Vikan


Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 40

Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 40
leið og hann opnaði munninn voru þau ár grafin og gleymd. Hann hóf nefnilega að segja henni sögu mýflugunnar, talaði af miklum eldmóði og undirstrikaði orö sín með handahreyfingum sem urðu máttlausari og mátt- lausari eftir því sem leið á frá- sögnina. Einnig færðist einkenni- leg værð yfir hann, sem honum fannst einkennileg og um leið óvenjuleg því hann hafði ekki lagt frekar að sér viö kennsluna en venjulega, kenndi þetta spennunni sem hann haföi átt í á meðan hanr, var aö komast yfir fluguna. En þegar hann ætlaði að standa upp til þess að fara með konunni inn í bókaherbergið, svo hún gæti með eigin augum litiö á þessa ný- fengnu gersemi, féll hann meö djúpu andvarpi niður á stólinn og rann úr honum hægt og sígandi á gólfið. Þar lá hann hreyfingarlaus. Andlit hans afskræmdist og litar- hátturinn breyttist úr roða yfir í grænleitan blæ og hann rang- hvolfdi augunum, samfara sker- andi stunum. Konunni létti stórlega þegar hún varð þess vísari að hún losnaði við að fara með manninum inn í bóka- herbergiö. Hann hafði nógu oft þvingað hana til þess að dvelja þarinni. . . Hún fylgdist með honum engjast sundur og saman og þjást, rétt eins og sál hennar hafði gert und- anfarin ár, uns hann greip fyrir hjartaö og leið út af. Hún spratt upp af stólnum, laut yfir hann og sá að hann var látinn. Nú hafði andlit hans breyst og hann var eðlilegur á aö líta fyrir utan daufan bláleitan blæ. Laus- lega athugaö hefði jafnvel mátt halda að hann væri sofandi. En svo var ekki. Konan stóð um stund og horfði niður á manninn en ýtti síðan kæruleysislega við honum með öðrum fætinum áöur en hún gekk að símanum og hringdi í heimilislækninn. Læknirinn kom fljótlega og úr- skurðaði lát sökum hjartalömun- ar. Hann settist á næsta stól og hristi höfuðið. Einkennilegt, hann hafði nýlega rannsakað manninn og ekkert athugavert komiö í ljós fyrir utan smátaugaspennu. En slík spenna fylgir yfirleitt þeim mönnum sem sökkva sér niður í verkefnin og veita sér enga hvíld. Já, svona er lífið, það skipast fljótt veöur í lofti. Læknirinn sneri sér meö vorkunnsemi í svip að konunni og ræddi um þær ljúfu minningar sem hún gæti unað sér við, um góða sambúö þeirra hjónanna og allt sem þau áttu sameiginlegt, eins og safnið, þetta stórkostlega safn. Hún mundi líklegast halda áfram að efla það og varðveita í minningu mannsins? Læknirinn var nefnilega einnig mjög áhugasamur skordýrasafn- ari en hans safn var ekki nema smábrot af þessu stóra sem konan hafði nú umráð yfir. Konan starði á lækninn á meðan hann fékk næstum því andarteppu af hrifningu er hann ræddi um safnið. — Enn einn skordýrabrjál- æðingurinn, hugsaöi hún með sér, þungbúin á svip, en eftir smáhik færðist breitt bros yfir andlit hennar um leið og hún tjáði honum að hann mætti eiga safnið. Það væri ekki búið að skrá það og hún hefði alls ekki geð í sér til þess úr því sem komiö var. Ennfremur hefði hún í hyggju að flytja úr bænum, þyrfti nauösynlega að breyta um umhverfi og greina nýjan sjóndeildarhring. Læknirinn skildi afstöðu kon- unnar mjög vel, þakkaöi henni með mörgum fögrum orðum fyrir gjöfina og dáðist að göfuglyndi hennar. Hann hafði aldrei hlotið aöra eins gjöf um ævina og hlakk- aði til rólegra stunda við skrán- ingu safnsins. Konan horfði glottandi og með smáblæ af ótuktarsvip á eftir lækninum er hann gekk eftir fagr- ar kveöjur út að bílnum. Og um leið og hún lokaði útihurðinni hugsaði hún með sjálfri sér, þetta er allt í lagi, hann er piparsveinn. En guð hjálpi honum ef hann giftir sig. . . 40 Víkan 17- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.