Vikan


Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 43
voru litlir drengir. Þegar þeir gengu heim aftur í tunglskin- inu, eftir að hafa rabbað mikið og drukkið allt of mikið hvít- vín, sagði Sandor allt í einu: ,,Felix, ég verð að viðurkenna það að mér fannst heimskulegt af þér að fara frá Ungverjalandi og heimskulegt af þér að hafa lagt í að koma aftur — en al- heimskulegast að hafa eftirlátið mér jörðina. En nú er ég ekki svo viss.” ,,Af hverju ekki?” spurði Felix og var á varðbergi. ,,Það virðist allt vera jafngott og áð- ur, vínberin vaxa, sólin skín og börnin leika sér.” ,,Þú hefur aldrei getað séð lengra en nef þitt nær, Felix.” Sandor hrasaði. ,,Það er ekkert að veðrinu sem Drottinn sendir yfir okkur, vandinn er harðæri mannsins. Undir yfirborðinu, Felix, fer ástandið í Ungverja- landi versnandi. Þú hefur ekki kynnst óttanum í borgunum. Þú tekur ekki eftir því að allir eru druslulega til fara og að það er skortur á öllu. Þú tekur ekki eftir því að menn hafa verið teknir af bæjunum til þess að vinna í nýju verksmiðjunum þannig að býlin gefa nú minna af sér en áður því landbúnaður- inn hefur ekki lengur for- gang.” & andor nam staðar í tunglsljósinu á veginum og með ýktum hreyfingum þess sem drukkinn er tók hann að telja á fingrum sér. ,,Land- búnaðurinn er í öðru sæti á eft- ir kolaframleiðslunni, efnaiðn- aðinum, báxítinu og litunar- iðnaðinum. Rússar senda hing- að hráefni sem á að vinna og framleiða úr hér í Ungverja- landi, síðan er það nær allt sent aftur til Rússlands og verka- mennirnir hér hafa ekkert í höndunum fyrir vinnu sína. Allt sem býlin gefa af sér hirðir ríkið og mikið af matnum er sent úr landi og því fá bænd- urnir ekki mikla hvatningu til þess að framleiða meira. En ef ekki er nógur matur fyrir ríkið að hirða gæti bóndinn allt í einu verið handtekinn og settur í fangelsi.” ,,En hver veit það, Sandor, hvort þú selur grís eða gæs? ’ ’ ,,Ef maður er staðinn að því að selja eina gæs á svartamark- aðnum á maður á hættu sjö ára dóm. Það sem ég er að segja þér er að smám saman erum við að verða rússneskir þrælar. ’ ’ Þeir gengu þegjandi eftir tunglskinsbjörtum veginum, síðan bætti Sandor við: , Janos, skólastjórinn, segir að blöð og útvarp séu ritskoðuð og flestar nýjar bækur og leikrit séu hreinræktaður sovéskur áróð- ur.” ,,Það er ekkert nýtt, Sand- or.” ,,Nei, en Janos segir að jafn- vel kommúnistar úr mennta- stéttinni séu farnir að gagnrýna harðýðgi rússneska kerfisins.” Sérðu hvað ég á við?” Hann hrasaði aftur. ,,Ungverskir kommúnistar gagnrýna Sovét- ríkin.” ,,Mjög hollt.” „Rússarnir leyfa það ekki. Leynilögreglan verður valda- meiri með hverjum degi.” Hann lagði handlegginn utan um axlir bróður síns. ,,í júní varð járnsmiðurinn Miklos full- ur á csarda eitt kvöldið og sagði nokkurn veginn það sama og ég hef verið að segja þér núna. Næsta dag birtist leynilögregl- an í bíl, ýtti Miklos inn í hann og hélt aftur til Búdapest. Hann nam allt í einu staðar í tunglskininu og minntist þessa. „Enginn veit hvað varð um hann en einhver sagði að það hefði verið farið