kall- ast Memorial Drive. Þaö kemst samt ekki skriöur á rannsókn barnamorðanna fyrr en sá óhugnanlegi atburður á sér staö að brotist er inn í eitt hús- anna og farið inn í herbergi þar sem þrjú systkini sofa saman. Sá sem fer inn í húsið nemur á braut með sér stúlku aö nafni Latonya Wilson. Hann tekur hana sofandi upp úr rúminu og labbar í burtu með hana. Þegar þetta spyrst út ætlar allt vitlaust aö veröa í Atlanta. Lögreglu- stjórinn, Jake, neitar samt enn að bæta við mönnum til að rann- saka barnamorðin. Svert- ingjarnir taka það því upp hjá sjálfum sér aö safnast saman og hefja leit aö hinum týndu krökk- um. Hefst nú viöamikil leit þar sem leitað er í skóginum o.s.frv. Leitin hefur ekki staðið lengi yfir er eitt fórnarlambanna finnst og þaö er ekki fyrr en þá sem borgarstjórinn, Maynard Jack- son, skipar að sett verði á fót sérsveit innan lögreglunnar sem skuli eingöngu fást viö barna- morðin. Tveim árum eftir aö fyrsta morðið átti sér stað gerist at- buröur sem leiðir loksins til handtöku. Þannig vill til aö lög- reglan vaktar allar brýr ef ske kynni aö moröinginn fleygði líki í ána.Og kl. 3 að nóttu 26. maí 1981 heyrir lögreglumaður, að nafni Clarence, hljóð sem honum finnst benda til að einhverju hafi veriö hent í ána. Vegna ein- hverra mistaka uppi á brúnni er ekki fylgst nógu vel með því sem gerist á henni sjálfri. Þaö næsta sem gerist er að Wayne nokkur Williams keyrir yfir þessa brú. Hann er stöðvaöur og færður til yfirheyrslu. Lögreglan hefur engar sann- anir gegn honum þar sem vakt- inni á brúnni hafði ekki tekist aö fylgjast með hvaö gerðist á sjálfri brúnni. Wayne fellur reyndar á prófi sem hann gengur undir (lygamælisprófi) en þar sem þau próf teljast ekki marktæk er honum sleppt. En það er fljótt að breiðast út að lögreglan hafi ver- ið aö yfirheyra Wayne út af Atlanta-moröunum. Innan skamms er heimili hans því um- kringt af lögreglumönnum, F.B.I. og forvitnu fólki sem fylg- ist með hverju hans fótspori. Wayne líkar þetta mjög illa og tekur upp á því að halda blaða- mannafund þar sem hann fer oft meö rangfærslur, aðallega til aö upphefja sjálfan sig. Þessi mynd höföar örugglega til stórs hóps. Handritið er alveg gallalaust. Farið er eftir stað- reyndum og aöeins nöfnum breytt. Leikurinn er mjög góöur í myndinni og sérstaklega leikur Jason Robards lögfræðinginn A1 Binder vel. Leikurinn hans gerir þaö að verkum að réttarhöldin (öll spóla tvö) rétt sleppa við þaö að vera langdregin og þurr í upp- setningu. Þetta er góð mynd sem öll fjölskyldan getur horft á þar sem ekkert morðanna er sýnt, ekkert ofbeldi. Eftir á geta menn svo rætt um það hvort dómurinn í máli Wayne Williams hafi verið réttlátur. ★ ★ ★ 1 17. tbl. Vlkan Z3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.