Vikan


Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 44

Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 44
með kvenfólkinu í hestakerrunni. Angeline baðaði fótinn á honum í balanum á meðan Kovago amma bjó til heitan brauð- bakstur. Afi gerði grín að því að Angelina vildi kalla á lækni. Samankýtti gamli maðurinn tók svörtu pípuna úr munninum oghló. ,,Út af moskítóbiti?” Gullkeðjan á úrinu hristist á vömbinni á honum af kæti. ■'aginn eftir sat Felix fyrir utan eldhúsdyrnar. Fóturinn var vafinn í hvítt lín og komið fyrir á stólkolli. En um kvöldið var fótleggurinn farinn að bólgna og daginn þar á eftir gat Felix varla gengið. Angelina krafðist þess að kallað yrði á lækni og því lagði Sandor af stað til Sopron á hesti. Um kvöldið, þegar lækn- irinn kom, lá Felix í svitakófi með háan hita og gat ekki hreyft sig nema með kvölum. „Blóðeitrun. Hann þarf að fá penslín,” urraði læknirinn. Hann yggldi sig yfír gleraugun sem hann hafði dregið hálfa leið niður á nefið og horfði á þrútinn, fjólublárauðan fót- inn. ,,Þú verður að liggja í það minnsta tvær vikur í rúminu. Ef þú ert heppinn.” Því skrifaði Angelina Pangloss, hótelstjóranum á Hótel Rosat, til þess að segja að Felix gæti ekki komið aftur fyrr en í lok október. En það var engin hætta á ferðum. Þegar allt kom til alls var þetta bara flugnabit. nen nemma kvölds miðvikudaginn 24. október 1956 (þremur vikum eftir að Elísabet og Roger hefðu átt að vera komin aftur í skólann í Sviss) fór Sandor frændi í sína venjulegu tveggja mílna göngu niður á r.sarda fyrir utan þorpið til þess að hitta Janos skólastjóra og fá sér með honum drykk, reykja og spjalla. Það var kalt á kvöldin og því var hann í bunda, síðri, útsaumaðri gærukápu með reyfið inn. Þegar hann var ekki kominn aftur klukkan tíu fór amma að tauta. „Stjórnmál, stjórnmál, alltaf að tala frá sér allt vit um stjórnmál yfir of miklu af víni.” Klukkan ellefu gáfust þau upp á að bíða og ætluðu að fara að hátta þegar þungri eldhúshurðinni var hrundið upp og Sandor kom inn sprengmóður. „Byltingin er byrjuð! I Búdapest! Fljótt, kveikið á út- varpinu! Stúdentarnir hafa her- tekið útvarpstöðina.” Stólum var ýtt og spurningunum rigndi yfír hann þegar hann æddi að stóra gamaldags út- varpinu og stillti á útvarp Búdapest sem var að spila sígaunatónlist sem var alls ekki byltingarkennd. Elísabet vaknaði við hávað- ann, klifraði niður úr rúminu og gægðist inn um gættina. í þetta skipti bar það við að Felix skipti sér ekkert af henni þegar fullorðna fólkið safnaðist við útvarpið. Sandor frændi bunaði út úr sér: „Rússarnir hafa útnefnt Nagy forseta Ung- verjalands aftur og herlögum var lýst yfir klukkan níu í kvöld. Við heyrðum það í út- varpinu á csarda. Seinna var sagt að Nagy hefði beðið Rússa um aðstoð við að koma aftur á lög og reglu. ’ ’ Það gullu við samhljóma raddir. „Nagy er þjóðernis- sinni, hann myndi aldrei gera það.” „Jæja, hann gerði það samt. Ég heyrði það sagt. ’ ’ „Þá hljóta Rússar að hafa neytt hann til þess.” „Sestu nú niður, Sandor, og segðu frá öllu frá byrjun. Við fáum greinilega ekki að heyra neitt nema tónlist úr þessu fjárans útvarpi. ’ ’ , ,Ef til vill ættum við að fara aftur til Sviss,” lagði Angelina til áhyggjufull. „Þið getið það ekki. Landa- mærin eru lokuð og enginn getur farið nema með leyfi Rússa. <jd„ ngelina leit skelf- ingu lostin á Felix. Hann haltraði yfir til hennar, faðmaði hana og sagði: „Þú þarft ekki að vera hrædd, við erum örugg hérna. Farðu með