með hann til Avos, aðalstöðvanna við Andrassystræti, og allir vita að það er í Andrassystræti númer 60 sem Avos er með pyntingar- klefana svo við búumst ekki við að sjá Miklos aftur. Ég skal segja þér að ef ekki væri býlið og gömlu hjónin færi ég með þér eftir vínhátíðina. ’ ’ Felix sagði ekki frá fyrir- ætlunum sínum þegar þeir þrömmuðu áfram í friðsælu tunglsljósinu. Hann sagði aðeins: ,,Bændur svelta aldrei ef þeir hafa vit á að þegja. ’ ’ q> ölumenn reikuðu milli tjaldanna sem sett höfðu verið upp umhverfis csarda og freistuðu bændanna með svína- pylsum, kökum og sætindum. Inni í tjöldunum var fjörug sala á höttum, kjólum, skraut- gripum, pottum og pönnum og ýmsum amboðum. Kvöldið áður hafði aðeins verið gras umhverfis csarda en nú voru þar skrautlega klæddir bændur í bestu sunnudagafötunum sínum sem héldu hátíðlega szuret vínhátíðina. Sumar konurnar voru í svo mikið sem tuttugu og fimm millipilsum undir grænum eða hárauðum pilsum sem náðu niður á mjúku rauðu leðurstígvélin þeirra. Hvítu organdí- blússurnar voru ríkulega út- saumaðar og sama mátti segja um litlu vestin. Q> nemma þennan morgun höfðu konurnar fléttað stóran krans úr vínþrúgum og villtum blómum og bundið hann með mislitum borðum. Þessi krans hafði verið borinn með viðhöfn frá vínökrunum að þorpinu og á eftir fylgdi sígauna- hljómsveit fyrir skrúð- göngu vínverkamann- anna og lék fjörlega á fíðlur. Hljóðfærin tóku eitt af öðru undir þar til tónlistin varð háværari og háværari, hraðari og hraðari, ágengari og ágengari. Fljótlega tók að smella í stígvélum, pils að sveiflast og handleggir að snúast þegar dansararnir hringsnerust með óheftum gleðiópum. „Engin þjóð getur dansað eins og Ungverjar,” kallaði Sandor frændi og dró Angelinu með sérí dansinn. „Dansinn er okkur í blóð borinn og ekkert getur stöðvað okkur. Mjög ólík hljóðlátu, óhagg- anlegu Svisslendingunum, hugsaði Elísabet með sér. Augun í henni voru eins stór og eggjabikarar þegar hún horfði á pilsin sviptast, svarta hárið flaksast, augu dansaranna leiftra. „Komdu, Lílí, ég skal kenna þér að dansa,” æpti Felix, þreif í höndina á henni og hljóp af stað. í hvítri fleginni skyrtu með stórum púffermum, svörtu opnu vesti og í þröngum svörtum buxum, sem troðið var ofan í rauð leðurstígvél, var Felix dásamlega glæsilegur. Felix togaði hana að dönsurunum, nam síðan snögglega staðar, tók nokkur spor, nam aftur staðar og kveinkaði sér.” „Fjandinn sjálfur að ég geti þetta. Fóturinn á mér er bólginn. Þú verður að bíða eftir Sandor.” „Svo Lilí stappaði og sveiflaðist með Sandor frænda á meðan Felix haltraði að bekk, fór úr hægra stígvélinu og kveinkaði sér þegar Angelina athugaði fótinn. „Þetta var moskítóflugubit sem ég klóraði mér í, nú er farið að grafa í því. Ekkert að óttast.” Hann vildi ekki að moskítóbit eyðilegði ánægjuna af hátíðinni og tróð sér því með kvölum aftur í stígvélið. Hann lét sem hann vissi ekki af bólgna fætinum en lét sér nægja að horfa á dansfólkið í stað þess að taka þátt. En þá um kvöldið ók Felix til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.