Lilí aftur í rúmið og sittu hjá henni þar til hún er sofnuð — og far þú líka að hátta, mamma. Stríð er mál karlmanna.” Konurnar hlýddu en voru kvíðnar. Þá sagði Sandor: „Þú verður hér, Felix, þar til fóturinn er orðinn góður og sérð til þess að þeim sé óhætt. Ég læt þér eftir einn riffil en fer með hina tvo með mér til Búdapest. Það er verið að biðja um mat í útvarpinu svo við förum að hlaða á vagnana í dögun í fyrramálið. Nei, pabbi, þeir eru að berjast fyrir þig svo það er undir þér komið að sjá þeim fyrir mat. Viðjanos leggjum af stað til Búdapest á morgun.” rátt fyrir örvænting- artár ömmu lagði Sandor af stað snemma næsta morgun með hestakerruna hlaðna af mat og var eins og hann væri með sýningarvagn á uppskeru- hátíð þar sem hann rann niður brattan, freðinn moldartroðn- inginn sem lá heim að bænum. Um kvöldið fór afí niður í þorpið að leita frétta og kom ekki aftur fyrr en undir myrk- ur. "Avos í Búdapest skaut á óvopnaðan hóp, tuttugu þús- und manns, þar á meðal konur og börn,” hvæsti hann, „og henti síðan líkunum 1 Dóná. A sunnudegi, aðeins fimm dögum síðar, heyrðist þreytu- leg en sigurviss rödd Nagy for- sætisráðherra 1 útvarpinu. Hann tilkynnti að Krúsjeff hefði fallist á að kalla sovésku hersveitirnar heim. Þó ótrúlegt væri ieit helst út fyrir að land- inu hefði tekist að frelsa sig undan okinu. I fyrsta skipti í tíu ár voru útvarpssendingar og dagblöð óritskoðuð. En afi var tortrygginn og vantrúaður. „Það er ekki líkt Rússunum að gefa svona fljótt eftir, það býr eitthvað að baki,” hélt hann fram. „Þegar maður er kominn á minn aldur treystir maður ekki bjarndýrum sem hegða sér eins og lömb. Uppreisnin hlýt- ur að hafa komið þeim á óvart. Hún kom reyndar öllum á óvart og þeir hafa sennilega ekki átt von á því að við magjar gætum búið yfír svo miklu bar- áttuþreki eftir allan þennan tíma.” Hann kveikti I pípunni, tott- aði munnstykkið og hristi höf- uðið. „Takið eftir því, Rúss- arnir eru bara bljúgir núna til þess að koma í veg fyrir að Vesturlandaþjóðirnar fari að blanda sér í átökin. Þegar lætin eru þögnuð og áhuginn dott- inn niður verða djöflarnir komnir með stígvélin aftan á hálsinn á okkur aftur. ’ ’ Gg afi hafði á réttu að standa. Fyrsta nóvember komu fyrstu óheillafréttirnar um að hundruð sovéskra skriðdreka streymdu yfír landamærin inn í Ungverjaland. Þúsundir sov- éskra fótgönguliða höfðu geng- ið inn í og umkringt Búdapest. A hverjum morgni og á hverju kvöldi klukkan átta reið afi niður í þorpið til þess að bíða á pósthúsinu á þeim tíma sem Sandor hafði sagst ætla að hringja. „Engar fréttir ennþá, mamma,” tilkynnti hann, „nema flóttamenn streyma að austurrísku landamærunum og rússnesku skriðdrekarnir snúa þeim til baka og skjóta á hvern þann sem reynir að sleppa. Það er ekki sérlega gaman að reyna að sleppa í þessu veðri, nöprum vindi, snjóþyngslum og verra í vændum.” /T ™ æsta æsta þriðjudag, að kvöldi sjötta nóvember, komu skilaboð gegnum pósthúsið frá Sandor. „Ekki taka það nærri þér, mamma, en þeir voru að gera áhlaup á sovéskan skrið- dreka og Sandor fékk skot í hægri handlegginn og öxlina,” sagði afi, en bætti því ekki við að Janos hefði verið drepinn. „Rússarnir streyma greinilega inn í Búdapest. Þeir kasta sprengjum á byggingar og skjóta á vegfarendur. Það hefur einnig verið barist hart í öðrum borgum en það er verst í Búda- pest og Rússarnir hafa borgina aftur á valdi sínu. Þetta er alveg 44 Vikan 27. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.